Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra fylgist með kosningabaráttu íhaldsmanna Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2017 15:55 Fastlega má búast við því að Theresa May kunni vel að meta þennan góða liðsauka frá Íslandi. Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra, er nú stödd úti á Bretlandi og í miklum kosningaham. Hún gengur nú í hús á Twickenham og kynnir sér hvernig íhaldsmenn þar haga málum sínum. Eins og kunnugt er verða þingkosningar á Bretlandi á morgun og er mikil spenna ríkjandi þeirra vegna. „Gengum í hús á Twickenham með frambjóðanda Íhaldsflokksins daginn fyrir þingkosningar hér í Bretlandi. Sannfærðum marga og spennan magnast fyrir úrslitastund á morgun!“ skrifar Laufey Rún á Instagram. Við er myllumerki – „kosningasjúk“ og við er mynd af Laufey og tveimur öðrum.Laufey Rún og Hilmar Freyr slógust í för með frambjóðanda Íhaldsflokksins en Bretar hafa þann hátt á, í kosningabaráttu, að ganga í hús og ræða við mann og annan.Laufey Rún er er formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og áhugasöm um kosningar en hún komst í fréttir þegar hún gekk vasklega fram við undirskriftasöfnun þegar Davíð Oddsson, nú ritstjóri Morgunblaðsins, bauð sig fram í forsetakosningum á Íslandi.Uppfært 16:20 Vísir náði tali af Laufey Rún nú rétt í þessu. Hún segir misskilning, eins og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar, að um undirskriftasöfnun sé að ræða. Þannig gangi þetta ekki fyrir sig. „Ég er hér á mínum eigin vegum og fór í örskamma stund til að fylgjast með hvernig þeir haga kosningabaráttu sinni. Ég var ekki að safna undirskriftum, ekki þarna. Við hittum frambjóðanda sem er með mér á myndinni ásamt öðrum stjórnarmanni SUS. Skutumst þarna uppeftir í tvo tíma en ég er í London á eigin vegum, í fríi.“ Laufey Rún segir alltaf gaman að vera í London spurð hvort ekki sé líf og fjör, mikil spenna? „Mjög áhugavert að hitta þetta fólk, og sjá hvernig þau gera þetta í sínu kjördæmi. Þeir gera þetta öðru vísi en heima. Þeir ganga í hús. Heima er annar háttur hafður á,“ segir Laufey Rún og segir lærdómsríkt og gaman að fylgjast með þessum æsispennandi kosningum. Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra, er nú stödd úti á Bretlandi og í miklum kosningaham. Hún gengur nú í hús á Twickenham og kynnir sér hvernig íhaldsmenn þar haga málum sínum. Eins og kunnugt er verða þingkosningar á Bretlandi á morgun og er mikil spenna ríkjandi þeirra vegna. „Gengum í hús á Twickenham með frambjóðanda Íhaldsflokksins daginn fyrir þingkosningar hér í Bretlandi. Sannfærðum marga og spennan magnast fyrir úrslitastund á morgun!“ skrifar Laufey Rún á Instagram. Við er myllumerki – „kosningasjúk“ og við er mynd af Laufey og tveimur öðrum.Laufey Rún og Hilmar Freyr slógust í för með frambjóðanda Íhaldsflokksins en Bretar hafa þann hátt á, í kosningabaráttu, að ganga í hús og ræða við mann og annan.Laufey Rún er er formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og áhugasöm um kosningar en hún komst í fréttir þegar hún gekk vasklega fram við undirskriftasöfnun þegar Davíð Oddsson, nú ritstjóri Morgunblaðsins, bauð sig fram í forsetakosningum á Íslandi.Uppfært 16:20 Vísir náði tali af Laufey Rún nú rétt í þessu. Hún segir misskilning, eins og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar, að um undirskriftasöfnun sé að ræða. Þannig gangi þetta ekki fyrir sig. „Ég er hér á mínum eigin vegum og fór í örskamma stund til að fylgjast með hvernig þeir haga kosningabaráttu sinni. Ég var ekki að safna undirskriftum, ekki þarna. Við hittum frambjóðanda sem er með mér á myndinni ásamt öðrum stjórnarmanni SUS. Skutumst þarna uppeftir í tvo tíma en ég er í London á eigin vegum, í fríi.“ Laufey Rún segir alltaf gaman að vera í London spurð hvort ekki sé líf og fjör, mikil spenna? „Mjög áhugavert að hitta þetta fólk, og sjá hvernig þau gera þetta í sínu kjördæmi. Þeir gera þetta öðru vísi en heima. Þeir ganga í hús. Heima er annar háttur hafður á,“ segir Laufey Rún og segir lærdómsríkt og gaman að fylgjast með þessum æsispennandi kosningum.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40