Forbes: Ronaldo með 9,2 milljarða í árstekjur og enginn fær meira Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 16:30 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo rakar inn 93 milljónum dollara á árinu 2017 samkvæmt upplýsingum viðskiptablaðsins Forbes en það gerir 9,2 milljarða í íslenskum krónum. Portúgalinn er tekjuhæsti íþróttamaður heims þegar lagðar eru saman launatekjur og auglýsingatekjur. Ronaldo er samkvæmt þessum tölum með 25 milljónir í tekjur á hverjum degi ársins. Ronaldo fær 58 milljónir í laun frá Real Madrid en í viðbót við það fær hann 35 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Ronaldo er tekjuhærri en bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James sem er í öðru sæti með tekjur upp á 86,2 milljónir dollara eða rúma 8,5 milljarða íslenskra króna. Lipnel Messi er síðan í þriðja sætinu með tekjur upp á 80 milljónir dollara eða 7,9 milljarða íslenskra króna. LeBron James fær 55 milljónir dollara í auglýsingatekjur en „aðeins“ 31,2 milljónir í laun. Messi er með 53 milljónir dollara í laun frá Barcelona en 27 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Hvergi er þó munurinn meiri en hjá tenniskappanum Roger Federer. Svisslendingurinn fær „bara“ 6 milljónir dollara í bein laun en hann er hinsvegar með 58 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Federer kemst því pp í fjórða sæti listans þrátt fyrir að vera með þetta „lítil“ laun. Ronaldo og Messi eru einu fótboltamennirnir sem komast á listann en þar eru aftur á móti fjórir leikmenn úr NBA-deildinni. Auk LeBron James (2. sæti) eru þar líka Kevin Durant (5. sæti), Stephen Curry (8. sæti) og James Harden (9. sæti.). Einn kylfingur er á listanum en Rory Mcllroy er í sjötta sæti. Formúlukappinn Lewis Hamilton er í 10. sæti og NFL-leikstjórnandinn Andrew Luck er jafn Rory í sjötta sætinu. Darren Rovell birti topplista Forbes á Twitter og má sjá hann hér fyrir neðan. The highest paid athletes in the world, as guesstimated by @Forbespic.twitter.com/JdeNk4t2NO — Darren Rovell (@darrenrovell) June 7, 2017 Formúla Fótbolti Körfubolti Tennis Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo rakar inn 93 milljónum dollara á árinu 2017 samkvæmt upplýsingum viðskiptablaðsins Forbes en það gerir 9,2 milljarða í íslenskum krónum. Portúgalinn er tekjuhæsti íþróttamaður heims þegar lagðar eru saman launatekjur og auglýsingatekjur. Ronaldo er samkvæmt þessum tölum með 25 milljónir í tekjur á hverjum degi ársins. Ronaldo fær 58 milljónir í laun frá Real Madrid en í viðbót við það fær hann 35 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Ronaldo er tekjuhærri en bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James sem er í öðru sæti með tekjur upp á 86,2 milljónir dollara eða rúma 8,5 milljarða íslenskra króna. Lipnel Messi er síðan í þriðja sætinu með tekjur upp á 80 milljónir dollara eða 7,9 milljarða íslenskra króna. LeBron James fær 55 milljónir dollara í auglýsingatekjur en „aðeins“ 31,2 milljónir í laun. Messi er með 53 milljónir dollara í laun frá Barcelona en 27 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Hvergi er þó munurinn meiri en hjá tenniskappanum Roger Federer. Svisslendingurinn fær „bara“ 6 milljónir dollara í bein laun en hann er hinsvegar með 58 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Federer kemst því pp í fjórða sæti listans þrátt fyrir að vera með þetta „lítil“ laun. Ronaldo og Messi eru einu fótboltamennirnir sem komast á listann en þar eru aftur á móti fjórir leikmenn úr NBA-deildinni. Auk LeBron James (2. sæti) eru þar líka Kevin Durant (5. sæti), Stephen Curry (8. sæti) og James Harden (9. sæti.). Einn kylfingur er á listanum en Rory Mcllroy er í sjötta sæti. Formúlukappinn Lewis Hamilton er í 10. sæti og NFL-leikstjórnandinn Andrew Luck er jafn Rory í sjötta sætinu. Darren Rovell birti topplista Forbes á Twitter og má sjá hann hér fyrir neðan. The highest paid athletes in the world, as guesstimated by @Forbespic.twitter.com/JdeNk4t2NO — Darren Rovell (@darrenrovell) June 7, 2017
Formúla Fótbolti Körfubolti Tennis Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira