Forbes: Ronaldo með 9,2 milljarða í árstekjur og enginn fær meira Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 16:30 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo rakar inn 93 milljónum dollara á árinu 2017 samkvæmt upplýsingum viðskiptablaðsins Forbes en það gerir 9,2 milljarða í íslenskum krónum. Portúgalinn er tekjuhæsti íþróttamaður heims þegar lagðar eru saman launatekjur og auglýsingatekjur. Ronaldo er samkvæmt þessum tölum með 25 milljónir í tekjur á hverjum degi ársins. Ronaldo fær 58 milljónir í laun frá Real Madrid en í viðbót við það fær hann 35 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Ronaldo er tekjuhærri en bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James sem er í öðru sæti með tekjur upp á 86,2 milljónir dollara eða rúma 8,5 milljarða íslenskra króna. Lipnel Messi er síðan í þriðja sætinu með tekjur upp á 80 milljónir dollara eða 7,9 milljarða íslenskra króna. LeBron James fær 55 milljónir dollara í auglýsingatekjur en „aðeins“ 31,2 milljónir í laun. Messi er með 53 milljónir dollara í laun frá Barcelona en 27 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Hvergi er þó munurinn meiri en hjá tenniskappanum Roger Federer. Svisslendingurinn fær „bara“ 6 milljónir dollara í bein laun en hann er hinsvegar með 58 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Federer kemst því pp í fjórða sæti listans þrátt fyrir að vera með þetta „lítil“ laun. Ronaldo og Messi eru einu fótboltamennirnir sem komast á listann en þar eru aftur á móti fjórir leikmenn úr NBA-deildinni. Auk LeBron James (2. sæti) eru þar líka Kevin Durant (5. sæti), Stephen Curry (8. sæti) og James Harden (9. sæti.). Einn kylfingur er á listanum en Rory Mcllroy er í sjötta sæti. Formúlukappinn Lewis Hamilton er í 10. sæti og NFL-leikstjórnandinn Andrew Luck er jafn Rory í sjötta sætinu. Darren Rovell birti topplista Forbes á Twitter og má sjá hann hér fyrir neðan. The highest paid athletes in the world, as guesstimated by @Forbespic.twitter.com/JdeNk4t2NO — Darren Rovell (@darrenrovell) June 7, 2017 Formúla Fótbolti Körfubolti Tennis Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi stuðningsmanna Man. United fóru of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga Sjá meira
Knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo rakar inn 93 milljónum dollara á árinu 2017 samkvæmt upplýsingum viðskiptablaðsins Forbes en það gerir 9,2 milljarða í íslenskum krónum. Portúgalinn er tekjuhæsti íþróttamaður heims þegar lagðar eru saman launatekjur og auglýsingatekjur. Ronaldo er samkvæmt þessum tölum með 25 milljónir í tekjur á hverjum degi ársins. Ronaldo fær 58 milljónir í laun frá Real Madrid en í viðbót við það fær hann 35 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Ronaldo er tekjuhærri en bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James sem er í öðru sæti með tekjur upp á 86,2 milljónir dollara eða rúma 8,5 milljarða íslenskra króna. Lipnel Messi er síðan í þriðja sætinu með tekjur upp á 80 milljónir dollara eða 7,9 milljarða íslenskra króna. LeBron James fær 55 milljónir dollara í auglýsingatekjur en „aðeins“ 31,2 milljónir í laun. Messi er með 53 milljónir dollara í laun frá Barcelona en 27 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Hvergi er þó munurinn meiri en hjá tenniskappanum Roger Federer. Svisslendingurinn fær „bara“ 6 milljónir dollara í bein laun en hann er hinsvegar með 58 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Federer kemst því pp í fjórða sæti listans þrátt fyrir að vera með þetta „lítil“ laun. Ronaldo og Messi eru einu fótboltamennirnir sem komast á listann en þar eru aftur á móti fjórir leikmenn úr NBA-deildinni. Auk LeBron James (2. sæti) eru þar líka Kevin Durant (5. sæti), Stephen Curry (8. sæti) og James Harden (9. sæti.). Einn kylfingur er á listanum en Rory Mcllroy er í sjötta sæti. Formúlukappinn Lewis Hamilton er í 10. sæti og NFL-leikstjórnandinn Andrew Luck er jafn Rory í sjötta sætinu. Darren Rovell birti topplista Forbes á Twitter og má sjá hann hér fyrir neðan. The highest paid athletes in the world, as guesstimated by @Forbespic.twitter.com/JdeNk4t2NO — Darren Rovell (@darrenrovell) June 7, 2017
Formúla Fótbolti Körfubolti Tennis Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi stuðningsmanna Man. United fóru of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga Sjá meira