Lögregla í London, sem leitað hefur Frakkans Xavier Thomas frá hryðjuverkaárásinni í London á laugardag, hefur fundið lík hans í ánni Thames.
Breska rannsóknarlögreglan segir lík hans hafa fundist í ánni nærri Limestone í gærkvöldi. Er búið að upplýsa aðstandendur hans þó að enn eigi eftir að bera formlega kennsl á líkið. Thomas varð 45 ára gamall.
Sjö manns létu lífið og tugir særðust í hryðjuverkaárásinni þar sem þrír menn óku sendiferðabíl á gangandi vegfarendur á London Bridge og fóru svo út og stungu fólk sem urðu á vegi þeirra við Borough Market á laugardagskvöldið.
Lögregla hafði skotið þá alla til bana innan við átta mínútum frá því að fyrsta tilkynning um árásina barst.
Árásin í London: Lík hins franska Xavier Thomas fannst í Thames

Tengdar fréttir

Árásin í London: Þriðji árásarmaðurinn nafngreindur
Hinn marokkósk-ítalski Youssef Zaghba var þriðji árásarmaðurinn í London á laugardagskvöldið.

Árásarmennirnir í London nafngreindir
Lögregluyfirvöld í London hafa gefið út nöfn tveggja af þremur árásarmönnum sem skotnir voru til bana í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á London Bridge á laugardagskvöld.