Leikmenn Warriors ætla ekki að láta 16-0 umræðuna trufla sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 22:00 Draymond Green er hér ið það að taka frákast í úrslitaeinvíginu. Vísir/Getty Golden State Warriors hefur fyrst NBA-liða unnið fjórtán fyrstu leiki úrslitakeppninnar og nú þegar liðinu vantar bara tvo sigra til að vinna titilinn eru margir að velta því fyrir sér hvort liðið geti farið taplaust í gegnum úrslitakeppnina. Bandarískir fjölmiðlar eru að sjálfsögðu farnir á flug eftir tvo sannfærandi sigra Golden State Warriors í röð á móti Cleveland Cavaliers. Leikmenn Warriors voru að sjálfsögðu spurðir út í möguleikann á því að enda úrslitakeppnina 16-0. Draymond Green segir að Golden State liðið hafi lært af reynslunni í fyrra þegar þeir settu nýtt met í sigurleikjum í deildarkeppninni (73) en misstu síðan af NBA-titlinum. „Við höfum áður gert þau mistök að velta okkur upp úr því að ná 73 sigrum og einbeita okkur að röngum hlutum,“ sagði Draymond Green en GSW var líka 2-0 yfir í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland í fyrra. ESPN segir frá. „Þetta skiptir ekki máli. Það væri frábært að ná þessu, frábær saga. Ég er samt viss um að ef við færum að tala um meistaratitla að ég væri ekki að monta mig af því að við höfum verið eina liðið sem hefur klárað 16-0. Ég myndi segja að við höfum unnið titilinn því það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Draymond Green. Það eru samt miklar líkur á því að Golden State Warriors vinni úrslitaeinvígið 4-0 og klári úrslitakeppnina því 16-0. Liðið hefur unnið 29 af síðustu 30 leikjum sínum og Cleveland hefur átt engin svör í síðustu tveimur leikjum. En ef þeir vinna alla sextán leikina í úrslitakeppninni geta þeir þá kallað sig besta lið sögunnar? „Það myndi ekki loka umræðunni. Lið eru að spila á mismunandi tímum og spila á móti mismunandi liðum,“ sagði Green en í dag telja menn að valið standi á milli Golden State liðsins og Chicago Bulls liðsins 1995-96. „Við höfum kannski unnið fjögur lið fjórum sinnum í röð en það voru ekki sömu liðin og þeir unnu. Allir vilja að við skrifum söguna upp á nýtt en ég vil bara vinna fjóra leiki. Meistaratitilinn er eina sagan sem við þurfum að skrifa,“ sagði Green. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram í Cleveland í kvöld og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Hann verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport eins og allir leikir lokaúrslitanna. NBA Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira
Golden State Warriors hefur fyrst NBA-liða unnið fjórtán fyrstu leiki úrslitakeppninnar og nú þegar liðinu vantar bara tvo sigra til að vinna titilinn eru margir að velta því fyrir sér hvort liðið geti farið taplaust í gegnum úrslitakeppnina. Bandarískir fjölmiðlar eru að sjálfsögðu farnir á flug eftir tvo sannfærandi sigra Golden State Warriors í röð á móti Cleveland Cavaliers. Leikmenn Warriors voru að sjálfsögðu spurðir út í möguleikann á því að enda úrslitakeppnina 16-0. Draymond Green segir að Golden State liðið hafi lært af reynslunni í fyrra þegar þeir settu nýtt met í sigurleikjum í deildarkeppninni (73) en misstu síðan af NBA-titlinum. „Við höfum áður gert þau mistök að velta okkur upp úr því að ná 73 sigrum og einbeita okkur að röngum hlutum,“ sagði Draymond Green en GSW var líka 2-0 yfir í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland í fyrra. ESPN segir frá. „Þetta skiptir ekki máli. Það væri frábært að ná þessu, frábær saga. Ég er samt viss um að ef við færum að tala um meistaratitla að ég væri ekki að monta mig af því að við höfum verið eina liðið sem hefur klárað 16-0. Ég myndi segja að við höfum unnið titilinn því það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Draymond Green. Það eru samt miklar líkur á því að Golden State Warriors vinni úrslitaeinvígið 4-0 og klári úrslitakeppnina því 16-0. Liðið hefur unnið 29 af síðustu 30 leikjum sínum og Cleveland hefur átt engin svör í síðustu tveimur leikjum. En ef þeir vinna alla sextán leikina í úrslitakeppninni geta þeir þá kallað sig besta lið sögunnar? „Það myndi ekki loka umræðunni. Lið eru að spila á mismunandi tímum og spila á móti mismunandi liðum,“ sagði Green en í dag telja menn að valið standi á milli Golden State liðsins og Chicago Bulls liðsins 1995-96. „Við höfum kannski unnið fjögur lið fjórum sinnum í röð en það voru ekki sömu liðin og þeir unnu. Allir vilja að við skrifum söguna upp á nýtt en ég vil bara vinna fjóra leiki. Meistaratitilinn er eina sagan sem við þurfum að skrifa,“ sagði Green. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram í Cleveland í kvöld og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Hann verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport eins og allir leikir lokaúrslitanna.
NBA Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira