Beint lýðræði í menntamálum Halldór Auðar Svansson og Þórlaug Ágústsdóttir skrifar 7. júní 2017 07:00 Beint lýðræði snýst um að þú getir haft bein áhrif á það sem skiptir þig máli. Beint lýðræði snýst ekki um að hafa skoðun á öllu alltaf, heldur að geta haft áhrif á það sem skiptir mann máli. Núna stendur yfir mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar og í fyrsta sinn er þér; borgaranum, boðið með. Stefnumótunin fer fram í víðtæku samráði við fagmenn, starfsfólk borgarinnar, foreldra og nemendur sjálfa og nær yfir alla starfsemi skóla- og frístundasviðs borgarinnar, leikskóla, grunnskóla og frístund. Útgangspunktur stefnunnar er sú færni sem nemendur eiga að hafa öðlast árið 2030. Hvað á nemandi að kunna við útskrift? Á Betri Reykjavík, lýðræðisgátt Reykjavíkur, getur þú haft aðkomu með ýmsum hætti; mótað tillögur, forgangsraðað verkefnum og svokölluðum færniþáttum og tekið þátt í umræðum. Liður í samráðsferlinu er að opnað hefur verið fyrir forgangsröðun færniþátta á Betri Reykjavik (betrireykjavik.is). Einnig getur almenningur lagt fram sínar eigin hugmyndir að færniþáttum og rökrætt þær fram og til baka. Þetta rímar vel við stefnu Pírata, sem borgin er nú að gera að sinni, að vefkerfi eins og Betri Reykjavík eigi að nota í meiri mæli til að fá fram álit á þeirri stefnumótun og ákvarðanatöku sem eru í gangi hjá borginni hverju sinni. Nú þegar þekkir fólk ágætlega til árlegrar hugmyndasöfnunar um framkvæmdir í hverfum á Betri Reykjavík, Hverfið mitt, og hefur það notið vaxandi vinsælda. Í fyrra var kosningaþátttaka í Hverfinu mínu 9,4 prósent og hefur aldrei verið hærri. Lykillinn að velgengni þessari er sennilega sú að þarna er hugmyndasöfnunin – lýðræðið – beintengd við stjórnsýslu borgarinnar; fólk hefur raunveruleg áhrif á það sem borgin gerir og sér árangur af því að taka þátt. Framtíðin í stjórnsýslu felst í lifandi samtali við almenning í gegnum vefinn og Reykjavíkurborg ryður þar veginn. Hvernig sérð þú fyrir þér skólakerfið árið 2030? Taktu þátt á Betri Reykjavík – samráð stendur yfir til 10. júní. Halldór Auðar Svansson er borgarfulltrúi Pírata. Þórlaug Ágústsdóttir er fulltrúi Pírata á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halldór Auðar Svansson Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Beint lýðræði snýst um að þú getir haft bein áhrif á það sem skiptir þig máli. Beint lýðræði snýst ekki um að hafa skoðun á öllu alltaf, heldur að geta haft áhrif á það sem skiptir mann máli. Núna stendur yfir mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar og í fyrsta sinn er þér; borgaranum, boðið með. Stefnumótunin fer fram í víðtæku samráði við fagmenn, starfsfólk borgarinnar, foreldra og nemendur sjálfa og nær yfir alla starfsemi skóla- og frístundasviðs borgarinnar, leikskóla, grunnskóla og frístund. Útgangspunktur stefnunnar er sú færni sem nemendur eiga að hafa öðlast árið 2030. Hvað á nemandi að kunna við útskrift? Á Betri Reykjavík, lýðræðisgátt Reykjavíkur, getur þú haft aðkomu með ýmsum hætti; mótað tillögur, forgangsraðað verkefnum og svokölluðum færniþáttum og tekið þátt í umræðum. Liður í samráðsferlinu er að opnað hefur verið fyrir forgangsröðun færniþátta á Betri Reykjavik (betrireykjavik.is). Einnig getur almenningur lagt fram sínar eigin hugmyndir að færniþáttum og rökrætt þær fram og til baka. Þetta rímar vel við stefnu Pírata, sem borgin er nú að gera að sinni, að vefkerfi eins og Betri Reykjavík eigi að nota í meiri mæli til að fá fram álit á þeirri stefnumótun og ákvarðanatöku sem eru í gangi hjá borginni hverju sinni. Nú þegar þekkir fólk ágætlega til árlegrar hugmyndasöfnunar um framkvæmdir í hverfum á Betri Reykjavík, Hverfið mitt, og hefur það notið vaxandi vinsælda. Í fyrra var kosningaþátttaka í Hverfinu mínu 9,4 prósent og hefur aldrei verið hærri. Lykillinn að velgengni þessari er sennilega sú að þarna er hugmyndasöfnunin – lýðræðið – beintengd við stjórnsýslu borgarinnar; fólk hefur raunveruleg áhrif á það sem borgin gerir og sér árangur af því að taka þátt. Framtíðin í stjórnsýslu felst í lifandi samtali við almenning í gegnum vefinn og Reykjavíkurborg ryður þar veginn. Hvernig sérð þú fyrir þér skólakerfið árið 2030? Taktu þátt á Betri Reykjavík – samráð stendur yfir til 10. júní. Halldór Auðar Svansson er borgarfulltrúi Pírata. Þórlaug Ágústsdóttir er fulltrúi Pírata á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun