Beint lýðræði í menntamálum Halldór Auðar Svansson og Þórlaug Ágústsdóttir skrifar 7. júní 2017 07:00 Beint lýðræði snýst um að þú getir haft bein áhrif á það sem skiptir þig máli. Beint lýðræði snýst ekki um að hafa skoðun á öllu alltaf, heldur að geta haft áhrif á það sem skiptir mann máli. Núna stendur yfir mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar og í fyrsta sinn er þér; borgaranum, boðið með. Stefnumótunin fer fram í víðtæku samráði við fagmenn, starfsfólk borgarinnar, foreldra og nemendur sjálfa og nær yfir alla starfsemi skóla- og frístundasviðs borgarinnar, leikskóla, grunnskóla og frístund. Útgangspunktur stefnunnar er sú færni sem nemendur eiga að hafa öðlast árið 2030. Hvað á nemandi að kunna við útskrift? Á Betri Reykjavík, lýðræðisgátt Reykjavíkur, getur þú haft aðkomu með ýmsum hætti; mótað tillögur, forgangsraðað verkefnum og svokölluðum færniþáttum og tekið þátt í umræðum. Liður í samráðsferlinu er að opnað hefur verið fyrir forgangsröðun færniþátta á Betri Reykjavik (betrireykjavik.is). Einnig getur almenningur lagt fram sínar eigin hugmyndir að færniþáttum og rökrætt þær fram og til baka. Þetta rímar vel við stefnu Pírata, sem borgin er nú að gera að sinni, að vefkerfi eins og Betri Reykjavík eigi að nota í meiri mæli til að fá fram álit á þeirri stefnumótun og ákvarðanatöku sem eru í gangi hjá borginni hverju sinni. Nú þegar þekkir fólk ágætlega til árlegrar hugmyndasöfnunar um framkvæmdir í hverfum á Betri Reykjavík, Hverfið mitt, og hefur það notið vaxandi vinsælda. Í fyrra var kosningaþátttaka í Hverfinu mínu 9,4 prósent og hefur aldrei verið hærri. Lykillinn að velgengni þessari er sennilega sú að þarna er hugmyndasöfnunin – lýðræðið – beintengd við stjórnsýslu borgarinnar; fólk hefur raunveruleg áhrif á það sem borgin gerir og sér árangur af því að taka þátt. Framtíðin í stjórnsýslu felst í lifandi samtali við almenning í gegnum vefinn og Reykjavíkurborg ryður þar veginn. Hvernig sérð þú fyrir þér skólakerfið árið 2030? Taktu þátt á Betri Reykjavík – samráð stendur yfir til 10. júní. Halldór Auðar Svansson er borgarfulltrúi Pírata. Þórlaug Ágústsdóttir er fulltrúi Pírata á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halldór Auðar Svansson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Beint lýðræði snýst um að þú getir haft bein áhrif á það sem skiptir þig máli. Beint lýðræði snýst ekki um að hafa skoðun á öllu alltaf, heldur að geta haft áhrif á það sem skiptir mann máli. Núna stendur yfir mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar og í fyrsta sinn er þér; borgaranum, boðið með. Stefnumótunin fer fram í víðtæku samráði við fagmenn, starfsfólk borgarinnar, foreldra og nemendur sjálfa og nær yfir alla starfsemi skóla- og frístundasviðs borgarinnar, leikskóla, grunnskóla og frístund. Útgangspunktur stefnunnar er sú færni sem nemendur eiga að hafa öðlast árið 2030. Hvað á nemandi að kunna við útskrift? Á Betri Reykjavík, lýðræðisgátt Reykjavíkur, getur þú haft aðkomu með ýmsum hætti; mótað tillögur, forgangsraðað verkefnum og svokölluðum færniþáttum og tekið þátt í umræðum. Liður í samráðsferlinu er að opnað hefur verið fyrir forgangsröðun færniþátta á Betri Reykjavik (betrireykjavik.is). Einnig getur almenningur lagt fram sínar eigin hugmyndir að færniþáttum og rökrætt þær fram og til baka. Þetta rímar vel við stefnu Pírata, sem borgin er nú að gera að sinni, að vefkerfi eins og Betri Reykjavík eigi að nota í meiri mæli til að fá fram álit á þeirri stefnumótun og ákvarðanatöku sem eru í gangi hjá borginni hverju sinni. Nú þegar þekkir fólk ágætlega til árlegrar hugmyndasöfnunar um framkvæmdir í hverfum á Betri Reykjavík, Hverfið mitt, og hefur það notið vaxandi vinsælda. Í fyrra var kosningaþátttaka í Hverfinu mínu 9,4 prósent og hefur aldrei verið hærri. Lykillinn að velgengni þessari er sennilega sú að þarna er hugmyndasöfnunin – lýðræðið – beintengd við stjórnsýslu borgarinnar; fólk hefur raunveruleg áhrif á það sem borgin gerir og sér árangur af því að taka þátt. Framtíðin í stjórnsýslu felst í lifandi samtali við almenning í gegnum vefinn og Reykjavíkurborg ryður þar veginn. Hvernig sérð þú fyrir þér skólakerfið árið 2030? Taktu þátt á Betri Reykjavík – samráð stendur yfir til 10. júní. Halldór Auðar Svansson er borgarfulltrúi Pírata. Þórlaug Ágústsdóttir er fulltrúi Pírata á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun