Kenning Einsteins um vitfirru; Á hún við um krónuna? Ole Anton Bieltvedt skrifar 7. júní 2017 07:00 Eins og flestir vita, var Albert Einstein einn mesti stærðfræðingur, eðlisfræðingur og hugsuður síðustu aldar. Hann setti m.a. fram afstæðiskenninguna, og þegar hann var spurður, hvað afstæða væri, var svarið þetta: „Ef þú situr með fallegri stúlku í tvo tíma, er það eins og ein mínúta, en, ef þú situr á heitum ofni í eina mínútu, er það eins og tveir tímar.“ Það, sem ég vil fjalla um hér, er þó önnur og nokkru alvarlegri tilvitnun í Einstein: „Ef þú gerir sama hlutinn aftur og aftur og reiknar með breytilegri niðurstöðu, þá er það vitfirra.“Gengið fallið 40 sinnum Mér er sagt, að krónan hafi fallið 40 sinnum frá 1950. Þessi fjöldi er ekki aðalmálið, heldur þau vandræði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra – á stundum sá stórfelldi sársauki og kvöl – sem þessar sviptingar á gengi og verðgildi krónunnar hafa haft í för með sér fyrir flesta landsmenn, auk þeirra miklu vaxta, sem óstöðugri krónu hafa fylgt og þjakað hafa lántakendur og skuldara. Þrátt fyrir þetta – þrátt fyrir síðasta heljarstökkið 2008 og fárið, sem því fylgdi – er eins og stjórnendur gjaldmiðils- og peningamála á Íslandi hafi ekkert lært. Þeir gera það sama aftur og aftur í gjaldmiðilsmálum, halda krónunni úti með sama hætti, en virðast reikna með nýrri og betri útkomu í hverri nýrri tilraun. Þetta á við um stjórnendur Seðlabanka og stjórnendur landsins, hvert teymið á fætur öðru. Ef Einstein hefur á réttu að standa með kenningu sína, er þetta ekki góður vitnisburður eða dómur yfir stjórnendum þessa lands.Hvernig á ekki að leysa vandamál „Þú getur aldrei leyst vandamál með sömu hugsun og vandamálinu olli.“ Þetta er líka kenning, sem Einstein setti fram, og ég hygg, að flestir hljóti að sjá, að er rétt. Þessi sannindi hafa greinilega ekki náð til stjórnenda gjaldmiðilsmála á Íslandi. Þeir lemja höfðinu við steininn og ganga glaðbeittir fram á fundum og fullyrða: „Krónan bjargaði okkur úr hruninu.“ Sannleikurinn er auðvitað það andstæða; Það var krónan, sem kom okkur í hrunið. Ef við hefðum verið með evruna, í stað krónunnar, og í ESB, hefðum við aldrei lent í hruninu með þeim hætti, sem varð; Evrópski seðlabankinn og björgunarsjóðir Evrópu/ESB hefðu bjargað okkur frá því versta, eins og öllum öðrum ESB-löndum.Af hverju er krónan handónýt? Ég hef líkt krónunni við 30 tonna fiskibát á úthafi gengis-, gjaldeyris- og efnahagsmála, sem auðvitað hendist til og sveiflast upp og niður í þeim stormum, sem þar geisa, og flýtur alvarlega laskaður, í bezta falli, meðan evran er eins og 50.000 tonna hafskip, sem allt stendur af sér. Í Bergen í Noregi eru um 340.000 íbúar, sem lifa mikið á fiskveiðum og ferðamennsku. Gætu þeir verið með eigin gjaldmiðil? Gætu verið sautján gjaldmiðlar í Danmörku, en Danir eru sautján sinnum fleiri en við? Hvernig í ósköpunum eigum við, 340.000 manns, að geta haldið úti stöðugum og traustum gjaldmiðli, með lágmarksvöxtum, þegar meira að segja Þjóðverjar, með sitt ofursterka þýzka mark, ákváðu að styrkja sitt efnahagskerfi enn betur með upptöku evrunnar?Skilja þetta allir nema við? Allar aðrar smáþjóðir Evrópu, fjórtán talsins, hafa tekið upp evruna. Þetta eru allt stoltar og sjálfstæðar þjóðir, eins og við, en þær skilja að á þessum tímum samþjöppunar heimsins og alþjóðlegra fjármálakerfa verða þeir, sem skyldir eru og svipuð eða sömu lífsviðhorf og menningu hafa, að standa saman og stilla sín kerfi og tæki saman með sameiginlega hagsmuni og öryggi fyrir augum. Í raun og veru er gjaldmiðill verkfæri eða tæki, sem ekkert hefur með þjóðerni að gera; Menn geta því gleymt öllum þjóðernistilfinningum og þjóðarmetnaði hér. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Eins og flestir vita, var Albert Einstein einn mesti stærðfræðingur, eðlisfræðingur og hugsuður síðustu aldar. Hann setti m.a. fram afstæðiskenninguna, og þegar hann var spurður, hvað afstæða væri, var svarið þetta: „Ef þú situr með fallegri stúlku í tvo tíma, er það eins og ein mínúta, en, ef þú situr á heitum ofni í eina mínútu, er það eins og tveir tímar.“ Það, sem ég vil fjalla um hér, er þó önnur og nokkru alvarlegri tilvitnun í Einstein: „Ef þú gerir sama hlutinn aftur og aftur og reiknar með breytilegri niðurstöðu, þá er það vitfirra.“Gengið fallið 40 sinnum Mér er sagt, að krónan hafi fallið 40 sinnum frá 1950. Þessi fjöldi er ekki aðalmálið, heldur þau vandræði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra – á stundum sá stórfelldi sársauki og kvöl – sem þessar sviptingar á gengi og verðgildi krónunnar hafa haft í för með sér fyrir flesta landsmenn, auk þeirra miklu vaxta, sem óstöðugri krónu hafa fylgt og þjakað hafa lántakendur og skuldara. Þrátt fyrir þetta – þrátt fyrir síðasta heljarstökkið 2008 og fárið, sem því fylgdi – er eins og stjórnendur gjaldmiðils- og peningamála á Íslandi hafi ekkert lært. Þeir gera það sama aftur og aftur í gjaldmiðilsmálum, halda krónunni úti með sama hætti, en virðast reikna með nýrri og betri útkomu í hverri nýrri tilraun. Þetta á við um stjórnendur Seðlabanka og stjórnendur landsins, hvert teymið á fætur öðru. Ef Einstein hefur á réttu að standa með kenningu sína, er þetta ekki góður vitnisburður eða dómur yfir stjórnendum þessa lands.Hvernig á ekki að leysa vandamál „Þú getur aldrei leyst vandamál með sömu hugsun og vandamálinu olli.“ Þetta er líka kenning, sem Einstein setti fram, og ég hygg, að flestir hljóti að sjá, að er rétt. Þessi sannindi hafa greinilega ekki náð til stjórnenda gjaldmiðilsmála á Íslandi. Þeir lemja höfðinu við steininn og ganga glaðbeittir fram á fundum og fullyrða: „Krónan bjargaði okkur úr hruninu.“ Sannleikurinn er auðvitað það andstæða; Það var krónan, sem kom okkur í hrunið. Ef við hefðum verið með evruna, í stað krónunnar, og í ESB, hefðum við aldrei lent í hruninu með þeim hætti, sem varð; Evrópski seðlabankinn og björgunarsjóðir Evrópu/ESB hefðu bjargað okkur frá því versta, eins og öllum öðrum ESB-löndum.Af hverju er krónan handónýt? Ég hef líkt krónunni við 30 tonna fiskibát á úthafi gengis-, gjaldeyris- og efnahagsmála, sem auðvitað hendist til og sveiflast upp og niður í þeim stormum, sem þar geisa, og flýtur alvarlega laskaður, í bezta falli, meðan evran er eins og 50.000 tonna hafskip, sem allt stendur af sér. Í Bergen í Noregi eru um 340.000 íbúar, sem lifa mikið á fiskveiðum og ferðamennsku. Gætu þeir verið með eigin gjaldmiðil? Gætu verið sautján gjaldmiðlar í Danmörku, en Danir eru sautján sinnum fleiri en við? Hvernig í ósköpunum eigum við, 340.000 manns, að geta haldið úti stöðugum og traustum gjaldmiðli, með lágmarksvöxtum, þegar meira að segja Þjóðverjar, með sitt ofursterka þýzka mark, ákváðu að styrkja sitt efnahagskerfi enn betur með upptöku evrunnar?Skilja þetta allir nema við? Allar aðrar smáþjóðir Evrópu, fjórtán talsins, hafa tekið upp evruna. Þetta eru allt stoltar og sjálfstæðar þjóðir, eins og við, en þær skilja að á þessum tímum samþjöppunar heimsins og alþjóðlegra fjármálakerfa verða þeir, sem skyldir eru og svipuð eða sömu lífsviðhorf og menningu hafa, að standa saman og stilla sín kerfi og tæki saman með sameiginlega hagsmuni og öryggi fyrir augum. Í raun og veru er gjaldmiðill verkfæri eða tæki, sem ekkert hefur með þjóðerni að gera; Menn geta því gleymt öllum þjóðernistilfinningum og þjóðarmetnaði hér. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun