Sex látnir og árásarmennirnir skotnir til bana í hryðjuverkaárás í London Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2017 03:00 Einn af árásarmönnunum. Vísir Sex eru látnir og fjölmargir eru særðir eftir að hryðjuverkaárás var framin í London rétt eftir klukkan tíu að staðartíma í gærkvöldi. Þrír meintir árásarmenn voru skotnir til baka af lögreglu. Þetta staðfesti lögregla rétt fyrir klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma. Telur lögregla að ekki hafi verið fleiri árásarmenn að verki. Ljóst er að hvítum sendiferðabíl var ekið á miklum hraða eftir London Bridge í miðbæ London upp á gangstétt á brúnni. Blaðamaður BBC sem varð vitni að atvikinu segir að bílnum hafi verið ekið á minnst fimm gangandi vegfarendur. Lögregla brást fljótt við og voru fyrstu sjúkrabílar mættir á svæðið aðeins örfáum mínútum eftir að útkallið barst. Skömmu síðar brást lögregla við útkalli vegna hnífstunguárásar í Borough Market, í grennd við brúnna þar sem fjölmargir barir og veitingastaðir eru staðsettir.Mynd af bílnum sem talið er að hafi verið ekið á gangandi vegfarendur.Vitni segja að minnst þrír menn hafi gengið um og inn á veitingastaði og stungið vegfarendur og aðra. Fjölmennt lið lögreglu brást við og var skotum hleypt af, að sögn lögreglu. Fjölmörg vitni segja jafnframt að árásarmennirnir hafi verið um borð í sendiferðabílnum sem ekið var á gangandi vegfarendur. Þeir hafi síðan stigið út um afturhlið bílsins og hafið árásina. Þetta hefur nú verið staðfest af lögreglu sem segir að hinir meintu árásarmenn hafi verið skotnir til bana aðeins átta mínútum eftir að útkall barst. Skömmu eftir miðnætti að staðartíma lýsti lögregla því yfir að hryðjuverk hafi verið framið. Lögregla leitaði þriggja aðila í tengslum við árásina en þegar þetta er skrifað hefur ekkert verið gefið út um handtökur. Fljótlega eftir að lögregla mætti á vettvangi staðfesti hún að fleiri en einn hafi látist í árásinni. Minnst 20 voru fluttir á sjúkrahús, en líklegt er að fleiri séu slasaðir.At 0025hrs 4/6/17 the incidents at #LondonBridge & #BoroughMarket were declared as terrorist incidents.— Metropolitan Police (@metpoliceuk) June 3, 2017 Er þetta þriðja hryðjuverkaárásin það sem af er ári í Bretlandi. Afar keimlík árás var framin í London þann 22. mars síðastliðinn þegar Khalid Masood ók bíl á gangandi vegfarendur á Westminster Bridge áður en hann stakk lögreglumann til bana. Masood var skotinn til bana af lögreglu. Fimm létust og 49 slösuðust í árásinni sem flokkuð hefur verið sem hryðjuverkaárás. Þá létust 23 og 116 slösuðust þegar Salman Abedi sprengdi sjálfan sig í loft upp í Manchester Arena tónleikahöllinni í Manchester þann 22. maí síðastliðinn skömmu eftir tónleika Ariönu Grande.Kjarni málsinsRétt eftir klukkan tíu að staðartíma í gækvöldi var sendiferðabíl ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í Lundúnum. Blaðamaður BBC sem varð vitni að atvikinu segir að bílnum hafi verið ekið af karlmanni og á miklum hraða upp á gangstétt.Stuttu seinna brást lögregla við útkalli í Borough Market, í grennd við London Bridge, vegna stunguárása. Mennirnir sem frömdu árásina við Borough Market voru um borð í bílnum sem ekið var á gangandi vegfaraendur á London Bridge.Lögregla fór einnig í útkall í Vauxhall, hverfi í suðvestur Lundúnum. Það reyndist ótengt árásunum á brúnni og í Borough Market.Lögregla hefur staðfest að minnst sex létust í árásinniÞrír meintir árásarmenn voru skotnir til bana af lögreglu.Lögregla hefur staðfest að atvikin eru rannsökuð sem hryðjuverk.Hér að ofan má sjá beina útsendingu Sky News. Þessi frétt er byggð á fréttum BBC, Guardian og Sky News. Þá má einnig sjá hér að neðan uppfærslur af tíðindum kvöldsins. Þeim hefur nú verið hætt í bili en bent er á ofangreindar fréttir breskra vefmiðla.
Sex eru látnir og fjölmargir eru særðir eftir að hryðjuverkaárás var framin í London rétt eftir klukkan tíu að staðartíma í gærkvöldi. Þrír meintir árásarmenn voru skotnir til baka af lögreglu. Þetta staðfesti lögregla rétt fyrir klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma. Telur lögregla að ekki hafi verið fleiri árásarmenn að verki. Ljóst er að hvítum sendiferðabíl var ekið á miklum hraða eftir London Bridge í miðbæ London upp á gangstétt á brúnni. Blaðamaður BBC sem varð vitni að atvikinu segir að bílnum hafi verið ekið á minnst fimm gangandi vegfarendur. Lögregla brást fljótt við og voru fyrstu sjúkrabílar mættir á svæðið aðeins örfáum mínútum eftir að útkallið barst. Skömmu síðar brást lögregla við útkalli vegna hnífstunguárásar í Borough Market, í grennd við brúnna þar sem fjölmargir barir og veitingastaðir eru staðsettir.Mynd af bílnum sem talið er að hafi verið ekið á gangandi vegfarendur.Vitni segja að minnst þrír menn hafi gengið um og inn á veitingastaði og stungið vegfarendur og aðra. Fjölmennt lið lögreglu brást við og var skotum hleypt af, að sögn lögreglu. Fjölmörg vitni segja jafnframt að árásarmennirnir hafi verið um borð í sendiferðabílnum sem ekið var á gangandi vegfarendur. Þeir hafi síðan stigið út um afturhlið bílsins og hafið árásina. Þetta hefur nú verið staðfest af lögreglu sem segir að hinir meintu árásarmenn hafi verið skotnir til bana aðeins átta mínútum eftir að útkall barst. Skömmu eftir miðnætti að staðartíma lýsti lögregla því yfir að hryðjuverk hafi verið framið. Lögregla leitaði þriggja aðila í tengslum við árásina en þegar þetta er skrifað hefur ekkert verið gefið út um handtökur. Fljótlega eftir að lögregla mætti á vettvangi staðfesti hún að fleiri en einn hafi látist í árásinni. Minnst 20 voru fluttir á sjúkrahús, en líklegt er að fleiri séu slasaðir.At 0025hrs 4/6/17 the incidents at #LondonBridge & #BoroughMarket were declared as terrorist incidents.— Metropolitan Police (@metpoliceuk) June 3, 2017 Er þetta þriðja hryðjuverkaárásin það sem af er ári í Bretlandi. Afar keimlík árás var framin í London þann 22. mars síðastliðinn þegar Khalid Masood ók bíl á gangandi vegfarendur á Westminster Bridge áður en hann stakk lögreglumann til bana. Masood var skotinn til bana af lögreglu. Fimm létust og 49 slösuðust í árásinni sem flokkuð hefur verið sem hryðjuverkaárás. Þá létust 23 og 116 slösuðust þegar Salman Abedi sprengdi sjálfan sig í loft upp í Manchester Arena tónleikahöllinni í Manchester þann 22. maí síðastliðinn skömmu eftir tónleika Ariönu Grande.Kjarni málsinsRétt eftir klukkan tíu að staðartíma í gækvöldi var sendiferðabíl ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í Lundúnum. Blaðamaður BBC sem varð vitni að atvikinu segir að bílnum hafi verið ekið af karlmanni og á miklum hraða upp á gangstétt.Stuttu seinna brást lögregla við útkalli í Borough Market, í grennd við London Bridge, vegna stunguárása. Mennirnir sem frömdu árásina við Borough Market voru um borð í bílnum sem ekið var á gangandi vegfaraendur á London Bridge.Lögregla fór einnig í útkall í Vauxhall, hverfi í suðvestur Lundúnum. Það reyndist ótengt árásunum á brúnni og í Borough Market.Lögregla hefur staðfest að minnst sex létust í árásinniÞrír meintir árásarmenn voru skotnir til bana af lögreglu.Lögregla hefur staðfest að atvikin eru rannsökuð sem hryðjuverk.Hér að ofan má sjá beina útsendingu Sky News. Þessi frétt er byggð á fréttum BBC, Guardian og Sky News. Þá má einnig sjá hér að neðan uppfærslur af tíðindum kvöldsins. Þeim hefur nú verið hætt í bili en bent er á ofangreindar fréttir breskra vefmiðla.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Íslendingar í London beðnir um að láta vita af sér Sendiráð Íslands í London biður Íslendinga sem staddir eru í London að láta aðstandendur vita af sér. 3. júní 2017 23:34 Lögregla telur að hryðjuverk hafi verið framið Lögreglan í London telur að atvikið þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur og hnífstunguárásir í grennd við brúnna hafi verið hryðjuverk. 4. júní 2017 00:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Íslendingar í London beðnir um að láta vita af sér Sendiráð Íslands í London biður Íslendinga sem staddir eru í London að láta aðstandendur vita af sér. 3. júní 2017 23:34
Lögregla telur að hryðjuverk hafi verið framið Lögreglan í London telur að atvikið þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur og hnífstunguárásir í grennd við brúnna hafi verið hryðjuverk. 4. júní 2017 00:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent