Velta Costco meiri en Bónuss Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. júní 2017 08:45 Upplýsingar benda til þess að veltan í Costco hafi verið meiri en í verslunum Bónuss samanlagt fyrstu dagana eftir opnun Costco. vísir/anton brink Vísbendingar eru um að velta í Costco hafi verið meiri en velta Bónuss fyrstu daga eftir opnun verslunarinnar, samkvæmt tölum Meniga. Þær upplýsingar byggja á kortaveltu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var veltan í Costco 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði á fyrstu dögum eftir opnun en markaðshlutdeild Bónuss var 28 prósent. Meniga hefur ekki viljað gera tölurnar opinberar í ljósi þess að enn á eftir að fullvinna upplýsingarnar. Þetta er mun meiri markaðshlutdeild en keppinautar Bónuss og Krónunnar á markaðnum hafa hingað til haft. Tölurnar eru eftirtektarverðar í ljósi þess að Bónus rekur 32 verslanir um allt land, þar af 20 á höfuðborgarsvæðinu. Costco rekur hins vegar eina verslun í Kauptúni í Garðabæ. Á hinn bóginn selur Costco meira en bara dagvöru. Það eru oft vörur sem kosta tugi þúsunda. Verslanirnar eru því ekki að öllu leyti sambærilegar. Tölurnar benda engu að síður til aukinnar samkeppni á dagvörumarkaði með opnun Costco. Samkeppniseftirlitið gaf út skýrslu um samkeppni á dagvörumarkaði árið 2015. Þar er vakin athygli á að ójöfn kjör verslana hjá birgjum kynnu að hindra samkeppni á lágvöruverðsmarkaði. Nokkrir nýir aðilar hafi náð að hasla sér völl á dagvörumarkaði og samkeppni því aukist. Þar er vísað til þess að verslanakeðjan 10-11 var seld frá Högum árið 2011 og til varð sjálfstæð eining sem sameinaðist síðan Iceland verslununum. Að auki voru verslanirnar Kostur og Víðir settar á fót. „Ef umræddar verslanir (og hugsanlega fleiri keppinautar) eiga að hafa raunhæfa möguleika á að hasla sér völl á lágvörumarkaði fyrir dagvörur er nauðsynlegt að birgjar jafni kjör verslana nema þeir geti sýnt fram á að hlutlægar ástæður réttlæti mismunandi kjör. Að mati Samkeppniseftirlitsins er mikið verk óunnið í þessu sambandi,“ segir í skýrslunni. Fullyrt var í Viðskiptablaðinu í gær að Hagar hefðu sent íslenskum framleiðendum skilaboð um að ef þeir hygðust selja vörur sínar í Costco yrðu þær teknar úr hillum Bónuss og Hagkaupa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir þessar fullyrðingar vera rógburð. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Sjá meira
Vísbendingar eru um að velta í Costco hafi verið meiri en velta Bónuss fyrstu daga eftir opnun verslunarinnar, samkvæmt tölum Meniga. Þær upplýsingar byggja á kortaveltu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var veltan í Costco 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði á fyrstu dögum eftir opnun en markaðshlutdeild Bónuss var 28 prósent. Meniga hefur ekki viljað gera tölurnar opinberar í ljósi þess að enn á eftir að fullvinna upplýsingarnar. Þetta er mun meiri markaðshlutdeild en keppinautar Bónuss og Krónunnar á markaðnum hafa hingað til haft. Tölurnar eru eftirtektarverðar í ljósi þess að Bónus rekur 32 verslanir um allt land, þar af 20 á höfuðborgarsvæðinu. Costco rekur hins vegar eina verslun í Kauptúni í Garðabæ. Á hinn bóginn selur Costco meira en bara dagvöru. Það eru oft vörur sem kosta tugi þúsunda. Verslanirnar eru því ekki að öllu leyti sambærilegar. Tölurnar benda engu að síður til aukinnar samkeppni á dagvörumarkaði með opnun Costco. Samkeppniseftirlitið gaf út skýrslu um samkeppni á dagvörumarkaði árið 2015. Þar er vakin athygli á að ójöfn kjör verslana hjá birgjum kynnu að hindra samkeppni á lágvöruverðsmarkaði. Nokkrir nýir aðilar hafi náð að hasla sér völl á dagvörumarkaði og samkeppni því aukist. Þar er vísað til þess að verslanakeðjan 10-11 var seld frá Högum árið 2011 og til varð sjálfstæð eining sem sameinaðist síðan Iceland verslununum. Að auki voru verslanirnar Kostur og Víðir settar á fót. „Ef umræddar verslanir (og hugsanlega fleiri keppinautar) eiga að hafa raunhæfa möguleika á að hasla sér völl á lágvörumarkaði fyrir dagvörur er nauðsynlegt að birgjar jafni kjör verslana nema þeir geti sýnt fram á að hlutlægar ástæður réttlæti mismunandi kjör. Að mati Samkeppniseftirlitsins er mikið verk óunnið í þessu sambandi,“ segir í skýrslunni. Fullyrt var í Viðskiptablaðinu í gær að Hagar hefðu sent íslenskum framleiðendum skilaboð um að ef þeir hygðust selja vörur sínar í Costco yrðu þær teknar úr hillum Bónuss og Hagkaupa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir þessar fullyrðingar vera rógburð.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Sjá meira