Sakaðir um kúgun: „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júní 2017 10:21 Forstjóri Haga segir að þeir sem telja sig hafa orðið fyrir viðlíka kúgunum og Hagar eru sakaðir um skuli snúa sér til Samkeppniseftirlitsins milliliðalaust. Vísir Finnur Árnason, forstjóri Haga og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, vísa því algjörlega á bug að íslenskir framleiðendur hafi fengið skilaboð frá Högum um að ef þeir hyggist selja vörur sínar í nýrri verslun Costco í Kauptúni verði þeim kippt úr hillum Bónuss og Hagkaupa.Viðskiptablaðið fullyrðir þetta í dag eftir nafnlausum heimildarmönnum sem segja eigendur rótgróinna fyrirtækja vera uggandi yfir stöðunni sem nú er uppi á íslenskum smásölumarkaði. Í frétt VB er greint frá því að Hagar hafi tekið því fálega þegar Costco bauð íslenskum matvælaframleiðanda að selja vörur sínar í versluninni. Eftir að boð Costco spurðist út hafi fyrirtækinu borist símtal frá Högum þar sem forsvarsmönnum þess var tjáð að ef vörurnar yrðu seldar í Costco myndu þær ekki verða seldar í verslunum Haga.Sjá einnig: Finnst ómálefnalegt að tala um okur og glæpamenn í tengslum við verðlag í CostcoLögbrot, ósannindi og rógurFinnur segir þetta fjarri sannleikanum. „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur. Ef einhver framleiðandi, matvælaframleiðandi á Íslandi, telur sig hafa orðið fyrir einhverju svona í okkar samskiptum þá á hann bara að snúa sér til Samkeppniseftirlitsins milliliðalaust,“ segir Finnur í samtali við Vísi. „Það er fráleitt að samskipti okkar við birgja séu með þessum hætti. Ég er eiginlega orðlaus.“Röðin við Costco um klukkan 10 í morgun. Tíu dagar eru liðnir frá opnun verslunarinnar.Vísir/KTDGæti hafa verið einhver misskilingur í samskiptum Haga við íslenska framleiðendur? „Það er enginn misskilningur í þessari frétt. Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur,“ segir Finnur. „Þetta er lögbrot sem er verið að saka okkur um. Ef einhver telur sig hafa orðið fyrir þessu þá er einföld leið að snúa sér til Samkeppniseftirlitsins.“Selja það sem selst Guðmundur hjá Bónus segir í samtali við Vísi að verslanir sínar muni aldrei, og hafi aldrei, tekið vörur úr sölu sem hafi selst vel - þó svo að þær séu einnig seldar hjá keppinautum keðjunnar. Því sé fjarri sannleikanum að til standi að kippa vörum sem seldar séu í Costco úr hillum Bónuss. Rótgróin fyrirtæki eru að sama skapi sögð í VB í öngum sínum yfir því að Costco skuli selja vörur sem fáist víða á Íslandi, þar með taldar matvörur, undir kostnaðarverði. Það geti bandaríski smásölurisinn gert því hann sé ekki í markaðsráðandi stöðu á Íslandi. Einn forsvarsmanna íslenskrar verslunar sagði í samtali við VB að Costco væri augljóslega að gera þetta til þess að fá neytendur inn í verslunina og kaupa vörur eða vörumerki, sem ekki væru fáanlegar í öðrum verslunum hérlendis. Álagningin á þær vörur væri auðvitað nokkur. Costco Tengdar fréttir Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56 Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Formaður Samtaka verslunar og þjónustu vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. 28. maí 2017 12:54 Finnst ómálefnalegt að tala um okur og glæpamenn í tengslum við verðlag í Costco Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar komu Costco hingað til lands og þar með aukinni samkeppni en kallar eftir málefnalegri umræðu um verð og verðlag í íslenskum verslunum. 31. maí 2017 20:42 Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Sjá meira
Finnur Árnason, forstjóri Haga og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, vísa því algjörlega á bug að íslenskir framleiðendur hafi fengið skilaboð frá Högum um að ef þeir hyggist selja vörur sínar í nýrri verslun Costco í Kauptúni verði þeim kippt úr hillum Bónuss og Hagkaupa.Viðskiptablaðið fullyrðir þetta í dag eftir nafnlausum heimildarmönnum sem segja eigendur rótgróinna fyrirtækja vera uggandi yfir stöðunni sem nú er uppi á íslenskum smásölumarkaði. Í frétt VB er greint frá því að Hagar hafi tekið því fálega þegar Costco bauð íslenskum matvælaframleiðanda að selja vörur sínar í versluninni. Eftir að boð Costco spurðist út hafi fyrirtækinu borist símtal frá Högum þar sem forsvarsmönnum þess var tjáð að ef vörurnar yrðu seldar í Costco myndu þær ekki verða seldar í verslunum Haga.Sjá einnig: Finnst ómálefnalegt að tala um okur og glæpamenn í tengslum við verðlag í CostcoLögbrot, ósannindi og rógurFinnur segir þetta fjarri sannleikanum. „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur. Ef einhver framleiðandi, matvælaframleiðandi á Íslandi, telur sig hafa orðið fyrir einhverju svona í okkar samskiptum þá á hann bara að snúa sér til Samkeppniseftirlitsins milliliðalaust,“ segir Finnur í samtali við Vísi. „Það er fráleitt að samskipti okkar við birgja séu með þessum hætti. Ég er eiginlega orðlaus.“Röðin við Costco um klukkan 10 í morgun. Tíu dagar eru liðnir frá opnun verslunarinnar.Vísir/KTDGæti hafa verið einhver misskilingur í samskiptum Haga við íslenska framleiðendur? „Það er enginn misskilningur í þessari frétt. Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur,“ segir Finnur. „Þetta er lögbrot sem er verið að saka okkur um. Ef einhver telur sig hafa orðið fyrir þessu þá er einföld leið að snúa sér til Samkeppniseftirlitsins.“Selja það sem selst Guðmundur hjá Bónus segir í samtali við Vísi að verslanir sínar muni aldrei, og hafi aldrei, tekið vörur úr sölu sem hafi selst vel - þó svo að þær séu einnig seldar hjá keppinautum keðjunnar. Því sé fjarri sannleikanum að til standi að kippa vörum sem seldar séu í Costco úr hillum Bónuss. Rótgróin fyrirtæki eru að sama skapi sögð í VB í öngum sínum yfir því að Costco skuli selja vörur sem fáist víða á Íslandi, þar með taldar matvörur, undir kostnaðarverði. Það geti bandaríski smásölurisinn gert því hann sé ekki í markaðsráðandi stöðu á Íslandi. Einn forsvarsmanna íslenskrar verslunar sagði í samtali við VB að Costco væri augljóslega að gera þetta til þess að fá neytendur inn í verslunina og kaupa vörur eða vörumerki, sem ekki væru fáanlegar í öðrum verslunum hérlendis. Álagningin á þær vörur væri auðvitað nokkur.
Costco Tengdar fréttir Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56 Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Formaður Samtaka verslunar og þjónustu vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. 28. maí 2017 12:54 Finnst ómálefnalegt að tala um okur og glæpamenn í tengslum við verðlag í Costco Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar komu Costco hingað til lands og þar með aukinni samkeppni en kallar eftir málefnalegri umræðu um verð og verðlag í íslenskum verslunum. 31. maí 2017 20:42 Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Sjá meira
Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56
Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Formaður Samtaka verslunar og þjónustu vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. 28. maí 2017 12:54
Finnst ómálefnalegt að tala um okur og glæpamenn í tengslum við verðlag í Costco Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar komu Costco hingað til lands og þar með aukinni samkeppni en kallar eftir málefnalegri umræðu um verð og verðlag í íslenskum verslunum. 31. maí 2017 20:42
Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26