Aron Rafn Eðvarðsson átti frábæran leik í marki Íslands gegn Úkraínu í Laugardalshöll í kvöld.
Aron fékk tækifærið í byrjunarliði Íslands í kvöld og nýtti það heldur betur en hann varði 15 skot í leiknum.
„Þetta var mjög skemmtilegt, mjög góður og mikilvægur sigur. Við vissum allir hvað þessi leikur þýddi, þetta var bara „to do - or die“. Bara „ go big or go home“, sagði Aron Rafn.
„Það var bara mjög skemmtileg að byrja og ég bjóst kannski svona alveg smá við því eftir leikinn á móti Tékkum úti, mér fannst ég alveg standa mig vel, datt kannski niður í svona 10 mínútna kafla þar, alveg eins og í dag. Bjöggi er náttúrulega frábær markmaður og hann hefði alveg getað byrjað leikinn í kvöld en ég var alltaf klár alveg sama hvað,“ sagði Aron Rafn.
Aron Rafn segir hann og Björgvin vera góða félaga sem að styðja hvorn annan.
„Hann var að gefa mér góð ráð fyrir leikinn og mér fannst ég fara bara ágætlega eftir þeim og bara flott að vinna saman í þessu,“ segir Aron Rafn og brosir.
