Ómar Ingi: Þurfum að laga smáatriðin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júní 2017 15:00 Ómar Ingi hefur sig til flugs á æfingu landsliðsins. vísir/ernir Ómar Ingi Magnússon átti ágæta innkomu þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði fyrir því tékkneska í undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn. Hann skoraði eitt mark og gaf nokkrar stoðsendingar á félaga sína. Ómar Ingi og félagar hans í íslenska liðinu fá tækifæri til að tryggja sér sæti á EM þegar þeir mæta Úkraínu í kvöld. Sigur kemur Íslandi á EM en jafntefli eða tap þýðir að strákarnir sitja eftir með sárt ennið. En hvernig leggst leikurinn í Ómar Inga? „Bara vel. Við þurfum að sjálfsögðu að gera hlutina aðeins betur, sérstaklega nýta skotin okkar betur. Við fengum fín færi í síðasta leik sem við þurfum að nýta betur. Þá gengur sóknin sjálfsagt betur,“ sagði Selfyssingurinn í samtali við Vísi. „Það voru margir fínir hlutir í síðasta leik. Við þurfum að bæta ofan á það og laga smáatriðin.“ Ómar Ingi kvaðst nokkuð sáttur með sína innkomu gegn Tékkum. „Þetta gekk bara þokkalega. Þetta er alltaf gaman, að koma inn á og berjast. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Ómar Ingi sem var að klára sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður. Hann lék með Aarhus í dönsku úrvalsdeildinni í vetur og komst vel frá sínu. En er mikill munur á dönsku og íslensku deildinni? „Að sjálfsögðu. Það er auðvitað betri handbolti þar. Ég er ánægður með áskorunina og klár í næsta tímabil,“ sagði Ómar Ingi. „Hvert lið er kannski með 3-4 betri leikmenn að meðaltali. Það er smá klassamunur á heildina litið.“ En telur Ómar Ingi að hann sé mikið betri leikmaður í dag en áður en hann fór út í atvinnumennskuna? „Ég tel mig hafa bætt mig eitthvað. Maður reynir að bæta sig á hverjum degi og það skilar sér á endanum,“ sagði Ómar Ingi sem leikur sinn sautjánda A-landsleik í kvöld. Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 27-24 | Strákarnir sjálfum sér verstir í Tékklandi EM-draumur strákanna okkar er svo gott sem dáinn eftir grátlegt tap gegn Tékkum ytra. Ísland átti möguleika að fá að minnsta kosti stig úr leiknum en fór hrikalega illa að ráði sínu. 14. júní 2017 18:00 Ýmir kemur inn fyrir Gunnar Stein Geir Sveinsson gerir eina breytingu á íslenska landsliðinu sem mætir Úkraínu í undankeppni EM 2018 í kvöld. 18. júní 2017 13:56 Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30 Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Aron: Eigum harma að hefna Aron Pálmarsson segir að leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að vinna það úkraínska í kvöld og tryggja sér þar með sæti á EM. 18. júní 2017 12:39 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon átti ágæta innkomu þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði fyrir því tékkneska í undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn. Hann skoraði eitt mark og gaf nokkrar stoðsendingar á félaga sína. Ómar Ingi og félagar hans í íslenska liðinu fá tækifæri til að tryggja sér sæti á EM þegar þeir mæta Úkraínu í kvöld. Sigur kemur Íslandi á EM en jafntefli eða tap þýðir að strákarnir sitja eftir með sárt ennið. En hvernig leggst leikurinn í Ómar Inga? „Bara vel. Við þurfum að sjálfsögðu að gera hlutina aðeins betur, sérstaklega nýta skotin okkar betur. Við fengum fín færi í síðasta leik sem við þurfum að nýta betur. Þá gengur sóknin sjálfsagt betur,“ sagði Selfyssingurinn í samtali við Vísi. „Það voru margir fínir hlutir í síðasta leik. Við þurfum að bæta ofan á það og laga smáatriðin.“ Ómar Ingi kvaðst nokkuð sáttur með sína innkomu gegn Tékkum. „Þetta gekk bara þokkalega. Þetta er alltaf gaman, að koma inn á og berjast. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Ómar Ingi sem var að klára sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður. Hann lék með Aarhus í dönsku úrvalsdeildinni í vetur og komst vel frá sínu. En er mikill munur á dönsku og íslensku deildinni? „Að sjálfsögðu. Það er auðvitað betri handbolti þar. Ég er ánægður með áskorunina og klár í næsta tímabil,“ sagði Ómar Ingi. „Hvert lið er kannski með 3-4 betri leikmenn að meðaltali. Það er smá klassamunur á heildina litið.“ En telur Ómar Ingi að hann sé mikið betri leikmaður í dag en áður en hann fór út í atvinnumennskuna? „Ég tel mig hafa bætt mig eitthvað. Maður reynir að bæta sig á hverjum degi og það skilar sér á endanum,“ sagði Ómar Ingi sem leikur sinn sautjánda A-landsleik í kvöld. Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 27-24 | Strákarnir sjálfum sér verstir í Tékklandi EM-draumur strákanna okkar er svo gott sem dáinn eftir grátlegt tap gegn Tékkum ytra. Ísland átti möguleika að fá að minnsta kosti stig úr leiknum en fór hrikalega illa að ráði sínu. 14. júní 2017 18:00 Ýmir kemur inn fyrir Gunnar Stein Geir Sveinsson gerir eina breytingu á íslenska landsliðinu sem mætir Úkraínu í undankeppni EM 2018 í kvöld. 18. júní 2017 13:56 Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30 Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Aron: Eigum harma að hefna Aron Pálmarsson segir að leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að vinna það úkraínska í kvöld og tryggja sér þar með sæti á EM. 18. júní 2017 12:39 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ Sjá meira
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 27-24 | Strákarnir sjálfum sér verstir í Tékklandi EM-draumur strákanna okkar er svo gott sem dáinn eftir grátlegt tap gegn Tékkum ytra. Ísland átti möguleika að fá að minnsta kosti stig úr leiknum en fór hrikalega illa að ráði sínu. 14. júní 2017 18:00
Ýmir kemur inn fyrir Gunnar Stein Geir Sveinsson gerir eina breytingu á íslenska landsliðinu sem mætir Úkraínu í undankeppni EM 2018 í kvöld. 18. júní 2017 13:56
Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30
Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00
Aron: Eigum harma að hefna Aron Pálmarsson segir að leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að vinna það úkraínska í kvöld og tryggja sér þar með sæti á EM. 18. júní 2017 12:39