Umfjöllun: Ísland - Úkraína 34-26 | Strákarnir komnir á tíunda Evrópumótið í röð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. júní 2017 20:15 Íslensku strákarnir fagna í leikslok. vísir/anton Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslendingar eru því á leið á tíunda Evrópumótið í röð en strákarnir hafa verið með á öllum Evrópumótum frá árinu 2000.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalshöllinni í kvöld og tók myndirnar sem má sjá hér að neðan. Sóknarleikurinn var slakur í tapinu fyrir Tékkum á miðvikudaginn en það var allt annað uppi á teningnum í kvöld. Sóknin gekk smurt og þá skoraði íslenska liðið mörg mörk eftir hraðar sóknir. Guðjón Valur Sigurðsson fór þar fremstur í flokki en fyrirliðinn minnti okkur í kvöld enn og aftur á hversu einstakur leikmaður hann er. Guðjón Valur var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Aron Rafn Eðvarðsson hóf leikinn í markinu í stað Björgvins Pál Gústavssonar og Hafnfirðingurinn átti skínandi góðan leik og varði 15 skot. Íslendingar náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum en gekk erfiðlega að slíta ólseiga Úkraínumenn af sér. Góður kafli undir lok fyrri hálfleiks þýddi hins vegar að staðan í hálfleik var 18-13, Íslandi í vil. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Íslensku strákarnir náðu góðu forskoti sem þeir létu ekki af hendi. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 34-26. Alls komust 10 Íslendingar á blað í leiknum í kvöld. Guðjón Valur var sem áður sagði markahæstur með átta mörk. Ólafur Guðmundsson skoraði fimm mörk líkt og Aron Pálmarsson. Auk þess dældi Aron út stoðsendingum eins og honum er einum lagið. Rúnar Kárason, Arnar Freyr Arnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu allir fjögur mörk og þeir tveir síðastnefndu voru auk þess öflugir í vörninni. Ísland endaði í 3. sæti riðils 4 en fer áfram sem liðið með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sjö í undankeppninni.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8/3, Ólafur Guðmundsson 5, Aron Pálmarsson 5, Rúnar Kárason 4, Arnar Freyr Arnarsson 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 4, Ómar Ingi Magnússon, Arnór Þór Gunnarsson, Bjarki Már Gunnarsson 1, Janus Daði Smárason 1.Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 15.vísir/antonvísir/antonvísir/anton
Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslendingar eru því á leið á tíunda Evrópumótið í röð en strákarnir hafa verið með á öllum Evrópumótum frá árinu 2000.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalshöllinni í kvöld og tók myndirnar sem má sjá hér að neðan. Sóknarleikurinn var slakur í tapinu fyrir Tékkum á miðvikudaginn en það var allt annað uppi á teningnum í kvöld. Sóknin gekk smurt og þá skoraði íslenska liðið mörg mörk eftir hraðar sóknir. Guðjón Valur Sigurðsson fór þar fremstur í flokki en fyrirliðinn minnti okkur í kvöld enn og aftur á hversu einstakur leikmaður hann er. Guðjón Valur var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Aron Rafn Eðvarðsson hóf leikinn í markinu í stað Björgvins Pál Gústavssonar og Hafnfirðingurinn átti skínandi góðan leik og varði 15 skot. Íslendingar náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum en gekk erfiðlega að slíta ólseiga Úkraínumenn af sér. Góður kafli undir lok fyrri hálfleiks þýddi hins vegar að staðan í hálfleik var 18-13, Íslandi í vil. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Íslensku strákarnir náðu góðu forskoti sem þeir létu ekki af hendi. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 34-26. Alls komust 10 Íslendingar á blað í leiknum í kvöld. Guðjón Valur var sem áður sagði markahæstur með átta mörk. Ólafur Guðmundsson skoraði fimm mörk líkt og Aron Pálmarsson. Auk þess dældi Aron út stoðsendingum eins og honum er einum lagið. Rúnar Kárason, Arnar Freyr Arnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu allir fjögur mörk og þeir tveir síðastnefndu voru auk þess öflugir í vörninni. Ísland endaði í 3. sæti riðils 4 en fer áfram sem liðið með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sjö í undankeppninni.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8/3, Ólafur Guðmundsson 5, Aron Pálmarsson 5, Rúnar Kárason 4, Arnar Freyr Arnarsson 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 4, Ómar Ingi Magnússon, Arnór Þór Gunnarsson, Bjarki Már Gunnarsson 1, Janus Daði Smárason 1.Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 15.vísir/antonvísir/antonvísir/anton
EM 2018 í handbolta Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira