Janus Daði: Verð að nýta plássið sem ég fæ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2017 18:30 Janus var öflugur í síðasta leik. vísir/epa Janus Daði Smárason átti afar góða innkomu í leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn var. Janus skoraði þrjú mörk í röð um miðjan seinni hálfleikinn og kom íslenska liðinu aftur inn í leikinn. Á endanum unnu Tékkar þó þriggja marka sigur, 27-24. Þrátt fyrir tapið á miðvikudaginn eru strákarnir okkar aðeins einum sigri á Úkraínu frá því að tryggja sig inn á tíunda Evrópumótið í röð.Langar að sýna hvað þeir geta „Mér finnst við hafa alla burði til að vinna. Við erum hundsvekktir með niðurstöðu síðasta leiks og langar að sýna hvað við getum,“ sagði Janus í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í Laugardalshöllinni í gær. En hvað þarf Ísland gera betur í leiknum annað kvöld en það gerði í leiknum gegn Tékkum? „Við klikkuðum á hroðalega mörgum skotum. Svo þurfum við að mæta meira klárir í þennan leik og við eigum helling inni hvað hugarfarið varðar. Nú erum við á heimavelli og þetta eru aðstæðurnar sem við nærumst í.“Aron dregur mikið til sín Janus segir að þegar hann spili með Aroni Pálmarssyni fyrir utan opnist mikið pláss fyrir hann sem hann þurfi að nýta. „Þetta eru stórir og þungir gæjar. Aron dregur mikið til sín og þá fæ ég hellings pláss. Ég verð bara að nýta það. Þess vegna er ég valinn. Ég hlakka til að spila,“ sagði Janus sem varð danskur meistari með Aalborg í vor eftir að hafa gengið í raðir liðsins eftir HM í Frakklandi. Hann segir að það hafi verið gott að koma inn í lið Aalborg.Þægileg aðlögun „Ég var fljótur að koma mér vel fyrir. Þetta er ungt lið. Ég var með Arnór [Atlason] og Stefán [Rafn Sigurmannsson] með mér og Aron [Kristjánsson] er þarna líka,“ sagði Janus. „Þetta var voða upplagt. Ef ég ætlaði að fara eitthvert á miðju tímabili var það til Danmerkur þar sem ég hef tungumálið,“ bætti Janus við en hann var búsettur í Danmörku um tíma áður en hann kom til Íslands 2014 og gekk til liðs við Hauka. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30 Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Sjá meira
Janus Daði Smárason átti afar góða innkomu í leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn var. Janus skoraði þrjú mörk í röð um miðjan seinni hálfleikinn og kom íslenska liðinu aftur inn í leikinn. Á endanum unnu Tékkar þó þriggja marka sigur, 27-24. Þrátt fyrir tapið á miðvikudaginn eru strákarnir okkar aðeins einum sigri á Úkraínu frá því að tryggja sig inn á tíunda Evrópumótið í röð.Langar að sýna hvað þeir geta „Mér finnst við hafa alla burði til að vinna. Við erum hundsvekktir með niðurstöðu síðasta leiks og langar að sýna hvað við getum,“ sagði Janus í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í Laugardalshöllinni í gær. En hvað þarf Ísland gera betur í leiknum annað kvöld en það gerði í leiknum gegn Tékkum? „Við klikkuðum á hroðalega mörgum skotum. Svo þurfum við að mæta meira klárir í þennan leik og við eigum helling inni hvað hugarfarið varðar. Nú erum við á heimavelli og þetta eru aðstæðurnar sem við nærumst í.“Aron dregur mikið til sín Janus segir að þegar hann spili með Aroni Pálmarssyni fyrir utan opnist mikið pláss fyrir hann sem hann þurfi að nýta. „Þetta eru stórir og þungir gæjar. Aron dregur mikið til sín og þá fæ ég hellings pláss. Ég verð bara að nýta það. Þess vegna er ég valinn. Ég hlakka til að spila,“ sagði Janus sem varð danskur meistari með Aalborg í vor eftir að hafa gengið í raðir liðsins eftir HM í Frakklandi. Hann segir að það hafi verið gott að koma inn í lið Aalborg.Þægileg aðlögun „Ég var fljótur að koma mér vel fyrir. Þetta er ungt lið. Ég var með Arnór [Atlason] og Stefán [Rafn Sigurmannsson] með mér og Aron [Kristjánsson] er þarna líka,“ sagði Janus. „Þetta var voða upplagt. Ef ég ætlaði að fara eitthvert á miðju tímabili var það til Danmerkur þar sem ég hef tungumálið,“ bætti Janus við en hann var búsettur í Danmörku um tíma áður en hann kom til Íslands 2014 og gekk til liðs við Hauka.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30 Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Sjá meira
Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30
Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00