Enski boltinn

Theo Walcott á Secret Solstice | Sá Agent Fresco spila

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Egill og Walcott í góðum gír.
Egill og Walcott í góðum gír.
Theo Walcott, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, er staddur á Íslandi.

Walcott er núna í Laugardalnum þar sem tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram.

Walcott gerði sér m.a. ferð á Valbjarnarvöll til að sjá íslensku sveitina Agent Fresco.

Plötusnúðurinn Egill Birgisson kom auga á Walcott og fékk að sjálfsögðu mynd af sér með þessum fótfráa leikmanni.

Walcott er ekki fyrsti leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem sækir Ísland heim en fyrr í sumar ferðaðist Juan Mata, leikmaður Manchester United, um landið.

Þá kíkti Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, einnig á klakann á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×