Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 20:59 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Bandarískur maður sem gegndi stöðu lobbíista eða svokallaðs hagsmunafulltrúa fyrir rússnesk stjórnvöld, hefur staðfest að hann hafi hitt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í tveimur kvöldverðum í fyrra á meðan kosningabarátta stóð yfir. Sessions mætti fyrir þingnefnd síðastliðinn þriðjudag og sagði undir eiðstaf að hann hefði ekki hitt eða átt í neinum samskiptum við hagsmunaaðila tengda rússneskum stjórnvöldum á meðan kosningabaráttunni stóð. Því er ljóst að Sessions virðist hafa sagt ósatt í svörum sínum til þingnefndarinnar. Í samtali við Guardian staðfestir umræddur lobbíisti, Richard Burt, að hann hafi átt kvöldverð með forsvarsmönnum Repúblikanaflokksins í utanríkismálum og Sessions sem þá var þingmaður. Spurður segir Burt að hann sé ekki viss hvort að Sessions hafi áttað sig á stöðu hans þegar að fundirnir áttu sér stað. Fjölmiðlar vestanhafs fjölluðu á sínum tíma um það að Burt aðstoðaði Trump við að semja mikilvæga ræðu tengda utanríkismálum og að hann hafi af því tilefni átt þessa tvo umræddu kvöldverðarfundi. James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sagði á fundi sínum með þingnefnd í síðustu viku að hann hefði vitað af því að Sessions yrði líklega að segja sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum, sem Sessions gerði í mars síðastliðnum. Comey vildi ekki fara út í smáatriði málsins á opinberum vettvangi. Greint var frá því í gær að Robert S. Mueller III, sérstaki saksóknarinn sem fer með rannsókn á tengslum Rússa við kosningateymi Trump og afskipti þeirra af kosningunum, hefði hafist handa við að rannsaka hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar í málinu þegar hann rak Comey. Talið er víst að hann muni nú vilja fá að heyra í Burt en ekki er ljóst hvort að Sessions hafi vísvitandi logið til um samskipti sín við hann eða hvort hann hafi hreinlega ekki áttað sig á tengslum hans við rússnesk yfirvöld. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26 Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Bandarískur maður sem gegndi stöðu lobbíista eða svokallaðs hagsmunafulltrúa fyrir rússnesk stjórnvöld, hefur staðfest að hann hafi hitt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í tveimur kvöldverðum í fyrra á meðan kosningabarátta stóð yfir. Sessions mætti fyrir þingnefnd síðastliðinn þriðjudag og sagði undir eiðstaf að hann hefði ekki hitt eða átt í neinum samskiptum við hagsmunaaðila tengda rússneskum stjórnvöldum á meðan kosningabaráttunni stóð. Því er ljóst að Sessions virðist hafa sagt ósatt í svörum sínum til þingnefndarinnar. Í samtali við Guardian staðfestir umræddur lobbíisti, Richard Burt, að hann hafi átt kvöldverð með forsvarsmönnum Repúblikanaflokksins í utanríkismálum og Sessions sem þá var þingmaður. Spurður segir Burt að hann sé ekki viss hvort að Sessions hafi áttað sig á stöðu hans þegar að fundirnir áttu sér stað. Fjölmiðlar vestanhafs fjölluðu á sínum tíma um það að Burt aðstoðaði Trump við að semja mikilvæga ræðu tengda utanríkismálum og að hann hafi af því tilefni átt þessa tvo umræddu kvöldverðarfundi. James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sagði á fundi sínum með þingnefnd í síðustu viku að hann hefði vitað af því að Sessions yrði líklega að segja sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum, sem Sessions gerði í mars síðastliðnum. Comey vildi ekki fara út í smáatriði málsins á opinberum vettvangi. Greint var frá því í gær að Robert S. Mueller III, sérstaki saksóknarinn sem fer með rannsókn á tengslum Rússa við kosningateymi Trump og afskipti þeirra af kosningunum, hefði hafist handa við að rannsaka hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar í málinu þegar hann rak Comey. Talið er víst að hann muni nú vilja fá að heyra í Burt en ekki er ljóst hvort að Sessions hafi vísvitandi logið til um samskipti sín við hann eða hvort hann hafi hreinlega ekki áttað sig á tengslum hans við rússnesk yfirvöld.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26 Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26
Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50