Lýsir ástandinu í Grenfell-turni eins og einhverju úr hryllingsmynd Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. júní 2017 20:29 Íbúi í Grenfell-turni greinir frá sinni upplifun af eldsvoðanum í Lundúnum. Sjónarvottar lýstu því sem fyrir augum bar, þegar Grenfell-turninn í Lundúnum stóð í ljósum logum, fyrir breskum fjölmiðlum í dag. Íbúi turnsins, Mickey, segist hafa verið í svefnrofunum þegar hann fann skyndilega lykt af brenndu plasti. Lyktin hafi vakið með honum grunsemdir sem urðu honum, kærustu hans og barni til lífs því hún varð til þess að hann fór á fætur. Hann gekk fram í stofu og leitaði eftir skemmdum á innstungum og fann ekkert. Það var ekki fyrr en hann leit út um gluggann sem hann heyrði ópin í fólkinu fyrir utan og í kjölfarið leit hann út um op á útidyrahurðinni og sá að eldur hafði borist inn um stigaganginn. Hann sótti kærustu sína og barn í flýti og kom þeim út úr turninum. Þegar út var komið sá hann hversu slæmt ástandið virkilega var og lýsti Mickey upplifuninni eins og „einhverju úr hryllingsmynd“.Eldsvoðinn í Grenfell-turni í Lundúnum.Vísir/gettyBáðu vegfarendur um að grípa börnin sín Tamara býr í námunda við hverfið. Hún og bróðir hennar fylgdust skelfingu lostin af götunni með þróun eldsins. Hún lýsti því fyrir breskum fjölmiðlum hvernig þau fylgdust með fólki hrópa út um gluggana eftir hjálp og sáu eldinn í kjölfarið ná til þeirra. Tamara minnist neyðarópa fólksins sem sárbændu vegfarendur að grípa börn sín. Samira, vinkona hennar, sem einnig var vitni að því þegar Grenfell-turninn varð alelda, segir að eldurinn hafi breiðst út á ofsahraða. Fyrst um sinn hafi hún tekið eftir eldinum þegar fjórar hæðir stóðu í ljósum logum en að ekki hafi liðið á löngu fyrr en turninn hafi verið alelda. Hún segist hafa séð fólk bæði steypast fram af svölum og gluggum íbúða sinna. Fjölskylduvinur Tamöru var um hríð fastur inni í byggingunni en hann var á meðal þeirra heppnu sem komust lífs af úr byggingunni. Að minnsta kosti tólf hafa látist í eldsvoðanum í Grenfell-turni í Norður Kensington. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12 Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Sjónarvottar lýstu því sem fyrir augum bar, þegar Grenfell-turninn í Lundúnum stóð í ljósum logum, fyrir breskum fjölmiðlum í dag. Íbúi turnsins, Mickey, segist hafa verið í svefnrofunum þegar hann fann skyndilega lykt af brenndu plasti. Lyktin hafi vakið með honum grunsemdir sem urðu honum, kærustu hans og barni til lífs því hún varð til þess að hann fór á fætur. Hann gekk fram í stofu og leitaði eftir skemmdum á innstungum og fann ekkert. Það var ekki fyrr en hann leit út um gluggann sem hann heyrði ópin í fólkinu fyrir utan og í kjölfarið leit hann út um op á útidyrahurðinni og sá að eldur hafði borist inn um stigaganginn. Hann sótti kærustu sína og barn í flýti og kom þeim út úr turninum. Þegar út var komið sá hann hversu slæmt ástandið virkilega var og lýsti Mickey upplifuninni eins og „einhverju úr hryllingsmynd“.Eldsvoðinn í Grenfell-turni í Lundúnum.Vísir/gettyBáðu vegfarendur um að grípa börnin sín Tamara býr í námunda við hverfið. Hún og bróðir hennar fylgdust skelfingu lostin af götunni með þróun eldsins. Hún lýsti því fyrir breskum fjölmiðlum hvernig þau fylgdust með fólki hrópa út um gluggana eftir hjálp og sáu eldinn í kjölfarið ná til þeirra. Tamara minnist neyðarópa fólksins sem sárbændu vegfarendur að grípa börn sín. Samira, vinkona hennar, sem einnig var vitni að því þegar Grenfell-turninn varð alelda, segir að eldurinn hafi breiðst út á ofsahraða. Fyrst um sinn hafi hún tekið eftir eldinum þegar fjórar hæðir stóðu í ljósum logum en að ekki hafi liðið á löngu fyrr en turninn hafi verið alelda. Hún segist hafa séð fólk bæði steypast fram af svölum og gluggum íbúða sinna. Fjölskylduvinur Tamöru var um hríð fastur inni í byggingunni en hann var á meðal þeirra heppnu sem komust lífs af úr byggingunni. Að minnsta kosti tólf hafa látist í eldsvoðanum í Grenfell-turni í Norður Kensington.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12 Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12
Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30
Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07
Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent