Lýsir ástandinu í Grenfell-turni eins og einhverju úr hryllingsmynd Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. júní 2017 20:29 Íbúi í Grenfell-turni greinir frá sinni upplifun af eldsvoðanum í Lundúnum. Sjónarvottar lýstu því sem fyrir augum bar, þegar Grenfell-turninn í Lundúnum stóð í ljósum logum, fyrir breskum fjölmiðlum í dag. Íbúi turnsins, Mickey, segist hafa verið í svefnrofunum þegar hann fann skyndilega lykt af brenndu plasti. Lyktin hafi vakið með honum grunsemdir sem urðu honum, kærustu hans og barni til lífs því hún varð til þess að hann fór á fætur. Hann gekk fram í stofu og leitaði eftir skemmdum á innstungum og fann ekkert. Það var ekki fyrr en hann leit út um gluggann sem hann heyrði ópin í fólkinu fyrir utan og í kjölfarið leit hann út um op á útidyrahurðinni og sá að eldur hafði borist inn um stigaganginn. Hann sótti kærustu sína og barn í flýti og kom þeim út úr turninum. Þegar út var komið sá hann hversu slæmt ástandið virkilega var og lýsti Mickey upplifuninni eins og „einhverju úr hryllingsmynd“.Eldsvoðinn í Grenfell-turni í Lundúnum.Vísir/gettyBáðu vegfarendur um að grípa börnin sín Tamara býr í námunda við hverfið. Hún og bróðir hennar fylgdust skelfingu lostin af götunni með þróun eldsins. Hún lýsti því fyrir breskum fjölmiðlum hvernig þau fylgdust með fólki hrópa út um gluggana eftir hjálp og sáu eldinn í kjölfarið ná til þeirra. Tamara minnist neyðarópa fólksins sem sárbændu vegfarendur að grípa börn sín. Samira, vinkona hennar, sem einnig var vitni að því þegar Grenfell-turninn varð alelda, segir að eldurinn hafi breiðst út á ofsahraða. Fyrst um sinn hafi hún tekið eftir eldinum þegar fjórar hæðir stóðu í ljósum logum en að ekki hafi liðið á löngu fyrr en turninn hafi verið alelda. Hún segist hafa séð fólk bæði steypast fram af svölum og gluggum íbúða sinna. Fjölskylduvinur Tamöru var um hríð fastur inni í byggingunni en hann var á meðal þeirra heppnu sem komust lífs af úr byggingunni. Að minnsta kosti tólf hafa látist í eldsvoðanum í Grenfell-turni í Norður Kensington. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12 Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Sjónarvottar lýstu því sem fyrir augum bar, þegar Grenfell-turninn í Lundúnum stóð í ljósum logum, fyrir breskum fjölmiðlum í dag. Íbúi turnsins, Mickey, segist hafa verið í svefnrofunum þegar hann fann skyndilega lykt af brenndu plasti. Lyktin hafi vakið með honum grunsemdir sem urðu honum, kærustu hans og barni til lífs því hún varð til þess að hann fór á fætur. Hann gekk fram í stofu og leitaði eftir skemmdum á innstungum og fann ekkert. Það var ekki fyrr en hann leit út um gluggann sem hann heyrði ópin í fólkinu fyrir utan og í kjölfarið leit hann út um op á útidyrahurðinni og sá að eldur hafði borist inn um stigaganginn. Hann sótti kærustu sína og barn í flýti og kom þeim út úr turninum. Þegar út var komið sá hann hversu slæmt ástandið virkilega var og lýsti Mickey upplifuninni eins og „einhverju úr hryllingsmynd“.Eldsvoðinn í Grenfell-turni í Lundúnum.Vísir/gettyBáðu vegfarendur um að grípa börnin sín Tamara býr í námunda við hverfið. Hún og bróðir hennar fylgdust skelfingu lostin af götunni með þróun eldsins. Hún lýsti því fyrir breskum fjölmiðlum hvernig þau fylgdust með fólki hrópa út um gluggana eftir hjálp og sáu eldinn í kjölfarið ná til þeirra. Tamara minnist neyðarópa fólksins sem sárbændu vegfarendur að grípa börn sín. Samira, vinkona hennar, sem einnig var vitni að því þegar Grenfell-turninn varð alelda, segir að eldurinn hafi breiðst út á ofsahraða. Fyrst um sinn hafi hún tekið eftir eldinum þegar fjórar hæðir stóðu í ljósum logum en að ekki hafi liðið á löngu fyrr en turninn hafi verið alelda. Hún segist hafa séð fólk bæði steypast fram af svölum og gluggum íbúða sinna. Fjölskylduvinur Tamöru var um hríð fastur inni í byggingunni en hann var á meðal þeirra heppnu sem komust lífs af úr byggingunni. Að minnsta kosti tólf hafa látist í eldsvoðanum í Grenfell-turni í Norður Kensington.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12 Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12
Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30
Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07
Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30