Borgarstjóri ekki látinn vita af vopnaburði lögreglu á fjöldasamkomum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. júní 2017 19:30 Borgarstjóri telur eðlilegt að hann sé látinn vita steðji ógn að íbúum borgarinnar en hann segist ekki hafa verið upplýstur um ákvörðun Ríkislögreglustjóra að sérsveitarmenn beri skotvopn á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman. Ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera skotvopn þar sem fjölmenni kemur saman, hefur vakið upp misjöfn viðbrögð. Borgarstjóri vill fá rök fyrir því af hverju þessi ákvörðun var tekin og á hvaða grundvelli og vill funda með Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra. „Ég hef verið talsmaður sýnilegrar löggæslu, almennrar löggæslu sem er óvopnuð og ég held að það sé svona hinn íslenski stíll,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.En ertu sáttur við ákvörðunina?„Ég þarf að fara yfir og heyra rökin fyrir henni áður en ég get tjáð mig um það og ég á fund með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í næstu viku,“ segir Dagur. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar fordæmdi ákvörðun Ríkislögreglustjóra í færslu á samfélagsmiðlum gær og í umræðuþræði tengdum færslunni segir Líf að; "Það skapi óöryggi að sjá vopnaða lögreglu niðrí bæ, ekki öryggistilfinningu. Hvaða rugl er það að kalla til vopnaða lögreglu þegar viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað." Er ekki hættulegt þegar stjórnmálamenn úr pólitíkinni eru að tjá sig með þessum hætti eins og forseti borgarstjórnar gerir, að þau eru í rauninni að taka á sig ábyrgð með þessum orðum sem að Ríkislögreglustjóri á að vera með? „Ég held að þarna sé verið að spyrja spurninga. Til hvers er verið að vísa? Hvaða mat liggi til grundvallar eða bara hvort það sé verið að taka upp nýjan stíl?Treystir þú ákvörðun Ríkislögreglustjóra?„Ég ætla að fara yfir þetta með lögreglunni og...“En treystir þú ákvörðuninni?„Hans er valdið að taka þessa ákvörðun en við sem að berum ábyrgð á samfélaginu. Ef að þetta snýst um nýtt hættumat að þá teldi ég eðlilegt að mér yrði gert viðvart um það fyrir fram ef að íbúum þessarar borgar væri hætta búin,“ segir Dagur. Skotvopn lögreglu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Borgarstjóri telur eðlilegt að hann sé látinn vita steðji ógn að íbúum borgarinnar en hann segist ekki hafa verið upplýstur um ákvörðun Ríkislögreglustjóra að sérsveitarmenn beri skotvopn á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman. Ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera skotvopn þar sem fjölmenni kemur saman, hefur vakið upp misjöfn viðbrögð. Borgarstjóri vill fá rök fyrir því af hverju þessi ákvörðun var tekin og á hvaða grundvelli og vill funda með Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra. „Ég hef verið talsmaður sýnilegrar löggæslu, almennrar löggæslu sem er óvopnuð og ég held að það sé svona hinn íslenski stíll,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.En ertu sáttur við ákvörðunina?„Ég þarf að fara yfir og heyra rökin fyrir henni áður en ég get tjáð mig um það og ég á fund með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í næstu viku,“ segir Dagur. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar fordæmdi ákvörðun Ríkislögreglustjóra í færslu á samfélagsmiðlum gær og í umræðuþræði tengdum færslunni segir Líf að; "Það skapi óöryggi að sjá vopnaða lögreglu niðrí bæ, ekki öryggistilfinningu. Hvaða rugl er það að kalla til vopnaða lögreglu þegar viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað." Er ekki hættulegt þegar stjórnmálamenn úr pólitíkinni eru að tjá sig með þessum hætti eins og forseti borgarstjórnar gerir, að þau eru í rauninni að taka á sig ábyrgð með þessum orðum sem að Ríkislögreglustjóri á að vera með? „Ég held að þarna sé verið að spyrja spurninga. Til hvers er verið að vísa? Hvaða mat liggi til grundvallar eða bara hvort það sé verið að taka upp nýjan stíl?Treystir þú ákvörðun Ríkislögreglustjóra?„Ég ætla að fara yfir þetta með lögreglunni og...“En treystir þú ákvörðuninni?„Hans er valdið að taka þessa ákvörðun en við sem að berum ábyrgð á samfélaginu. Ef að þetta snýst um nýtt hættumat að þá teldi ég eðlilegt að mér yrði gert viðvart um það fyrir fram ef að íbúum þessarar borgar væri hætta búin,“ segir Dagur.
Skotvopn lögreglu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira