Fimm hundruð milljón kíló Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 15. júní 2017 07:00 Þeir sem hella mjólk út á morgunmatinn sinn upplifa öðru hverju eitt kíló þegar þeir taka upp óopnaða mjólkurfernu. Margfaldaðu þá tilfinningu með 500 milljónum og þú skilur að um er að ræða mikið magn. Hér er verið að tala um útblástur gróðurhúsalofttegunda þ.e. koltvísýring. 500 milljón kíló er magnið sem við Íslendingar þurfum að minnka, bara í samgöngum, til að ná skuldbindingum okkar í loftslagsmálum fyrir árið 2030. Þetta er ekki markmið heldur skuldbinding sem er, að mínu mati eitthvað, sem þarf að gera en ekki eitthvað sem okkur langar að gera. Samkvæmt skuldbindingum eigum við að minnka útblástur um 40% frá viðmiðunarárinu 1990. En hvað með stóriðjuna og sjávarútveginn? Stóriðjan er í öðru kerfi, ETS-kerfi, sem hefur líka skuldbindingar og er óháð sérbókhaldi Íslands. Það má líkja þessu við bikar- og deildarkeppni í knattspyrnu. Bæði bikar og deild snúast um sama hlutinn þ.e. fótbolta. Fólk vill sjá árangur, og helst verðlaun, í báðum keppnum. Árangur í bikarkeppni gefur þér hins vegar engin stig í deildarkeppninni eða öfugt. Ef t.d. öll álver á Íslandi myndu loka á morgun, þá værum við samt sem áður ekkert nær því að ná skuldbindingum Íslands í loftlagsmálum. Hvað sjávarútveginn varðar, þá er það nú einfaldlega þannig að hann er nú þegar búinn að ná 40% minnkun frá viðmiðunarárinu 1990 með skynsamlegri sóknarstýringu og betri skipum. Bruni jarðefnaeldsneytis er lykilþáttur í útstreymi koltvísýrings og um 70% af útblæstri heims koma til vegna orkunotkunar. Að meðaltali byggjast 80% af frumorkunotkun í heiminum á brennslu jarðefnaeldsneytis. Á Íslandi er þessu öfugt farið þar sem yfir 80% af frumorkunotkun koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þessi góða staða Íslendinga þrengir mjög aðgerðamöguleika okkar til að draga úr útblæstri. Á meðan aðrar Evrópuþjóðir geta náð 40% samdrætti með blöndu aðgerða sem snúa að raforkuframleiðslu, húshitun og samgöngum þá höfum við einungis samgönguflokkinn til að vinna með.Samgöngur eru lykilatriði Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að þegar kemur að fólksbílum þá eru lausnirnar tilbúnar og ekkert nema innleiðing eftir. Allir sem vilja endurnýja fólksbílinn sinn geta nú keypt nýjan eða notaðan bíl sem gengur að hluta eða öllu leyti fyrir rafmagni eða metani. Ef við setjum þetta magn í samhengi þá samsvara 500 milljón kg útblæstri um 200 þúsund fólksbíla. Það vill svo skemmtilega til að það eru einmitt um 200 þúsund virkir fólksbílar á vegum landsins. Þetta þýðir að til að ná 40% minnkun á útblæstri í samgöngum, miðað við árið 1990, þá þurfum við einfaldlega að skipta út öllum fólksbílum landsins yfir í nýorkubíla fyrir árið 2030. Það er óþarfi að örvænta því allir ættu að geta fundið fólksbíl við hæfi, á næstu árum, sem gengur fyrir öðru en jarðefnaeldsneyti. Í síðasta mánuði voru t.d. rafbílar um 50% af nýskráðum bílum í Noregi. Ef þeir virka í Noregi þá virka þeir hér og það eina sem þarf er neyslustýring með innflutningsgjöldum. Trappa þarf upp innflutningsgjöld á bensín- og dísilbíla og endurmeta þau svo reglulega út frá því hversu hratt orkuskiptin ganga. Ef það stefnir í að við náum ekki Parísarmarkmiðum þá þarf að hækka gjöldin enn frekar og ef það stefnir í óefni þá þarf að íhuga bann við innflutningi á nýjum bensín- og dísilbílum eins og nokkrar hyggjast gera í náinni framtíð. En hvaða forræðishyggja er þetta og aðför að einstaklingsfrelsinu? Mega neytendur ekki bara kaupa eldsneytisfreka fáka í friði? Að mínu mati á neyslustýring rétt á sér í þessu tilfelli þar sem eldsneytisnotkun er því miður ekki einkamál hvers og eins, því að ef við náum ekki markmiðum okkar þá mun kostnaðurinn lenda á okkur öllum. Er sanngjarnt að þurfa að borga fyrir losunarkvóta sem tilkominn er vegna óskynsamlegra bifreiðakaupa nágranna þinna í framtíðinni? Næsti bíll sem þú kaupir verður hreinlega að nota nútímalegri orku en sá gamli. Flóknara er það nú ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem hella mjólk út á morgunmatinn sinn upplifa öðru hverju eitt kíló þegar þeir taka upp óopnaða mjólkurfernu. Margfaldaðu þá tilfinningu með 500 milljónum og þú skilur að um er að ræða mikið magn. Hér er verið að tala um útblástur gróðurhúsalofttegunda þ.e. koltvísýring. 500 milljón kíló er magnið sem við Íslendingar þurfum að minnka, bara í samgöngum, til að ná skuldbindingum okkar í loftslagsmálum fyrir árið 2030. Þetta er ekki markmið heldur skuldbinding sem er, að mínu mati eitthvað, sem þarf að gera en ekki eitthvað sem okkur langar að gera. Samkvæmt skuldbindingum eigum við að minnka útblástur um 40% frá viðmiðunarárinu 1990. En hvað með stóriðjuna og sjávarútveginn? Stóriðjan er í öðru kerfi, ETS-kerfi, sem hefur líka skuldbindingar og er óháð sérbókhaldi Íslands. Það má líkja þessu við bikar- og deildarkeppni í knattspyrnu. Bæði bikar og deild snúast um sama hlutinn þ.e. fótbolta. Fólk vill sjá árangur, og helst verðlaun, í báðum keppnum. Árangur í bikarkeppni gefur þér hins vegar engin stig í deildarkeppninni eða öfugt. Ef t.d. öll álver á Íslandi myndu loka á morgun, þá værum við samt sem áður ekkert nær því að ná skuldbindingum Íslands í loftlagsmálum. Hvað sjávarútveginn varðar, þá er það nú einfaldlega þannig að hann er nú þegar búinn að ná 40% minnkun frá viðmiðunarárinu 1990 með skynsamlegri sóknarstýringu og betri skipum. Bruni jarðefnaeldsneytis er lykilþáttur í útstreymi koltvísýrings og um 70% af útblæstri heims koma til vegna orkunotkunar. Að meðaltali byggjast 80% af frumorkunotkun í heiminum á brennslu jarðefnaeldsneytis. Á Íslandi er þessu öfugt farið þar sem yfir 80% af frumorkunotkun koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þessi góða staða Íslendinga þrengir mjög aðgerðamöguleika okkar til að draga úr útblæstri. Á meðan aðrar Evrópuþjóðir geta náð 40% samdrætti með blöndu aðgerða sem snúa að raforkuframleiðslu, húshitun og samgöngum þá höfum við einungis samgönguflokkinn til að vinna með.Samgöngur eru lykilatriði Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að þegar kemur að fólksbílum þá eru lausnirnar tilbúnar og ekkert nema innleiðing eftir. Allir sem vilja endurnýja fólksbílinn sinn geta nú keypt nýjan eða notaðan bíl sem gengur að hluta eða öllu leyti fyrir rafmagni eða metani. Ef við setjum þetta magn í samhengi þá samsvara 500 milljón kg útblæstri um 200 þúsund fólksbíla. Það vill svo skemmtilega til að það eru einmitt um 200 þúsund virkir fólksbílar á vegum landsins. Þetta þýðir að til að ná 40% minnkun á útblæstri í samgöngum, miðað við árið 1990, þá þurfum við einfaldlega að skipta út öllum fólksbílum landsins yfir í nýorkubíla fyrir árið 2030. Það er óþarfi að örvænta því allir ættu að geta fundið fólksbíl við hæfi, á næstu árum, sem gengur fyrir öðru en jarðefnaeldsneyti. Í síðasta mánuði voru t.d. rafbílar um 50% af nýskráðum bílum í Noregi. Ef þeir virka í Noregi þá virka þeir hér og það eina sem þarf er neyslustýring með innflutningsgjöldum. Trappa þarf upp innflutningsgjöld á bensín- og dísilbíla og endurmeta þau svo reglulega út frá því hversu hratt orkuskiptin ganga. Ef það stefnir í að við náum ekki Parísarmarkmiðum þá þarf að hækka gjöldin enn frekar og ef það stefnir í óefni þá þarf að íhuga bann við innflutningi á nýjum bensín- og dísilbílum eins og nokkrar hyggjast gera í náinni framtíð. En hvaða forræðishyggja er þetta og aðför að einstaklingsfrelsinu? Mega neytendur ekki bara kaupa eldsneytisfreka fáka í friði? Að mínu mati á neyslustýring rétt á sér í þessu tilfelli þar sem eldsneytisnotkun er því miður ekki einkamál hvers og eins, því að ef við náum ekki markmiðum okkar þá mun kostnaðurinn lenda á okkur öllum. Er sanngjarnt að þurfa að borga fyrir losunarkvóta sem tilkominn er vegna óskynsamlegra bifreiðakaupa nágranna þinna í framtíðinni? Næsti bíll sem þú kaupir verður hreinlega að nota nútímalegri orku en sá gamli. Flóknara er það nú ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun