Brennuvargurinn taldi að IKEA ætti að greiða sér fyrir auglýsinguna Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2017 15:30 Tvær konur og einn karlmaður, sem öll eru á þrítugsaldri, hafa verið dæmd til að greiða hvert um sig 150 þúsund krónur fyrir að hafa kveikt í IKEA-geitinni í nóvember síðastliðnum. Málavextir eru þeir að starfsmaður IKEA hafði samband við lögreglu, aðfaranótt mánudagsins 14. nóvember, og sagðist hafa séð í eftirlitsmyndavél hvernig bíl var ekið að geitinni. Út úr honum hefðu stigið tveir einstaklingar og skömmu síðar hafi geitin skíðlogað. Starfsmaðurinn ók því þegar á vettvang og reyndi að hefta för bifreiðarinnar en þegar það tókst ekki hafi hann veitt henni eftirför. Lögreglumönnum tókst loks að stöðva bílinn á Bústaðvegi þar sem brennuvargarnir voru handteknir, en þangað hafði starfsmaðurinn elt bifreiðina. Fram kemur í dómnum yfir þremenningunum að karlmaðurinn og önnur konan hafi verið ölvuð og að af þeim hafi verið mikil bensínlykt.Sjá einnig: Sjáðu IKEA-geitina logaVið skýrslutöku viðurkenndi karlmaðurinn að hann hafi kveikt í geitinni og notað til þess bensín. Hann hafi hlegið að öllu saman og talið þetta góða auglýsingu fyrir IKEA - svo góða að IKEA ætti í raun að borga sér fyrir að hafa kveikt í henni. Karlmaðurinn var einn um að viðurkenna fyrir dómi að hafa kveikt í geitinni, önnur kvennanna bar við minnisleysi vegna ölvunar en ökumaðurinn sagðist ekki hafa séð hvort hinna tveggja hafði borið eld að geitinni. Þær viðurkenndu þó báðar að hafa verið viðstaddar þegar kveikt var í henni. Tjón IKEA var um 1,8 milljónir króna og var farið fram á að hin dæmdu myndu standa straum af þeim kostnaði. Þeirri kröfu var vísað vegna þess að hún taldist vanreifuð og vafi lék á um umfang tjónsins. Var þremenningunum hvert um sig gert að greiða 150 þúsund krónur vegna málsins sem fyrr segir. Verði það ekki gert innan 4 vikna kemur 10 daga fangelsi í stað sektarinnar. Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15 Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinni Tveir ungir menn sluppu með skrekkinn í Garðabæ í nótt. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi þvertekur fyrir að um IKEA fagni íkveikju í geitinni. 10. nóvember 2016 13:37 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Tvær konur og einn karlmaður, sem öll eru á þrítugsaldri, hafa verið dæmd til að greiða hvert um sig 150 þúsund krónur fyrir að hafa kveikt í IKEA-geitinni í nóvember síðastliðnum. Málavextir eru þeir að starfsmaður IKEA hafði samband við lögreglu, aðfaranótt mánudagsins 14. nóvember, og sagðist hafa séð í eftirlitsmyndavél hvernig bíl var ekið að geitinni. Út úr honum hefðu stigið tveir einstaklingar og skömmu síðar hafi geitin skíðlogað. Starfsmaðurinn ók því þegar á vettvang og reyndi að hefta för bifreiðarinnar en þegar það tókst ekki hafi hann veitt henni eftirför. Lögreglumönnum tókst loks að stöðva bílinn á Bústaðvegi þar sem brennuvargarnir voru handteknir, en þangað hafði starfsmaðurinn elt bifreiðina. Fram kemur í dómnum yfir þremenningunum að karlmaðurinn og önnur konan hafi verið ölvuð og að af þeim hafi verið mikil bensínlykt.Sjá einnig: Sjáðu IKEA-geitina logaVið skýrslutöku viðurkenndi karlmaðurinn að hann hafi kveikt í geitinni og notað til þess bensín. Hann hafi hlegið að öllu saman og talið þetta góða auglýsingu fyrir IKEA - svo góða að IKEA ætti í raun að borga sér fyrir að hafa kveikt í henni. Karlmaðurinn var einn um að viðurkenna fyrir dómi að hafa kveikt í geitinni, önnur kvennanna bar við minnisleysi vegna ölvunar en ökumaðurinn sagðist ekki hafa séð hvort hinna tveggja hafði borið eld að geitinni. Þær viðurkenndu þó báðar að hafa verið viðstaddar þegar kveikt var í henni. Tjón IKEA var um 1,8 milljónir króna og var farið fram á að hin dæmdu myndu standa straum af þeim kostnaði. Þeirri kröfu var vísað vegna þess að hún taldist vanreifuð og vafi lék á um umfang tjónsins. Var þremenningunum hvert um sig gert að greiða 150 þúsund krónur vegna málsins sem fyrr segir. Verði það ekki gert innan 4 vikna kemur 10 daga fangelsi í stað sektarinnar.
Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15 Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinni Tveir ungir menn sluppu með skrekkinn í Garðabæ í nótt. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi þvertekur fyrir að um IKEA fagni íkveikju í geitinni. 10. nóvember 2016 13:37 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15
Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinni Tveir ungir menn sluppu með skrekkinn í Garðabæ í nótt. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi þvertekur fyrir að um IKEA fagni íkveikju í geitinni. 10. nóvember 2016 13:37