Trump segir að ný heilbrigðislöggjöf Repúblikana sé „andstyggileg“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2017 23:41 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt að ný heilbrigðislöggjöf, The American Health Care Act, sem samþykkt var af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir rúmum mánuði sé „andstyggileg“ og að hann vilji löggjöf sem sé „rausnarlegri.“ Frá þessu er greint á vef AP-fréttaveitunnar en ummælin á forsetinn að hafa látið falla í hádegisverði með 15 öldungadeildarþingmönnum Repúblikanaflokksins í dag. Segja má að þessi ummæli Trump komi vægast sagt mjög á óvart enda var hann mikill talsmaður frumvarpsins á sínum tíma, hvatti eindregið til þess að það yrði samþykkt í fulltrúadeildinni og lofaði löggjöfina þegar hún loks var samþykkt. Nú er hins vegar annað hljóð komið í strokkinn. Löggjöfin, sem samin var af flokkssystkinum Trump í Repúblikanaflokknum, er reyndar ekki óumdeild og var samþykkt naumlega í fulltrúadeildinni. Þá hafa öldungadeildarþingmenn Repúblikana gefið það út að þeir muni skrifa nýtt frumvarp í stað þess að taka frumvarpið sem fulltrúadeildin samþykkti fyrir. Hvort það hafi einhver áhrif á skoðun Trump á því að löggjöfin sem hann lofaði svo mjög sé „andstyggileg“ er óljóst en heimildarmenn AP segja að forsetinn hafi ekki útskýrt það nánar hverju hann vildi að yrði breytt í lögunum. Donald Trump Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt að ný heilbrigðislöggjöf, The American Health Care Act, sem samþykkt var af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir rúmum mánuði sé „andstyggileg“ og að hann vilji löggjöf sem sé „rausnarlegri.“ Frá þessu er greint á vef AP-fréttaveitunnar en ummælin á forsetinn að hafa látið falla í hádegisverði með 15 öldungadeildarþingmönnum Repúblikanaflokksins í dag. Segja má að þessi ummæli Trump komi vægast sagt mjög á óvart enda var hann mikill talsmaður frumvarpsins á sínum tíma, hvatti eindregið til þess að það yrði samþykkt í fulltrúadeildinni og lofaði löggjöfina þegar hún loks var samþykkt. Nú er hins vegar annað hljóð komið í strokkinn. Löggjöfin, sem samin var af flokkssystkinum Trump í Repúblikanaflokknum, er reyndar ekki óumdeild og var samþykkt naumlega í fulltrúadeildinni. Þá hafa öldungadeildarþingmenn Repúblikana gefið það út að þeir muni skrifa nýtt frumvarp í stað þess að taka frumvarpið sem fulltrúadeildin samþykkti fyrir. Hvort það hafi einhver áhrif á skoðun Trump á því að löggjöfin sem hann lofaði svo mjög sé „andstyggileg“ er óljóst en heimildarmenn AP segja að forsetinn hafi ekki útskýrt það nánar hverju hann vildi að yrði breytt í lögunum.
Donald Trump Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira