Reikigjöldin heyra sögunni til Ólafur Arnarson skrifar 14. júní 2017 07:00 Frá og með 15. júní heyra reikigjöld vegna fjarskiptanotkunar innan EES sögunni til. Framvegis geta Evrópubúar notað símann sinn í öllum löndum EES, hvort sem um er að ræða mínútur, SMS eða gagnamagn, á nákvæmlega sömu kjörum og í sínu heimalandi. Engu máli skiptir fyrir íslenskan viðskiptavin Símans, Vodafone, Nova eða annarra fjarskiptafyrirtækja hvar í Evrópu hann notar snjallsímann sinn. Pakkinn hans á Íslandi gildir líka í öðrum Evrópulöndum. Þetta eru mikil tímamót fyrir neytendur, en Samtök evrópskra neytendasamtaka, BEUC, hafa lengi barist fyrir þessum mikilvægu hagsmunum og nú er málið í höfn og meginreglan innan Evrópu er framvegis að fólk getur reikað eins og það sé heima hjá sér. Á ensku er notuð fyrir þetta skammstöfunin RLAH, sem stendur fyrir: Roaming like at home. Neytendur verða að vera vakandi og fylgjast með að fjarskiptafyrirtæki fari eftir hinum nýju reglum. Allir neytendur eiga skilyrðislausan rétt á þessu. Hafa ber þó í huga að fjarskiptafyrirtækjum er heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum önnur kjör en enginn viðskiptavinur þarf að samþykkja slíkt. Ákveðnar undanþágur eru frá hinni nýju meginreglu en þær miða m.a. að því að koma í veg fyrir að viðskiptavinur, sem býr í einu landi, geti keypt sína fjarskiptaþjónustu í öðru landi og reikað án aukagjalds. Einnig getur í vissum tilfellum verið leyfilegt fyrir fjarskiptafyrirtæki að innheimta aukagjald fyrir gagnamagn umfram tiltekið hámark ef heildsöluverð gagnamagns í Evrópu er hærra en það gjald sem fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum í áskriftarsamningi. Þetta viðbótargjald getur hins vegar aldrei orðið hærra en svo að það brúi bilið milli áskriftarverðsins og heildsöluverðsins. Nú ríður á að hver einstakur neytandi sé á varðbergi og fylgist vel með hvort fjarskiptafyrirtækið hans virðir hina nýju meginreglu. Mikilvægt er að hafa í huga að fjarskiptafyrirtækjum er óheimilt að víkja frá meginreglunni nema að fengnu upplýstu samþykki viðskiptavinar. Neytendasamtökin munu fylgjast með framkvæmd þessara nýju reglna af hálfu fjarskiptafyrirtækja og ég hvet neytendur til að hafa samband við okkur í ns@ns.is ef þeir verða varir við að misbrestur sé á að réttum reglum sé framfylgt. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Arnarson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frá og með 15. júní heyra reikigjöld vegna fjarskiptanotkunar innan EES sögunni til. Framvegis geta Evrópubúar notað símann sinn í öllum löndum EES, hvort sem um er að ræða mínútur, SMS eða gagnamagn, á nákvæmlega sömu kjörum og í sínu heimalandi. Engu máli skiptir fyrir íslenskan viðskiptavin Símans, Vodafone, Nova eða annarra fjarskiptafyrirtækja hvar í Evrópu hann notar snjallsímann sinn. Pakkinn hans á Íslandi gildir líka í öðrum Evrópulöndum. Þetta eru mikil tímamót fyrir neytendur, en Samtök evrópskra neytendasamtaka, BEUC, hafa lengi barist fyrir þessum mikilvægu hagsmunum og nú er málið í höfn og meginreglan innan Evrópu er framvegis að fólk getur reikað eins og það sé heima hjá sér. Á ensku er notuð fyrir þetta skammstöfunin RLAH, sem stendur fyrir: Roaming like at home. Neytendur verða að vera vakandi og fylgjast með að fjarskiptafyrirtæki fari eftir hinum nýju reglum. Allir neytendur eiga skilyrðislausan rétt á þessu. Hafa ber þó í huga að fjarskiptafyrirtækjum er heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum önnur kjör en enginn viðskiptavinur þarf að samþykkja slíkt. Ákveðnar undanþágur eru frá hinni nýju meginreglu en þær miða m.a. að því að koma í veg fyrir að viðskiptavinur, sem býr í einu landi, geti keypt sína fjarskiptaþjónustu í öðru landi og reikað án aukagjalds. Einnig getur í vissum tilfellum verið leyfilegt fyrir fjarskiptafyrirtæki að innheimta aukagjald fyrir gagnamagn umfram tiltekið hámark ef heildsöluverð gagnamagns í Evrópu er hærra en það gjald sem fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum í áskriftarsamningi. Þetta viðbótargjald getur hins vegar aldrei orðið hærra en svo að það brúi bilið milli áskriftarverðsins og heildsöluverðsins. Nú ríður á að hver einstakur neytandi sé á varðbergi og fylgist vel með hvort fjarskiptafyrirtækið hans virðir hina nýju meginreglu. Mikilvægt er að hafa í huga að fjarskiptafyrirtækjum er óheimilt að víkja frá meginreglunni nema að fengnu upplýstu samþykki viðskiptavinar. Neytendasamtökin munu fylgjast með framkvæmd þessara nýju reglna af hálfu fjarskiptafyrirtækja og ég hvet neytendur til að hafa samband við okkur í ns@ns.is ef þeir verða varir við að misbrestur sé á að réttum reglum sé framfylgt. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun