Meirihluti þingmanna Sannra Finna segir skilið við flokkinn Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2017 10:57 Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, lét af formennsku í Sönnum Finnum um helgina. Vísir/AFP Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands og fyrrverandi formaður Sannra Finna, sem og aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna vilja starfa áfram í finnsku ríkisstjórninni og hafa sagt skilið við þingflokk Sannra Finna.Frá þessu var greint í morgun. Ljóst var í gær að ríkisstjórn Miðflokks Juha Sipilä forsætisráðherra, Þjóðarbandalagsins og Sannra Finna myndi falla eftir að Sipilä og fjármálaráðherrann Petteri Orpo, formaður Þjóðarbandalagsins, sögðust ekki geta starfað með Sönnum Finnum undir formennsku Evrópuþingmannsins Jussi Halla-aho. Halla-aho tók við formennsku í Sönnum Finnum af Soini á landsfundi um helgina, en Halla-aho þykir mun harðari í andstöðu sinni í garð innflytjenda en forverinn og hefur áður hlotið dóm fyrir hatursummæli. Alls hafa tuttugu þingmenn Sannra Finna nú sagt skilið við þingflokkinn og myndað þingflokkinn Uusi vaihtoehto (Nýi valkosturinn). Simon Elo verður formaður þingflokksins, en Soini verður óbreyttur þingmaður. Nýi þingflokkurinn segist reiðubúinn að starfa áfram í ríkisstjórn undir forystu Sipilä og með sama stjórnarsáttmála. Allir núsitjandi ráðherrar Sannra Finna eru í nýja þingflokknum, en tölfræðilega gæti Miðflokkurinn, Þjóðarflokkurinn og nýi þingflokkurinn myndað saman meirihluta. Sautján þingmenn Sannra Finna munu starfa áfram undir merkjum Sannra Finna. Tilkynningin um boð þingmannanna og myndun hins nýja þingflokks kemur örfáum klukkustundum áður en fyrirhugaður fundur Sipilä og Sauli Niinistö forseta hefst, en þar hyggst Sipilä tilkynna um afsögn sína. Að því loknu myndu viðræður um myndun nýrrar stjórnar hefjast. Finnland Norðurlönd Tengdar fréttir Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands og fyrrverandi formaður Sannra Finna, sem og aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna vilja starfa áfram í finnsku ríkisstjórninni og hafa sagt skilið við þingflokk Sannra Finna.Frá þessu var greint í morgun. Ljóst var í gær að ríkisstjórn Miðflokks Juha Sipilä forsætisráðherra, Þjóðarbandalagsins og Sannra Finna myndi falla eftir að Sipilä og fjármálaráðherrann Petteri Orpo, formaður Þjóðarbandalagsins, sögðust ekki geta starfað með Sönnum Finnum undir formennsku Evrópuþingmannsins Jussi Halla-aho. Halla-aho tók við formennsku í Sönnum Finnum af Soini á landsfundi um helgina, en Halla-aho þykir mun harðari í andstöðu sinni í garð innflytjenda en forverinn og hefur áður hlotið dóm fyrir hatursummæli. Alls hafa tuttugu þingmenn Sannra Finna nú sagt skilið við þingflokkinn og myndað þingflokkinn Uusi vaihtoehto (Nýi valkosturinn). Simon Elo verður formaður þingflokksins, en Soini verður óbreyttur þingmaður. Nýi þingflokkurinn segist reiðubúinn að starfa áfram í ríkisstjórn undir forystu Sipilä og með sama stjórnarsáttmála. Allir núsitjandi ráðherrar Sannra Finna eru í nýja þingflokknum, en tölfræðilega gæti Miðflokkurinn, Þjóðarflokkurinn og nýi þingflokkurinn myndað saman meirihluta. Sautján þingmenn Sannra Finna munu starfa áfram undir merkjum Sannra Finna. Tilkynningin um boð þingmannanna og myndun hins nýja þingflokks kemur örfáum klukkustundum áður en fyrirhugaður fundur Sipilä og Sauli Niinistö forseta hefst, en þar hyggst Sipilä tilkynna um afsögn sína. Að því loknu myndu viðræður um myndun nýrrar stjórnar hefjast.
Finnland Norðurlönd Tengdar fréttir Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45