Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn að störfum í Color Run í miðbænum í gær. Vísir/Stöð 2 Þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. Fréttastofan greindi frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að vopnaðir sérsveitarmenn voru við eftirlit á fjölmennri fjölskylduhátíð sem fór fram í miðbæ Reykjavíkur í dag. Fréttastofan fékk þær skýringar frá Ríkislögreglustjóra í gær að um hafi verið að ræða ráðstöfun til að tryggja skjótt viðbragð sérsveitar til að vernda almenning sem kemur saman í miklu fjölmenni hérlendis. Ráðstöfunin er til komin vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna á sæti í Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Hann segir þessar breytingar á löggæslu kalla á umræðu í samfélaginu. „Það kemur náttúrulega á óvart að þetta fréttist bara í fjölmiðlum. Maður spyr sig hvort lögreglan sé kannski að fara fram úr sér því þetta snýst náttúrulega ekki beint um það hvort stjórnvöld hafi endilega heimild til að gera þetta því að svona breytingar kalla alltaf á umræðu í samfélaginu. Þetta er bara spurning um hvernig samfélag við viljum sjá og ég held að almennt vilji fólk ekki sjá vopnaða lögreglu við almenn löggæslustörf á Íslandi.“Ríkislögreglustjóri segir að um hafi verið að ræða ráðstöfun vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega.Vísir/Stöð 2Segir ráðstöfunina til marks um hallæri í lögreglunniFyrir rúmri viku óskaði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu eftir áhættumati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra vegna fjölmennra viðburða í miðborginni og var matinu skilið í liðinni viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ekki gefa upp um innihald áhættumatsins. Andrés segir breytingarnar til marks um bága stöðu lögreglu á Íslandi. „Ég hef ekki séð þetta áhættumat sem lögreglan ber fyrir sig þannig að ég hef ekki forsendur til að meta það en stóri vandinn við löggæslu hér á landi er skortur á mannafla. Það vantar kannski 200 almenna lögreglumenn og það að sérsveitarmenn séu farnir að sinna verkefnum sem ættu kannski frekar heima undir almennri löggæslu, það varpar kannski ljósi á hallærið sem er í lögreglunni hér á landi. Það er eitthvað sem núverandi ríkisstjórn ætlar ekki að takast á við ef eitthvað er að marka fimm ára áætlun um ríkisfjármál.“ Andrés segir að ákvarðanir sem þessar þurfi að vera í opinberri umræðu. „Það sýndi sig til dæmis þegar norsku hríðskotabyssurnar birtust hérna á hafnarbakkanum um árið að fólki verður hverft við og finnst þetta ekki þægileg tilhugsun. Það að vera á einhverjum skemmtidegi niðri í miðborginni og sjá allt í einu vopnaða lögreglumenn, það veldur mörgum ótta og óöryggi, þvert á það sem ætlunin er væntanlega,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna. Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. Fréttastofan greindi frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að vopnaðir sérsveitarmenn voru við eftirlit á fjölmennri fjölskylduhátíð sem fór fram í miðbæ Reykjavíkur í dag. Fréttastofan fékk þær skýringar frá Ríkislögreglustjóra í gær að um hafi verið að ræða ráðstöfun til að tryggja skjótt viðbragð sérsveitar til að vernda almenning sem kemur saman í miklu fjölmenni hérlendis. Ráðstöfunin er til komin vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna á sæti í Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Hann segir þessar breytingar á löggæslu kalla á umræðu í samfélaginu. „Það kemur náttúrulega á óvart að þetta fréttist bara í fjölmiðlum. Maður spyr sig hvort lögreglan sé kannski að fara fram úr sér því þetta snýst náttúrulega ekki beint um það hvort stjórnvöld hafi endilega heimild til að gera þetta því að svona breytingar kalla alltaf á umræðu í samfélaginu. Þetta er bara spurning um hvernig samfélag við viljum sjá og ég held að almennt vilji fólk ekki sjá vopnaða lögreglu við almenn löggæslustörf á Íslandi.“Ríkislögreglustjóri segir að um hafi verið að ræða ráðstöfun vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega.Vísir/Stöð 2Segir ráðstöfunina til marks um hallæri í lögreglunniFyrir rúmri viku óskaði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu eftir áhættumati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra vegna fjölmennra viðburða í miðborginni og var matinu skilið í liðinni viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ekki gefa upp um innihald áhættumatsins. Andrés segir breytingarnar til marks um bága stöðu lögreglu á Íslandi. „Ég hef ekki séð þetta áhættumat sem lögreglan ber fyrir sig þannig að ég hef ekki forsendur til að meta það en stóri vandinn við löggæslu hér á landi er skortur á mannafla. Það vantar kannski 200 almenna lögreglumenn og það að sérsveitarmenn séu farnir að sinna verkefnum sem ættu kannski frekar heima undir almennri löggæslu, það varpar kannski ljósi á hallærið sem er í lögreglunni hér á landi. Það er eitthvað sem núverandi ríkisstjórn ætlar ekki að takast á við ef eitthvað er að marka fimm ára áætlun um ríkisfjármál.“ Andrés segir að ákvarðanir sem þessar þurfi að vera í opinberri umræðu. „Það sýndi sig til dæmis þegar norsku hríðskotabyssurnar birtust hérna á hafnarbakkanum um árið að fólki verður hverft við og finnst þetta ekki þægileg tilhugsun. Það að vera á einhverjum skemmtidegi niðri í miðborginni og sjá allt í einu vopnaða lögreglumenn, það veldur mörgum ótta og óöryggi, þvert á það sem ætlunin er væntanlega,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna.
Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30