Fótbolti

Heimir: Króatía með eitt besta sendingarlið í Evrópu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimir er hrifinn af króatíska landsliðinu.
Heimir er hrifinn af króatíska landsliðinu. vísir/vilhelm
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að mótherjar Íslands á morgun, Króatía, séu með eitt besta sendingarlið í Evrópu.

Þetta kom fram á blaðamannafundi Heimis og fyrirliðans Aron Einars Gunnarssonar með blaðamönnum í morgun, en fundurinn var haldinn á Laugardalsvelli fyrir síðustu æfingu Íslands fyrir leikinn mikilvæga á morgun.

„Króatía er líklega með eitt besta sendingarleið í Evrópu. Það væri sturlun að fara framarlega og reyna að pressa þá," sagði Heimir aðspurður um hvernig fótbolta Ísland myndi spila á morgun.

Heimir sagði að leikaðferðin í fyrri leiknum gegn Króatíu hafi nánast gengið upp. Það hafi átt að loka á skotin fyrir utan teiginn, en tvö þeirra rötuðu inn á endanum.

„Við komum í veg fyrir flest þeirra skot fyrir utan, en svo náðu þeir tveimur skotum og skoruðu," sagði Heimir.

Meira má lesa um blaðamannafundinn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×