Angela Merkel segir Evrópusambandið tilbúið til Brexit-viðræðna Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júní 2017 10:44 Angela Merkel er stödd í Mexikó um þessar mundir. Vísir/afp Angela Merkel kanslari Þýskalands segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hefja viðræður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu eins og áætlað var. Óvissa hefur loðað við viðræðurnar eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki meirihluta á breska þinginu í nýafstöðnum kosningum. BBC greinir frá. Merkel sagðist viss um að bresk stjórnvöld myndu halda sig við áður staðfesta samningaáætlun og bætti við að Evrópusambandið væri „tilbúið.“ Hún sagðist vona að Bretland héldi áfram að vera góður bandamaður í kjölfar viðræðanna sem áætlað er að hefjist 19. júní næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Merkel tjáir sig eftir að Íhaldsflokkur May missti 13 sæti á breska þinginu og þar með meirihlutann. Viðræður við Evrópusambandið eru því þrungnar nokkurri óvissu en Theresa May mun mynda ríkisstjórn með hinum norður-írska Lýðræðislega sambandsflokki (DUP). Angela Merkel er stödd í Mexíkó á fundi með forsetanum þar í landi, Enrique Pena Nieto. „Ég geri ráð fyrir því að Bretland, samkvæmt því sem ég heyrði frá forsætisráðherranum í dag, vilji halda sig við viðræðuáætlunina. Við viljum semja fljótt og halda okkur við áætlunina þannig að á þessum tímapunkti held ég að það sé ekkert sem bendir til þess að þessar viðræður geti ekki hafist eins og samið var um,“ sagði Merkel við fjölmiðla í Mexíkóborg í gær. Merkel bætti við að Bretland væri „hluti af Evrópu, jafnvel þótt það verði ekki lengur hluti af Evrópusambandinu.“Kominn tími til að May „horfist í augu við raunveruleikann“Michael Fuchs, helsti efnahagsráðgjafi kanslarans, sagði í samtali við BBC að niðurstöður kosninganna í Bretlandi þýddu að nú væri tími til kominn fyrir Theresu May að „horfast í augu við raunveruleikann.“ „Ósk hennar og vilji var í raun ekki samþykkt af bresku þjóðinni,“ sagði hann. „Við viljum sanngjarnan samning við Bretland og við viljum að sanngjarnar lokaviðræður um Brexit fari nú fram.“ Þá hafa fleiri leiðtogar innan Evrópusambandsins lýst yfir áhyggjum af stöðunni. Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði meðal annars að hann vildi að viðræðurnar héldu áfram án tafa. Þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu fór fram í júní á síðasta ári en rétt rúm 53 prósent kjósenda greiddu með úrsögninni. Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Semja á ný vegna Brexit Væntanleg útganga Breta úr Evrópusambandinu, það er Brexit, getur haft áhrif á samninga sem Grænland og Færeyjar hafa gert við Bretland, einkum í sjávarútvegsmálum. 30. maí 2017 07:00 Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00 Segir Breta áfram verða nána bandamenn ESB eftir Brexit Innanríkisráðherra Bretlands lét orðin falla daginn eftir að Angela Merkel sagði Evrópu ekki lengur geta treyst breskum og bandarískum stjórnvöldum að fullu. 29. maí 2017 09:33 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Angela Merkel kanslari Þýskalands segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hefja viðræður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu eins og áætlað var. Óvissa hefur loðað við viðræðurnar eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki meirihluta á breska þinginu í nýafstöðnum kosningum. BBC greinir frá. Merkel sagðist viss um að bresk stjórnvöld myndu halda sig við áður staðfesta samningaáætlun og bætti við að Evrópusambandið væri „tilbúið.“ Hún sagðist vona að Bretland héldi áfram að vera góður bandamaður í kjölfar viðræðanna sem áætlað er að hefjist 19. júní næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Merkel tjáir sig eftir að Íhaldsflokkur May missti 13 sæti á breska þinginu og þar með meirihlutann. Viðræður við Evrópusambandið eru því þrungnar nokkurri óvissu en Theresa May mun mynda ríkisstjórn með hinum norður-írska Lýðræðislega sambandsflokki (DUP). Angela Merkel er stödd í Mexíkó á fundi með forsetanum þar í landi, Enrique Pena Nieto. „Ég geri ráð fyrir því að Bretland, samkvæmt því sem ég heyrði frá forsætisráðherranum í dag, vilji halda sig við viðræðuáætlunina. Við viljum semja fljótt og halda okkur við áætlunina þannig að á þessum tímapunkti held ég að það sé ekkert sem bendir til þess að þessar viðræður geti ekki hafist eins og samið var um,“ sagði Merkel við fjölmiðla í Mexíkóborg í gær. Merkel bætti við að Bretland væri „hluti af Evrópu, jafnvel þótt það verði ekki lengur hluti af Evrópusambandinu.“Kominn tími til að May „horfist í augu við raunveruleikann“Michael Fuchs, helsti efnahagsráðgjafi kanslarans, sagði í samtali við BBC að niðurstöður kosninganna í Bretlandi þýddu að nú væri tími til kominn fyrir Theresu May að „horfast í augu við raunveruleikann.“ „Ósk hennar og vilji var í raun ekki samþykkt af bresku þjóðinni,“ sagði hann. „Við viljum sanngjarnan samning við Bretland og við viljum að sanngjarnar lokaviðræður um Brexit fari nú fram.“ Þá hafa fleiri leiðtogar innan Evrópusambandsins lýst yfir áhyggjum af stöðunni. Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði meðal annars að hann vildi að viðræðurnar héldu áfram án tafa. Þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu fór fram í júní á síðasta ári en rétt rúm 53 prósent kjósenda greiddu með úrsögninni.
Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Semja á ný vegna Brexit Væntanleg útganga Breta úr Evrópusambandinu, það er Brexit, getur haft áhrif á samninga sem Grænland og Færeyjar hafa gert við Bretland, einkum í sjávarútvegsmálum. 30. maí 2017 07:00 Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00 Segir Breta áfram verða nána bandamenn ESB eftir Brexit Innanríkisráðherra Bretlands lét orðin falla daginn eftir að Angela Merkel sagði Evrópu ekki lengur geta treyst breskum og bandarískum stjórnvöldum að fullu. 29. maí 2017 09:33 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Semja á ný vegna Brexit Væntanleg útganga Breta úr Evrópusambandinu, það er Brexit, getur haft áhrif á samninga sem Grænland og Færeyjar hafa gert við Bretland, einkum í sjávarútvegsmálum. 30. maí 2017 07:00
Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00
Segir Breta áfram verða nána bandamenn ESB eftir Brexit Innanríkisráðherra Bretlands lét orðin falla daginn eftir að Angela Merkel sagði Evrópu ekki lengur geta treyst breskum og bandarískum stjórnvöldum að fullu. 29. maí 2017 09:33