iPhone tíu ára: Síminn sem boðaði byltingu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. júní 2017 15:00 Steve Jobs með fyrstu gerð iPhone árið 2007. Athugið að afmælishattinum hefur verið bætt inn á myndina. Vísir/Getty Tíu ár eru í dag liðin síðan iPhone kom fyrst á markað í Bandaríkjunum. Helsti keppinautur iPhone á markaði, Samsung Galaxy, kom ekki á markað fyrr en um tveimur árum síðar. Nú, tíu árum síðar, virðist fyrsta kynslóð iPhone ekki ýkja merkileg. Engin 3G tenging var í símanum, sem var algengt víð aum heim, batteríið entist ekki lengi og myndavélin, sem ekki var með flassi, var léleg. Hann kostaði 499 dollara, eða í kringum 50 þúsund íslenskar krónur sem þótti þá mjög mikið fyrir farsíma, og kaupendur í Bandaríkjunum þurftu að skuldbinda sig til tveggja ára hjá símafyrirtækinu AT&T. Þegar litið er til baka er fyrsta útgáfan af iPhone þó eini síminn sem var á markaði fyrir 10 árum sem gæti átt erindi við fólk í dag. Hér var kominn fyrsti síminn sem var með snertiskjá í góðri upplausn, allt var í lit og enn í dag er nokkurn veginn sama útlit á stjórnkerfi símans.Persónuleg afsökunarbeiðni frá Steve Jobs Síminn var satt best að segja ólíkur öllu öðru á markaði og seldist eins og heitar lummur. Ein milljón eintaka seldist á fyrstu tveimur mánuðunum en þó komu upp nokkrar hindranir á fyrstu mánuðunum. Til að byrja með var framleiðslu á minni gerð símans, sem var fjögur gígabæt, alfarið hætt og stærri gerðin (8GB) lækkuð í verði um 200 dollara. Síminn varð þá meira heillandi í augum nýrra kaupenda en þeir sem þegar höfðu keypt sér 4GB síma fannst þeir hafðir að fíflum. Þeir sem höfðu keypt 4GB símann fengu 100 dollara inneign hjá Apple og persónulega afsökunarbeiðni frá forstjóranum, Steve Jobs. Þá vantaði nokkra hluti í fyrstu útgáfuna sem notendum þykir ómissandi í dag. Engin App Store var í fyrstu kynslóðinni til dæmis og þá var ekki hægt að klippa eða líma texta. Þegar önnur kynslóð símans, iPhone 3G, kom á markað ári seinna fengu notendur langþráða 3G tengingu ásamt GPS. Tveimur árum seinna, með komu iPhone 4 sáu notendur myndavél framan á símanum og FaceTime bættist við app flóruna. iPhone 5s kynnti svo til leiks fingrafaraskannann árið 2013 og árið 2014 bættist við möguleikinn að borga í verslunum í gegnum símann. Nýjasta uppfærslan kom síðasta haust með iPhone 7 og er svo spurning hvaða tækni verði næst hluti af daglegu lífi Apple unnenda um heim allan, hvort sem það er með iPhone 7s eða iPhone 8.Hér fyrir neðan má sjá Steve Jobs kynna iPhone fyrir heiminum árið 2007. Tækni Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Tíu ár eru í dag liðin síðan iPhone kom fyrst á markað í Bandaríkjunum. Helsti keppinautur iPhone á markaði, Samsung Galaxy, kom ekki á markað fyrr en um tveimur árum síðar. Nú, tíu árum síðar, virðist fyrsta kynslóð iPhone ekki ýkja merkileg. Engin 3G tenging var í símanum, sem var algengt víð aum heim, batteríið entist ekki lengi og myndavélin, sem ekki var með flassi, var léleg. Hann kostaði 499 dollara, eða í kringum 50 þúsund íslenskar krónur sem þótti þá mjög mikið fyrir farsíma, og kaupendur í Bandaríkjunum þurftu að skuldbinda sig til tveggja ára hjá símafyrirtækinu AT&T. Þegar litið er til baka er fyrsta útgáfan af iPhone þó eini síminn sem var á markaði fyrir 10 árum sem gæti átt erindi við fólk í dag. Hér var kominn fyrsti síminn sem var með snertiskjá í góðri upplausn, allt var í lit og enn í dag er nokkurn veginn sama útlit á stjórnkerfi símans.Persónuleg afsökunarbeiðni frá Steve Jobs Síminn var satt best að segja ólíkur öllu öðru á markaði og seldist eins og heitar lummur. Ein milljón eintaka seldist á fyrstu tveimur mánuðunum en þó komu upp nokkrar hindranir á fyrstu mánuðunum. Til að byrja með var framleiðslu á minni gerð símans, sem var fjögur gígabæt, alfarið hætt og stærri gerðin (8GB) lækkuð í verði um 200 dollara. Síminn varð þá meira heillandi í augum nýrra kaupenda en þeir sem þegar höfðu keypt sér 4GB síma fannst þeir hafðir að fíflum. Þeir sem höfðu keypt 4GB símann fengu 100 dollara inneign hjá Apple og persónulega afsökunarbeiðni frá forstjóranum, Steve Jobs. Þá vantaði nokkra hluti í fyrstu útgáfuna sem notendum þykir ómissandi í dag. Engin App Store var í fyrstu kynslóðinni til dæmis og þá var ekki hægt að klippa eða líma texta. Þegar önnur kynslóð símans, iPhone 3G, kom á markað ári seinna fengu notendur langþráða 3G tengingu ásamt GPS. Tveimur árum seinna, með komu iPhone 4 sáu notendur myndavél framan á símanum og FaceTime bættist við app flóruna. iPhone 5s kynnti svo til leiks fingrafaraskannann árið 2013 og árið 2014 bættist við möguleikinn að borga í verslunum í gegnum símann. Nýjasta uppfærslan kom síðasta haust með iPhone 7 og er svo spurning hvaða tækni verði næst hluti af daglegu lífi Apple unnenda um heim allan, hvort sem það er með iPhone 7s eða iPhone 8.Hér fyrir neðan má sjá Steve Jobs kynna iPhone fyrir heiminum árið 2007.
Tækni Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira