Golf

Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafía Þórunn á hringnum í dag.
Ólafía Þórunn á hringnum í dag. vísir/getty
Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu.

Ólafía byrjaði hringinn með látum og nældi sér í fugl á fyrstu holu. Draumabyrjun. Þessari byrjun var svo fylgt eftir með fimm pörum í röð.

Á sjöundu holu fékk Ólafía annan fugl og var þá komin í hóp með efstu konum á mótinu. Mögnuð frammistaða.

Á níundu holu byrjaði að síga á ógæfuhliðina. Þá fékk Ólafía sinn fyrsta skolla á hringnum og það var fyrsti skollinn af þremur á sex holum.

Á fimmtándu fékk hún svo tvöfaldan skolla og var komin niður í kringum 100. sætið. Hún kláraði svo hringinn á þremur pörum.

Vísir var með menn á staðnum í dag og var með ítarlega lýsingu af hringnum sem má sjá hér að neðan.




Tengdar fréttir

Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×