Costco-bensínið er lyfleysa Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júní 2017 10:30 Ófá kortin hafa verið straujuð við bensíndælur Costco að undanförnu. Vísir/Ernir Hinn meinti eldsneytissparnaður sem kaupendur Costco-bensíns greina frá á samfélagsmiðlum er tilkominn vegna annarra þátta en eldsneytisins sjálfs. Líklegast verður að telja að ökumenn vandi sig meira við aksturinn eftir umræðuna um yfirburði eldsneytisins. Það leiði til ómeðvitaðs sparaksturs. Þetta er mat Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB, sem hefur ekki farið varhluta af þeirri umræðu sem myndast hefur á samfélagsmiðlum eftir opnun bensínstöðvar Costco í Kauptúni. Fjölmargir hafa fullyrt að eldsneytið sem verslunin selur, hið svokallað Kirkland-bensín, sé þeim eiginleikum gætt að draga úr eyðslu bílsins, jafnvel um 10 til 15 prósent. Það megi rekja til íblöndunarefni sem Costco setur í eldsneyti sitt. Runólfur minnti á í Bítinu í morgun að eldsneyti sé uppfullt af alls konar efnum og neitar hann því ekki að sum þeirra, í ákveðnum tilfellum, geta haft jákvæð áhrif á eyðslu bílsins.Sjá einnig: Garðabær veitir Costco leyfi til að stækka bensínstöðina „En við erum ekki að sjá einhverja svona eyðsluminnkun eins og talað er um á samfélagsmiðlum. Það er meira einhver sparakstur sem fólk hefur farið að iðka prívat og það er bara jákvætt,“ segir Runólfur og vísar í ítarlega rannsókn sem framkvæmd var á V-Power eldsneytinu sem selt hefur verið hjá Skeljungi.Runólfur Ólafsson segir skýringar megi finna annars staðar.VísirNiðurstaðan hafi verið sú að hið sérþróaða V-Power gat haft einhver áhrif á öflugar vélar en gerði lítið fyrir hefðbundnari vélar, t.a.m. í fólksbílnum. Áhrifin fólust helst í snerpu og getu bílvélanna, sem og hreinsun þeirra. „En ef fólk er að keyra með eðlilegum hætti þá er það ekki eitthvað sem maður ætti að hafa áhyggjur af,“ segir Runólfur og brýnir fyrir fólki að fylgja leiðbeiningum framleiðenda í þessum efnum.Hugarfarið svariðLíklegast þykir honum að fólk sem kaupir Costco-bensínið sé ómeðvitað farið að stunda meira sparakstur. Aftur vísar hann til umfangsmikillar rannsóknar sem framkvæmd var af systursamtökum FÍB í Þýskalandi. Þar hafi verið látið reyna á margvísleg tól og tæki sem fullyrt var að hefðu jákvæð áhrif á eldsneytisnotkun bíla, s.s. hólka sem setja átti við eldsneytistankinn.Sjá einnig: Bensínið í Costco blandað bætiefnumFljótlega hafi komið í ljós að tækin sjálf hefðu engin áhrif eldsneytiseyðsluna - en þrátt fyrir það var fólk fullvisst um að dregið hafi úr henni. „Græjunar sem slíkar voru „hókus pókus“-lausnir en svo kom sá þáttur að fólk taldi sig vera að ná sparnaði. Þá voru fengnir félagsfræðingar og sálfræðingar sem sögðu „Við erum að kaupa eitthvað sem við teljum að eigi að gera gagn og ósjálfrátt förum við að hafa hugann við það sem við erum að gera,“ segir Runólfur. Bara við það að hafa hugann við að fara í takti við umferðina, að ökumenn séu ekki alltaf að ýta á bensíngjöfina eða hemla harkalega, geti leitt til verulegs eldsneytissparnaðar útskýrir Runólfur.Áætlað hefur verið að Costco selji um 100 þúsund lítra á dag.Vísir/ErnirEtanólið útskýrir ekki muninn Þá barst talið að etanóli sem ríkið krefst að blandað sé í eldsneyti til að það sé umhverfisvænna. Etanól hefur minna orkugildi og heimilt er að blanda því 10% á móti eldsneytinu. Runólfur segir þó að þrátt fyrir að etanólið væri ekki í myndinni ætti það ekki að leiða til þeirra 10 til 15% eldsneytissparnaðar sem rætt er um á samfélagsmiðlum. Skýringuna megi finna annars staðar - líklega í meðvitaðri akstri eins og áður hefur verið rakið.Costco með 10 prósent? Runólfur segir augljóst að koma Costo hafi hrist upp í markaðnum. Ekki einungis séu olíufélög farin að færa sig inn á smávörumarkaðinn, eins og með kaupum Haga á Olís og N1 á Festi, heldur sé fólk farið að fá hærri afslætti hjá gömlu olíufélögunum. Verðmyndunin sé að breytast. Þá virðist Costco vera að taka ansi stóran hluta af markaðanum að mati Runólfs, þrátt fyrir að vera bara með eina stöð. Hann áætlar að stöðin selji um 100 þúsund lítra á dag - „og ef við uppreiknum það yfir árið þá er Costco með um 10% af markaðnum,“ áætlar Runólfur og bætir við að standist þeir útreikningar væri það „verulegt áfall“ fyrir hinar stöðvarnar. Viðtalið við Runólf má heyra hér að neðan. Costco Tengdar fréttir Bensínið í Costco blandað bætiefnum Staðfest hefur verið að Costco blandar bætiefni í eldsneyti sem það kaupir hér á landi af Skeljungi. Bætiefnið á meðal annars að hjálpa til við hreinsun og smurningu bílvéla. 22. júní 2017 23:25 Garðabær veitir Costco leyfi til þess að stækka bensínstöðina Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í dag að veita bandaríska verslunarrisanum Costco leyfi til að stækka bensínstöð sína við Kauptún. 27. júní 2017 13:32 Markaðsvirði Haga lækkað um 9 milljarða frá opnun Costco Gengi bréfa í Högum hefur nú lækkað um 15 prósent frá því að verslun Costco var opnuð í lok maí. 29. júní 2017 07:00 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira
Hinn meinti eldsneytissparnaður sem kaupendur Costco-bensíns greina frá á samfélagsmiðlum er tilkominn vegna annarra þátta en eldsneytisins sjálfs. Líklegast verður að telja að ökumenn vandi sig meira við aksturinn eftir umræðuna um yfirburði eldsneytisins. Það leiði til ómeðvitaðs sparaksturs. Þetta er mat Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB, sem hefur ekki farið varhluta af þeirri umræðu sem myndast hefur á samfélagsmiðlum eftir opnun bensínstöðvar Costco í Kauptúni. Fjölmargir hafa fullyrt að eldsneytið sem verslunin selur, hið svokallað Kirkland-bensín, sé þeim eiginleikum gætt að draga úr eyðslu bílsins, jafnvel um 10 til 15 prósent. Það megi rekja til íblöndunarefni sem Costco setur í eldsneyti sitt. Runólfur minnti á í Bítinu í morgun að eldsneyti sé uppfullt af alls konar efnum og neitar hann því ekki að sum þeirra, í ákveðnum tilfellum, geta haft jákvæð áhrif á eyðslu bílsins.Sjá einnig: Garðabær veitir Costco leyfi til að stækka bensínstöðina „En við erum ekki að sjá einhverja svona eyðsluminnkun eins og talað er um á samfélagsmiðlum. Það er meira einhver sparakstur sem fólk hefur farið að iðka prívat og það er bara jákvætt,“ segir Runólfur og vísar í ítarlega rannsókn sem framkvæmd var á V-Power eldsneytinu sem selt hefur verið hjá Skeljungi.Runólfur Ólafsson segir skýringar megi finna annars staðar.VísirNiðurstaðan hafi verið sú að hið sérþróaða V-Power gat haft einhver áhrif á öflugar vélar en gerði lítið fyrir hefðbundnari vélar, t.a.m. í fólksbílnum. Áhrifin fólust helst í snerpu og getu bílvélanna, sem og hreinsun þeirra. „En ef fólk er að keyra með eðlilegum hætti þá er það ekki eitthvað sem maður ætti að hafa áhyggjur af,“ segir Runólfur og brýnir fyrir fólki að fylgja leiðbeiningum framleiðenda í þessum efnum.Hugarfarið svariðLíklegast þykir honum að fólk sem kaupir Costco-bensínið sé ómeðvitað farið að stunda meira sparakstur. Aftur vísar hann til umfangsmikillar rannsóknar sem framkvæmd var af systursamtökum FÍB í Þýskalandi. Þar hafi verið látið reyna á margvísleg tól og tæki sem fullyrt var að hefðu jákvæð áhrif á eldsneytisnotkun bíla, s.s. hólka sem setja átti við eldsneytistankinn.Sjá einnig: Bensínið í Costco blandað bætiefnumFljótlega hafi komið í ljós að tækin sjálf hefðu engin áhrif eldsneytiseyðsluna - en þrátt fyrir það var fólk fullvisst um að dregið hafi úr henni. „Græjunar sem slíkar voru „hókus pókus“-lausnir en svo kom sá þáttur að fólk taldi sig vera að ná sparnaði. Þá voru fengnir félagsfræðingar og sálfræðingar sem sögðu „Við erum að kaupa eitthvað sem við teljum að eigi að gera gagn og ósjálfrátt förum við að hafa hugann við það sem við erum að gera,“ segir Runólfur. Bara við það að hafa hugann við að fara í takti við umferðina, að ökumenn séu ekki alltaf að ýta á bensíngjöfina eða hemla harkalega, geti leitt til verulegs eldsneytissparnaðar útskýrir Runólfur.Áætlað hefur verið að Costco selji um 100 þúsund lítra á dag.Vísir/ErnirEtanólið útskýrir ekki muninn Þá barst talið að etanóli sem ríkið krefst að blandað sé í eldsneyti til að það sé umhverfisvænna. Etanól hefur minna orkugildi og heimilt er að blanda því 10% á móti eldsneytinu. Runólfur segir þó að þrátt fyrir að etanólið væri ekki í myndinni ætti það ekki að leiða til þeirra 10 til 15% eldsneytissparnaðar sem rætt er um á samfélagsmiðlum. Skýringuna megi finna annars staðar - líklega í meðvitaðri akstri eins og áður hefur verið rakið.Costco með 10 prósent? Runólfur segir augljóst að koma Costo hafi hrist upp í markaðnum. Ekki einungis séu olíufélög farin að færa sig inn á smávörumarkaðinn, eins og með kaupum Haga á Olís og N1 á Festi, heldur sé fólk farið að fá hærri afslætti hjá gömlu olíufélögunum. Verðmyndunin sé að breytast. Þá virðist Costco vera að taka ansi stóran hluta af markaðanum að mati Runólfs, þrátt fyrir að vera bara með eina stöð. Hann áætlar að stöðin selji um 100 þúsund lítra á dag - „og ef við uppreiknum það yfir árið þá er Costco með um 10% af markaðnum,“ áætlar Runólfur og bætir við að standist þeir útreikningar væri það „verulegt áfall“ fyrir hinar stöðvarnar. Viðtalið við Runólf má heyra hér að neðan.
Costco Tengdar fréttir Bensínið í Costco blandað bætiefnum Staðfest hefur verið að Costco blandar bætiefni í eldsneyti sem það kaupir hér á landi af Skeljungi. Bætiefnið á meðal annars að hjálpa til við hreinsun og smurningu bílvéla. 22. júní 2017 23:25 Garðabær veitir Costco leyfi til þess að stækka bensínstöðina Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í dag að veita bandaríska verslunarrisanum Costco leyfi til að stækka bensínstöð sína við Kauptún. 27. júní 2017 13:32 Markaðsvirði Haga lækkað um 9 milljarða frá opnun Costco Gengi bréfa í Högum hefur nú lækkað um 15 prósent frá því að verslun Costco var opnuð í lok maí. 29. júní 2017 07:00 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira
Bensínið í Costco blandað bætiefnum Staðfest hefur verið að Costco blandar bætiefni í eldsneyti sem það kaupir hér á landi af Skeljungi. Bætiefnið á meðal annars að hjálpa til við hreinsun og smurningu bílvéla. 22. júní 2017 23:25
Garðabær veitir Costco leyfi til þess að stækka bensínstöðina Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í dag að veita bandaríska verslunarrisanum Costco leyfi til að stækka bensínstöð sína við Kauptún. 27. júní 2017 13:32
Markaðsvirði Haga lækkað um 9 milljarða frá opnun Costco Gengi bréfa í Högum hefur nú lækkað um 15 prósent frá því að verslun Costco var opnuð í lok maí. 29. júní 2017 07:00