Golf

Ólafía í góðum félagsskap á PGA-meistaramótinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Twitter
Phil Mickelson, einn besti kylfingur heims, heilsaði upp á nokkra kylfinga fyrir PGA-meistaramótið í kvennaflokki sem hefst á fimmtudag.

KPMG er aðalstyrkaraðili mótsins en Mickelson hefur verið á mála hjá KPMG um árabil. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir bættist í þann hóp fyrr á þessu ári, skömmu eftir að hún hafði unnið sér inn þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni.







Ólafía Þórunn vann sér inn þátttökurétt á PGA-meistaramótinu með góðum árangri á mótaröðinni í vetur og verður þar með fyrsti íslenski kylfingurinn sem keppir á risamóti í golfi.

Eins og fram hefur komið í fréttum okkar er mun meira í húfi á þessu móti en öðrum, bæði hvað varðar stig og verðlaunafé.

Mótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og Stöð 2 Sport 4.

Hér má sjá viðtal sem var birt við Ólafíu Þórunni á Golf Channel í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×