Demókrati gagnrýnir viðbrögð Obama við aðgerðum Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2017 13:30 „Bandaríska þjóðin þurfti að vita hvað væri að gerast.“ Vísir/Getty Háttsettur þingmaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hefur gagnrýnt Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa ekki gripið til umfangsmikilli aðgerða þegar ljóst var að yfirvöld í Rússlandi ætluðu sér að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem haldnar voru þar í landi í fyrra. „Ég held að ríkisstjórn Obama hefði átt að gera mun meira þegar afskipti Rússa urðu ljós, og þegar það varð ljóst að þeim var stýrt úr hæstu hæðum Kremlin,“ sagði Adam Schiff í þættinum State of the Union á CNN.Schiff er æðsti meðlimur demókrata sem tilheyrir þingnefnd fulltrúadeildarinnar um njósnamál, en hann og þingkonan Dianne Feinstein þrýstu á ríkisstjórn Obama fyrir kosningarnar. Hann segir ákvörðun Obama að grípa ekki til aðgerða fyrr en eftir kosningarnar hafa verið ranga. „Bandaríska þjóðin þurfti að vita hvað væri að gerast.“ Því gripu Schiff og Feinstein til þess ráðs að birta einhliða yfirlýsingu þar sem þingmennirnir sögðu ljóst að markmið Rússa væri að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna og að kölluðu eftir því að afskiptum þeirra yrði hætt.Washington Post birti nýverið ítarlega grein um að Obama hefði fengið upplýsingar um afskipti Rússa í ágúst í fyrra og að Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefði gefið skipun um slík afskipti. Markmiðið með þeim aðgerðum væri að hjálpa Donald Trump að vinna kosningarnar sem haldnar voru í nóvember. Upplýsingarnar eru sagðar hafa komið frá aðilum innan ríkisstjórnar Putin. Það var ekki fyrr en í desember sem ríkisstjórn Bandaríkjanna beitti þvingunum gegn Rússlandi og rak fjölda rússneskra njósnara og erindreka úr landi. Obama mun hafa óttast að ef hann gripi til aðgerða gegn Rússum yrði talið að hann væri sjálfur að skipta sér af kosningunum. Donald Trump hefur tíst um fregnir Washington Post um helgina og nú í dag. Tíst Trump í dag þar sem hann gagnrýnir Obama og fer fram á afsökunarbeiðni.Nú segir hann að ástæða þess að Obama hafi „ekkert gert eftir að hafa fengið upplýsingar um afskipti“ hafi verið að hann taldi að Hillary Clinton myndi vinna og því hafi hann ekki viljað „rugga bátnum“. Trump virðist gagnrýna Obama fyrir aðgerðaleysið og segir að Clinton og demókratar hafi ekki grætt á Obama hafði ekki brugðist við.Tíst Trump frá 22. júní þegar hann sagði allar fregnir um afskipti Rússa vera gabb demókrata.Trump hefur í gegnum tíðina verið margsaga um afskipti Rússa og nú síðast þann 22. júní sagði hann að þetta væri ekkert annað en gabb demókrata til að afsaka tap þeirra í kosningunum. Hann hefur áður sagt að Kína hefði mögulega gert tölvuárásir en ekki Rússar og jafnvel einhver feitur maður í sófanum sínum.Tweets by realDonaldTrump Donald Trump Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Háttsettur þingmaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hefur gagnrýnt Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa ekki gripið til umfangsmikilli aðgerða þegar ljóst var að yfirvöld í Rússlandi ætluðu sér að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem haldnar voru þar í landi í fyrra. „Ég held að ríkisstjórn Obama hefði átt að gera mun meira þegar afskipti Rússa urðu ljós, og þegar það varð ljóst að þeim var stýrt úr hæstu hæðum Kremlin,“ sagði Adam Schiff í þættinum State of the Union á CNN.Schiff er æðsti meðlimur demókrata sem tilheyrir þingnefnd fulltrúadeildarinnar um njósnamál, en hann og þingkonan Dianne Feinstein þrýstu á ríkisstjórn Obama fyrir kosningarnar. Hann segir ákvörðun Obama að grípa ekki til aðgerða fyrr en eftir kosningarnar hafa verið ranga. „Bandaríska þjóðin þurfti að vita hvað væri að gerast.“ Því gripu Schiff og Feinstein til þess ráðs að birta einhliða yfirlýsingu þar sem þingmennirnir sögðu ljóst að markmið Rússa væri að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna og að kölluðu eftir því að afskiptum þeirra yrði hætt.Washington Post birti nýverið ítarlega grein um að Obama hefði fengið upplýsingar um afskipti Rússa í ágúst í fyrra og að Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefði gefið skipun um slík afskipti. Markmiðið með þeim aðgerðum væri að hjálpa Donald Trump að vinna kosningarnar sem haldnar voru í nóvember. Upplýsingarnar eru sagðar hafa komið frá aðilum innan ríkisstjórnar Putin. Það var ekki fyrr en í desember sem ríkisstjórn Bandaríkjanna beitti þvingunum gegn Rússlandi og rak fjölda rússneskra njósnara og erindreka úr landi. Obama mun hafa óttast að ef hann gripi til aðgerða gegn Rússum yrði talið að hann væri sjálfur að skipta sér af kosningunum. Donald Trump hefur tíst um fregnir Washington Post um helgina og nú í dag. Tíst Trump í dag þar sem hann gagnrýnir Obama og fer fram á afsökunarbeiðni.Nú segir hann að ástæða þess að Obama hafi „ekkert gert eftir að hafa fengið upplýsingar um afskipti“ hafi verið að hann taldi að Hillary Clinton myndi vinna og því hafi hann ekki viljað „rugga bátnum“. Trump virðist gagnrýna Obama fyrir aðgerðaleysið og segir að Clinton og demókratar hafi ekki grætt á Obama hafði ekki brugðist við.Tíst Trump frá 22. júní þegar hann sagði allar fregnir um afskipti Rússa vera gabb demókrata.Trump hefur í gegnum tíðina verið margsaga um afskipti Rússa og nú síðast þann 22. júní sagði hann að þetta væri ekkert annað en gabb demókrata til að afsaka tap þeirra í kosningunum. Hann hefur áður sagt að Kína hefði mögulega gert tölvuárásir en ekki Rússar og jafnvel einhver feitur maður í sófanum sínum.Tweets by realDonaldTrump
Donald Trump Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira