Valinn fyrstur en klúðraði málunum skemmtilega á Instagram Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2017 10:30 Markelle Fultz er mættur til 76ers. Markelle Fultz, 19 ára gamall leikmaður Washington-háskólans, var í nótt valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfubolta til Philadelphia 76ers. Þessi 195 cm hávaxni leikstjórnandi vildi ólmur vera valinn fyrstur en hann talaði um það reglulega í aðdraganda kvöldsins. Hann fékk ósk sína uppfyllta og hefur nú NBA-ferilinn tveimur og hálfum tíma frá æskuheimili sínu. „Þegar ég heyrði nafnið mitt kallað var það eins og Guð væri að kalla á mig,“ sagði Fultz kampakátur þegar hann steig niður af sviðinu sem nýjasti leikmaður Philadelphia. Fultz spilaði aðeins eitt ár með Washington-háskólanum og var stigahæsti businn af öllum í efstu deild háskólaboltans á síðustu leiktíð. Hann skoraði 23,2 stig að meðaltali í leik, tók 5,7 fráköst og tók 5,9 fráköst að meðaltali í leik. Aðeins Kevin Durant ((Texas, 2006-07) og Micahel Beasley (Kansas State, 2007-08) skoruðu meira sem busar á fyrsta ári í háskóla en Fultz undanfarinn áratug. Fultz var svo glaður og spenntur eftir valið að hann gerði smá skyssu á Instagram. Hann hafði greinilega fengið sendan texta frá umboðsmanni sínum til að setja á Instagram en þar vantaði að setja inn nafn liðsins og borgina sem hann var að fara að spila í. „Ég er spenntur fyrir því að halda til (nafn borgar) og ganga í raðir (nafn liðs). Tissot hjálpar mér að koma mér af stað með (nafn liðs),“ skrifaði Fultz á Instagram en henti svo færslunni. Að sjálfsögðu náðist skjáskot. Eins og búist var við endaði Lonzo Ball hjá Los Angeles Lakers og Jayson Tatum frá Duke fór til Boston Celtics. Josh Jackson fór fram Kansas-háskólanum til Phoenix Suns og Sacramento Kings tók Jonathan Isaac frá Kentucky.Hér má sjá fyrstu umferð nýliðavalsins."EXCITED TO HEAD TO (CITY) AND JOIN THE (TEAM NAME)" pic.twitter.com/zpJHnkvZyl— The Ringer (@ringer) June 23, 2017 NBA Tengdar fréttir Jimmy Butler spangólar nú sem Úlfur Svakalegar sviptingar voru á nýliðavalsdeginum í NBA og enduðu ein skiptin með því að Jimmy Butler fór til Minnesota. 23. júní 2017 09:00 Mest lesið Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Markelle Fultz, 19 ára gamall leikmaður Washington-háskólans, var í nótt valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfubolta til Philadelphia 76ers. Þessi 195 cm hávaxni leikstjórnandi vildi ólmur vera valinn fyrstur en hann talaði um það reglulega í aðdraganda kvöldsins. Hann fékk ósk sína uppfyllta og hefur nú NBA-ferilinn tveimur og hálfum tíma frá æskuheimili sínu. „Þegar ég heyrði nafnið mitt kallað var það eins og Guð væri að kalla á mig,“ sagði Fultz kampakátur þegar hann steig niður af sviðinu sem nýjasti leikmaður Philadelphia. Fultz spilaði aðeins eitt ár með Washington-háskólanum og var stigahæsti businn af öllum í efstu deild háskólaboltans á síðustu leiktíð. Hann skoraði 23,2 stig að meðaltali í leik, tók 5,7 fráköst og tók 5,9 fráköst að meðaltali í leik. Aðeins Kevin Durant ((Texas, 2006-07) og Micahel Beasley (Kansas State, 2007-08) skoruðu meira sem busar á fyrsta ári í háskóla en Fultz undanfarinn áratug. Fultz var svo glaður og spenntur eftir valið að hann gerði smá skyssu á Instagram. Hann hafði greinilega fengið sendan texta frá umboðsmanni sínum til að setja á Instagram en þar vantaði að setja inn nafn liðsins og borgina sem hann var að fara að spila í. „Ég er spenntur fyrir því að halda til (nafn borgar) og ganga í raðir (nafn liðs). Tissot hjálpar mér að koma mér af stað með (nafn liðs),“ skrifaði Fultz á Instagram en henti svo færslunni. Að sjálfsögðu náðist skjáskot. Eins og búist var við endaði Lonzo Ball hjá Los Angeles Lakers og Jayson Tatum frá Duke fór til Boston Celtics. Josh Jackson fór fram Kansas-háskólanum til Phoenix Suns og Sacramento Kings tók Jonathan Isaac frá Kentucky.Hér má sjá fyrstu umferð nýliðavalsins."EXCITED TO HEAD TO (CITY) AND JOIN THE (TEAM NAME)" pic.twitter.com/zpJHnkvZyl— The Ringer (@ringer) June 23, 2017
NBA Tengdar fréttir Jimmy Butler spangólar nú sem Úlfur Svakalegar sviptingar voru á nýliðavalsdeginum í NBA og enduðu ein skiptin með því að Jimmy Butler fór til Minnesota. 23. júní 2017 09:00 Mest lesið Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Jimmy Butler spangólar nú sem Úlfur Svakalegar sviptingar voru á nýliðavalsdeginum í NBA og enduðu ein skiptin með því að Jimmy Butler fór til Minnesota. 23. júní 2017 09:00