Facebook eflir eftirlit með skilaboðum öfgamanna í kjölfar árásanna í Bretlandi Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 23. júní 2017 08:28 Facebook lætur sitt ekki eftir liggja í baráttunni gegn hryðjuverkum. Vísir/Getty Facebook hefur sett á laggirnar sérstakt verkefni sem er ætlað að þjálfa og fjármagna samtök til að berjast gegn skilaboðum öfgahópa á netinu. Verkefnið kemur í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bretlandi en titill verkefnisins er Hugrekki almennings á netinu. Reuters greinir frá. Stefnt er að því að þjálfa samtök til að aðstoða við að hafa auga með og bregðast við skilaboðum öfgamanna. Jafnframt verður stofnað þjónustuborð sem gerir fólki kleift að komast beint í samband við starfsfólk Facebook. Facebook hefur meðal annars ráðið til sín sérfræðinga í öryggi og með mikla reynslu í baráttunni gegn hryðjuverkum. Undanfarið hafa internetfyrirtæki reynt að hafa hemil á hatursorðræðu og ofbeldisfullu efni innan þeirra miðla. Bresk yfirvöld hafa í kjölfar árásanna gagnrýnt internetfyrirtæki og samfélagsmiðla og sagt þá spila stórt hlutverk í þessu ástandi. Þar hafi áróður öfgamanna fengið sitt rými til að blómstra. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur meðal annars hvatt stjórnendur Evrópusambandsins til að beita þrýstingi til að fá breytingar í gegn. Facebook er ekki eina fyrirtækið sem hefur tekið ábendingarnar til sín en Google og Twitter hafa einnig gefið út þá yfirlýsingu að þeir hafi endurskoðað sína ferla og aukið við starfskraft sinn með það fyrir augum að fylgjast vel með málum. Öryggissérfræðingar segja að þetta átak sé strax farið að hafa áhrif en þó sé enn langt í land. Hryðjuverk í London Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13 Mest lesið Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Facebook hefur sett á laggirnar sérstakt verkefni sem er ætlað að þjálfa og fjármagna samtök til að berjast gegn skilaboðum öfgahópa á netinu. Verkefnið kemur í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bretlandi en titill verkefnisins er Hugrekki almennings á netinu. Reuters greinir frá. Stefnt er að því að þjálfa samtök til að aðstoða við að hafa auga með og bregðast við skilaboðum öfgamanna. Jafnframt verður stofnað þjónustuborð sem gerir fólki kleift að komast beint í samband við starfsfólk Facebook. Facebook hefur meðal annars ráðið til sín sérfræðinga í öryggi og með mikla reynslu í baráttunni gegn hryðjuverkum. Undanfarið hafa internetfyrirtæki reynt að hafa hemil á hatursorðræðu og ofbeldisfullu efni innan þeirra miðla. Bresk yfirvöld hafa í kjölfar árásanna gagnrýnt internetfyrirtæki og samfélagsmiðla og sagt þá spila stórt hlutverk í þessu ástandi. Þar hafi áróður öfgamanna fengið sitt rými til að blómstra. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur meðal annars hvatt stjórnendur Evrópusambandsins til að beita þrýstingi til að fá breytingar í gegn. Facebook er ekki eina fyrirtækið sem hefur tekið ábendingarnar til sín en Google og Twitter hafa einnig gefið út þá yfirlýsingu að þeir hafi endurskoðað sína ferla og aukið við starfskraft sinn með það fyrir augum að fylgjast vel með málum. Öryggissérfræðingar segja að þetta átak sé strax farið að hafa áhrif en þó sé enn langt í land.
Hryðjuverk í London Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13 Mest lesið Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13