Bensínið í Costco blandað bætiefnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2017 23:25 Bensínið í Costco hefur alið af sér eldheitar umræður í íslensku samfélagi síðustu misserin. Vísir/eyþór Bensín sem selt er í Costco er blandað bætiefni sem á að smyrja bíla og auka sparneytni. Rannsókn Umhverfisstofnunar leiðir þetta í ljós en ekki er hægt að staðfesta hvort efnið hafi umrædd áhrif. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV í kvöld. Staðfest hefur verið að Costco blandar bætiefni í eldsneyti sem það kaupir hér á landi af Skeljungi. Bætiefnið á meðal annars að hjálpa til við hreinsun og smurningu bílvéla. Í frétt RÚV kom fram að verslunarrisinn skeri sig úr hvað eldsneytisblöndun varðar en aðrar bensínstöðvar blanda ekki sitt eigið eldsneyti.Ekki víst hvort bætiefnið hafi tilætluð áhrif Eldsneytið í Costco hefur verið mikið á milli tannanna á Íslendingum undanfarnar vikur. Bensínið er það ódýrasta á landinu en því hefur jafnframt verið haldið fram að með Costco-eldsneytinu komist bílar beinlínis lengri vegalengdir en með öðru eldsneyti. Umræða um þetta hefur verið áberandi í sérstökum Costco-hóp á Facebook en margir meðlimir hópsins bentu þó á að eyðsla bíla fari eftir aðstæðum hverju sinni. Í kjölfar umræðunnar staðfesti Umhverfisstofnun að bætiefni væri blandað eldsneytinu í Costco. Gerð var rannsókn á efninu sem bætt er út í Costco-bensínið en stofnunin fékk ábendingu um blöndunina frá heilbrigðiseftirlitinu. Eiríkur Þ. Baldursson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagði í samtali við RÚV að um væri að ræða bætiefni frá fyrirtækinu Lubrizol. Hann sagði þessu bætiefni bætt við í mjög litlu magni og getur ekki sagt til um hvort það smyrji vélar bílanna eða geri þær sparneytnari.Vísir hefur sent Costco fyrirspurn um málið. Costco Tengdar fréttir Costco lækkar verð á eldsneyti enn frekar Bensínverð Costco hefur lækkað enn frekar og er nú líterinn af dísel olíu 155,9 kr. og líterinn af bensíni er 164,9 kr. 22. júní 2017 10:17 Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19 Raðirnar í Costco náðu enda á milli Stappfullt var í Costco í gær. 19. júní 2017 11:50 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Bensín sem selt er í Costco er blandað bætiefni sem á að smyrja bíla og auka sparneytni. Rannsókn Umhverfisstofnunar leiðir þetta í ljós en ekki er hægt að staðfesta hvort efnið hafi umrædd áhrif. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV í kvöld. Staðfest hefur verið að Costco blandar bætiefni í eldsneyti sem það kaupir hér á landi af Skeljungi. Bætiefnið á meðal annars að hjálpa til við hreinsun og smurningu bílvéla. Í frétt RÚV kom fram að verslunarrisinn skeri sig úr hvað eldsneytisblöndun varðar en aðrar bensínstöðvar blanda ekki sitt eigið eldsneyti.Ekki víst hvort bætiefnið hafi tilætluð áhrif Eldsneytið í Costco hefur verið mikið á milli tannanna á Íslendingum undanfarnar vikur. Bensínið er það ódýrasta á landinu en því hefur jafnframt verið haldið fram að með Costco-eldsneytinu komist bílar beinlínis lengri vegalengdir en með öðru eldsneyti. Umræða um þetta hefur verið áberandi í sérstökum Costco-hóp á Facebook en margir meðlimir hópsins bentu þó á að eyðsla bíla fari eftir aðstæðum hverju sinni. Í kjölfar umræðunnar staðfesti Umhverfisstofnun að bætiefni væri blandað eldsneytinu í Costco. Gerð var rannsókn á efninu sem bætt er út í Costco-bensínið en stofnunin fékk ábendingu um blöndunina frá heilbrigðiseftirlitinu. Eiríkur Þ. Baldursson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagði í samtali við RÚV að um væri að ræða bætiefni frá fyrirtækinu Lubrizol. Hann sagði þessu bætiefni bætt við í mjög litlu magni og getur ekki sagt til um hvort það smyrji vélar bílanna eða geri þær sparneytnari.Vísir hefur sent Costco fyrirspurn um málið.
Costco Tengdar fréttir Costco lækkar verð á eldsneyti enn frekar Bensínverð Costco hefur lækkað enn frekar og er nú líterinn af dísel olíu 155,9 kr. og líterinn af bensíni er 164,9 kr. 22. júní 2017 10:17 Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19 Raðirnar í Costco náðu enda á milli Stappfullt var í Costco í gær. 19. júní 2017 11:50 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Costco lækkar verð á eldsneyti enn frekar Bensínverð Costco hefur lækkað enn frekar og er nú líterinn af dísel olíu 155,9 kr. og líterinn af bensíni er 164,9 kr. 22. júní 2017 10:17
Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19