Epli og appelsínur Ólafur Arnarson skrifar 23. júní 2017 06:00 Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendir mér tóninn í viðtali við Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudaginn. Hann virðist telja mig hafa tekið upp hanskann fyrir Costco og verið ósanngjarnan í garð Bónuss. Þetta get ég ekki fallist á. Ég hef einungis tekið upp hanskann fyrir íslenska neytendur. Alvarlegar ásakanir hafa komið fram frá öðrum en mér um að í Bónus sé stundað að lækka verð rétt á meðan verðkannanir standa yfir sem og að hækka verð þegar mikið er að gera í verslununum. Ég lýsti þeirri skoðun minni að alvarlegt væri ef rétt væri. RÚV, í samvinnu við ASÍ, birti nýlega verðkönnun sem sýndi að ódýrasta innkaupakarfan í Bónus er ódýrari en ódýrasta karfa í Costco, án tillits til tegundar eða gæða. Á þetta benti ég í viðtölum við fjölmiðla. Ég veit ekki betur en að gagnrýni m.a. frá Högum á verðkannanir ASÍ hafi einmitt beinst að því að ekki sé verið að bera saman sambærilegar vörur. Að verið sé að bera saman epli og appelsínur en ekki epli og epli. Finnur virðist blanda saman ummælum mínum um aðskilda hluti og túlka sem einn og sama hlutinn. Með því er hann í raun að bera saman epli og appelsínur, sem aldrei er gott. Ég vona að við Finnur séum sammála um að betra er að bera jafnan saman epli og epli. Finnur lætur að því liggja að með ummælum mínum hafi ég sakað Jóhannes heitinn í Bónus, sem var mér mjög kær, um blekkingar gagnvart neytendum. Það myndi ég aldrei gera. Jóhannes var einhver besti bandamaður sem íslenskir neytendur hafa átt. Costco færir nýja samkeppni inn á íslenskan dagvörumarkað og lækkar vöruverð rétt eins og Hagkaup gerði 1959 og Bónus 1989. Því fagna ég fyrir hönd íslenskra neytenda. Fákeppni á dagvörumarkaði hefur fært háar fjárhæðir úr vösum neytenda í vasa eigenda innflutnings- og smásölufyrirtækja. Öflug og heilbrigð samkeppni er besti vinur neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Arnarson Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendir mér tóninn í viðtali við Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudaginn. Hann virðist telja mig hafa tekið upp hanskann fyrir Costco og verið ósanngjarnan í garð Bónuss. Þetta get ég ekki fallist á. Ég hef einungis tekið upp hanskann fyrir íslenska neytendur. Alvarlegar ásakanir hafa komið fram frá öðrum en mér um að í Bónus sé stundað að lækka verð rétt á meðan verðkannanir standa yfir sem og að hækka verð þegar mikið er að gera í verslununum. Ég lýsti þeirri skoðun minni að alvarlegt væri ef rétt væri. RÚV, í samvinnu við ASÍ, birti nýlega verðkönnun sem sýndi að ódýrasta innkaupakarfan í Bónus er ódýrari en ódýrasta karfa í Costco, án tillits til tegundar eða gæða. Á þetta benti ég í viðtölum við fjölmiðla. Ég veit ekki betur en að gagnrýni m.a. frá Högum á verðkannanir ASÍ hafi einmitt beinst að því að ekki sé verið að bera saman sambærilegar vörur. Að verið sé að bera saman epli og appelsínur en ekki epli og epli. Finnur virðist blanda saman ummælum mínum um aðskilda hluti og túlka sem einn og sama hlutinn. Með því er hann í raun að bera saman epli og appelsínur, sem aldrei er gott. Ég vona að við Finnur séum sammála um að betra er að bera jafnan saman epli og epli. Finnur lætur að því liggja að með ummælum mínum hafi ég sakað Jóhannes heitinn í Bónus, sem var mér mjög kær, um blekkingar gagnvart neytendum. Það myndi ég aldrei gera. Jóhannes var einhver besti bandamaður sem íslenskir neytendur hafa átt. Costco færir nýja samkeppni inn á íslenskan dagvörumarkað og lækkar vöruverð rétt eins og Hagkaup gerði 1959 og Bónus 1989. Því fagna ég fyrir hönd íslenskra neytenda. Fákeppni á dagvörumarkaði hefur fært háar fjárhæðir úr vösum neytenda í vasa eigenda innflutnings- og smásölufyrirtækja. Öflug og heilbrigð samkeppni er besti vinur neytenda.
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun