Bera skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. júní 2017 09:00 Engin stefnubreyting hefur orðið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi skotvopnaburð. Skotvopnin eru í lokuðum hirslum og almennir lögreglumenn bera að jafnaði ekki byssur. Fyrirmæli til sérsveitarmanna hafa breyst. Þeir sérsveitarmenn sem sinna vopnamálum bera nú skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma. Vopnaðir sérsveitarmenn á vegum ríkislögreglustjóra sinntu öryggisgæslu við Color Run fyrr í þessum mánuði og á landsleik Íslands og Króatíu. Þá sáust lögreglumenn vopnaðir skotvopnum sitja að snæðingi á Múlakaffi á dögunum. Þeir voru ekki að bregðast við aðsteðjandi hættu inni á veitingastaðnum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að engin stefnubreyting hafi orðið hjá embættinu varðandi skotvopnaburð lögreglumanna. Almennir lögreglumenn bera að jafnaði ekki skotvopn og aðeins er gripið til þeirra við sérstakar aðstæður. „Það væri þá í samræmi við vopnareglur. Til dæmis ef það kæmi útkall þar sem að grunur léki á að einhver væri vopnaður og það stafaði ógn af honum. Þá gæti komið til þess að lögreglumenn myndu vopnast. Þá væru þá yfirleitt fáir samkvæmt sérstakri ákvörðun. Þá þyrfti að opna aðgengi að vopnum sem eru í sérstökum læstum hirslum. Þetta er ekki algengt en gerist endrum og sinnum,“ segir Sigríður Björk. Reglurnar sem lögreglustjórinn vísar til hafa verið birtar en þar segir að geyma skuli skotvopn, sprengivopn, gasvopn, hvellvopn og fylgibúnað á lögreglustöð. „Vopnin skulu geymd með tryggilegum hætti í læstri hirslu eða aðstöðu, þar sem þau eru tilbúin til notkunar. Ríkislögreglustjóri getur sett reglur um vopnageymslur lögreglu. Lögreglustjóri getur þó ákveðið í samráði við ríkislögreglustjórann að skammbyssur séu hafðar með í lögreglubifreið í sérstökum tilfellum,“ segir í 19. gr. reglnanna. Í sjö lögreglubílum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru byssur í sérstökum lokuðum hólfum. Ljóst er af þessu að ef fólk sér lögreglumann bera skotvopn þá er viðkomandi meðlimur í sérsveit ríkislögreglustjóra en ekki lögreglumaður hjá LRH. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir enga stefnubreytingu hafa orðið.Vísir/Anton brink„Þeir menn sem bera vopnin á læri eru með fyrirmæli um að sinna vopnamálum. Það hefur verið aukning í vopnamálum eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Við erum í raun bara að tryggja öryggi og stytta viðbragðstíma í vopnamálum. Þannig að já, þeir hafa fengið breytt fyrirmæli,“ segir Ásmundur Kr. Ásmundsson settur aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og starfandi yfirmaður sérsveitarinnar. Breytt fyrirmæli til þeirra sem sinna vopnamálum fólust í því að bera skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma. Sérsveitarmenn sem sinntu gæslu á Color Run voru með skammbyssu á lærinu í samræmi við það. En hvað með skotvopnaburð á veitingastöðum? Má almenningur vænta þess að sjá sérsveitarmenn vopnaða á veitingahúsum eins og gerðist á dögunum? „Sérsveitarmenn eiga að bera vopn, þeir sem eru að sinna vopnamálum. Í daglegum störfum er hluti af starfinu að borða. Matartími er ekki frítími. Það er hluti af starfsskyldum sérsveitarmanna að fara í mat, næra sig og vera tilbúnir. Þeir voru vopnaðir á þessum stað en við höfum breytt því. Til þess að sýna ákveðna tillitssemi höfum við breytt þessu,“ segir Ásmundur. Að þessu sögðu má fólk ekki vænta þess að sjá aftur vopnaða sérsveitarmenn á veitingastöðum. Skotvopn lögreglu Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Engin stefnubreyting hefur orðið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi skotvopnaburð. Skotvopnin eru í lokuðum hirslum og almennir lögreglumenn bera að jafnaði ekki byssur. Fyrirmæli til sérsveitarmanna hafa breyst. Þeir sérsveitarmenn sem sinna vopnamálum bera nú skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma. Vopnaðir sérsveitarmenn á vegum ríkislögreglustjóra sinntu öryggisgæslu við Color Run fyrr í þessum mánuði og á landsleik Íslands og Króatíu. Þá sáust lögreglumenn vopnaðir skotvopnum sitja að snæðingi á Múlakaffi á dögunum. Þeir voru ekki að bregðast við aðsteðjandi hættu inni á veitingastaðnum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að engin stefnubreyting hafi orðið hjá embættinu varðandi skotvopnaburð lögreglumanna. Almennir lögreglumenn bera að jafnaði ekki skotvopn og aðeins er gripið til þeirra við sérstakar aðstæður. „Það væri þá í samræmi við vopnareglur. Til dæmis ef það kæmi útkall þar sem að grunur léki á að einhver væri vopnaður og það stafaði ógn af honum. Þá gæti komið til þess að lögreglumenn myndu vopnast. Þá væru þá yfirleitt fáir samkvæmt sérstakri ákvörðun. Þá þyrfti að opna aðgengi að vopnum sem eru í sérstökum læstum hirslum. Þetta er ekki algengt en gerist endrum og sinnum,“ segir Sigríður Björk. Reglurnar sem lögreglustjórinn vísar til hafa verið birtar en þar segir að geyma skuli skotvopn, sprengivopn, gasvopn, hvellvopn og fylgibúnað á lögreglustöð. „Vopnin skulu geymd með tryggilegum hætti í læstri hirslu eða aðstöðu, þar sem þau eru tilbúin til notkunar. Ríkislögreglustjóri getur sett reglur um vopnageymslur lögreglu. Lögreglustjóri getur þó ákveðið í samráði við ríkislögreglustjórann að skammbyssur séu hafðar með í lögreglubifreið í sérstökum tilfellum,“ segir í 19. gr. reglnanna. Í sjö lögreglubílum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru byssur í sérstökum lokuðum hólfum. Ljóst er af þessu að ef fólk sér lögreglumann bera skotvopn þá er viðkomandi meðlimur í sérsveit ríkislögreglustjóra en ekki lögreglumaður hjá LRH. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir enga stefnubreytingu hafa orðið.Vísir/Anton brink„Þeir menn sem bera vopnin á læri eru með fyrirmæli um að sinna vopnamálum. Það hefur verið aukning í vopnamálum eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Við erum í raun bara að tryggja öryggi og stytta viðbragðstíma í vopnamálum. Þannig að já, þeir hafa fengið breytt fyrirmæli,“ segir Ásmundur Kr. Ásmundsson settur aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og starfandi yfirmaður sérsveitarinnar. Breytt fyrirmæli til þeirra sem sinna vopnamálum fólust í því að bera skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma. Sérsveitarmenn sem sinntu gæslu á Color Run voru með skammbyssu á lærinu í samræmi við það. En hvað með skotvopnaburð á veitingastöðum? Má almenningur vænta þess að sjá sérsveitarmenn vopnaða á veitingahúsum eins og gerðist á dögunum? „Sérsveitarmenn eiga að bera vopn, þeir sem eru að sinna vopnamálum. Í daglegum störfum er hluti af starfinu að borða. Matartími er ekki frítími. Það er hluti af starfsskyldum sérsveitarmanna að fara í mat, næra sig og vera tilbúnir. Þeir voru vopnaðir á þessum stað en við höfum breytt því. Til þess að sýna ákveðna tillitssemi höfum við breytt þessu,“ segir Ásmundur. Að þessu sögðu má fólk ekki vænta þess að sjá aftur vopnaða sérsveitarmenn á veitingastöðum.
Skotvopn lögreglu Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira