Róttækni er þörf Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. júlí 2017 07:00 Enn einn ganginn hefur ríkisstjórnin sýnt það í verki að hún hugsar fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins. Boðaðar húsnæðisaðgerðir hennar nýtast ekki þeim sem mest þurfa á þeim að halda, heldur beinast að þeim sem hafa það betra. Enn einn ganginn hefur velferðarráðherra sýnt það að umgengni hans við tölur er uppfyndingasöm, svo ekki sé meira sagt. Á sínum stutta ferli sem ráðherra hefur hann farið með fleipur um útgjöld til Landspítalans og bætt kjör lífeyrisþega. Og nú veifar Þorsteinn Víglundsson meðaltalinu til að sýna fram á að aðgerðirnar séu nú ekki einungis fyrir þau sem best hafa það, heldur líka þau sem næstbest hafa það. Sannast sagna nenni ég ekki að tala um meðaltal eða miðgildi launa, ég nenni ekki að taka þátt í teygjum velferðarráðherra. Það er einfaldlega fullkomlega ljóst að í þessu, eins og öðru, hugsar ríkisstjórnin ekki um þau sem verst hafa það. Hvar eru áætlanir hennar um hækkun lægstu launa? Um hækkun bóta svo þær verði sómasamlegar? Um umfangsmiklar endurbætur á samfélaginu til að útrýma fátækt? Til að bæta kjör þeirra verst settu? Til að við höfum öll nóg að bíta og brenna, öruggt húsnæði, getum séð fyrir okkur og börnum okkar og leyft okkur eitthvað aukreitis? Hvar er baráttan gegn ofurlaunum og brjálæðislegum bónusum? Hvar er áherslan á opinbert heilbrigðiskerfi sem gagnast öllum? Á samneysluna? Hvar eru breytingarnar á skattkerfinu til jöfnuðar? Ég dáist að því fólki sem getur lifað á lægstu launum, hvað þá þeim sem geta lifað á bótum. Því, ágæti lesandi, þetta er tiltölulega einfalt mál: Það þarf að bæta kjör þeirra verst settu, hækka lágmarkslaun, hækka bætur. Og það þarf að gera það að forgangsmáli. Við þurfum nýja ríkisstjórn. Við þurfum sósíalíska hugsun um samfélag, ekki hóp einstaklinga. Við þurfum samtakamátt, samhygð, samkennd. Það er komið nóg af ég-pólitíkinni, þó hún sé falin í frösum um kerfisbreytingar og baráttu gegn fúski. Við þurfum róttækni. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Enn einn ganginn hefur ríkisstjórnin sýnt það í verki að hún hugsar fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins. Boðaðar húsnæðisaðgerðir hennar nýtast ekki þeim sem mest þurfa á þeim að halda, heldur beinast að þeim sem hafa það betra. Enn einn ganginn hefur velferðarráðherra sýnt það að umgengni hans við tölur er uppfyndingasöm, svo ekki sé meira sagt. Á sínum stutta ferli sem ráðherra hefur hann farið með fleipur um útgjöld til Landspítalans og bætt kjör lífeyrisþega. Og nú veifar Þorsteinn Víglundsson meðaltalinu til að sýna fram á að aðgerðirnar séu nú ekki einungis fyrir þau sem best hafa það, heldur líka þau sem næstbest hafa það. Sannast sagna nenni ég ekki að tala um meðaltal eða miðgildi launa, ég nenni ekki að taka þátt í teygjum velferðarráðherra. Það er einfaldlega fullkomlega ljóst að í þessu, eins og öðru, hugsar ríkisstjórnin ekki um þau sem verst hafa það. Hvar eru áætlanir hennar um hækkun lægstu launa? Um hækkun bóta svo þær verði sómasamlegar? Um umfangsmiklar endurbætur á samfélaginu til að útrýma fátækt? Til að bæta kjör þeirra verst settu? Til að við höfum öll nóg að bíta og brenna, öruggt húsnæði, getum séð fyrir okkur og börnum okkar og leyft okkur eitthvað aukreitis? Hvar er baráttan gegn ofurlaunum og brjálæðislegum bónusum? Hvar er áherslan á opinbert heilbrigðiskerfi sem gagnast öllum? Á samneysluna? Hvar eru breytingarnar á skattkerfinu til jöfnuðar? Ég dáist að því fólki sem getur lifað á lægstu launum, hvað þá þeim sem geta lifað á bótum. Því, ágæti lesandi, þetta er tiltölulega einfalt mál: Það þarf að bæta kjör þeirra verst settu, hækka lágmarkslaun, hækka bætur. Og það þarf að gera það að forgangsmáli. Við þurfum nýja ríkisstjórn. Við þurfum sósíalíska hugsun um samfélag, ekki hóp einstaklinga. Við þurfum samtakamátt, samhygð, samkennd. Það er komið nóg af ég-pólitíkinni, þó hún sé falin í frösum um kerfisbreytingar og baráttu gegn fúski. Við þurfum róttækni. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun