Vanmetin Costco-áhrif? Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 4. júlí 2017 07:00 Það var fagnaðarefni þegar samkeppnisumhverfið í smásölu tók stórt stökk fram á við til hins betra með tilkomu Costco, enda láta viðbrögðin ekki á sér standa. Neytendur bera saman verð og gæði á síðum samfélagsmiðlanna og verðvitund þeirra eykst í kjölfarið. Því setur það óneitanlega að manni ugg að sjá ummæli forstjóra N1 sem hefur ekki miklar áhyggjur af innkomu Costco á eldsneytismarkaðinn. Þar á bæ spá menn því að jafnvægi verði aftur komið á markaðinn áður en langt um líður, þegar nýjabrumið verður runnið af neytendum og allt verður fallið í sama farið aftur, eins og ekkert hafi í skorist. Er lækkandi vöruverð tímabundinn sumarsmellur sem rennur sitt skeið á enda? Má skilja þessi ummæli sem svo að smásalinn ætli að bregðast neytendum og heimilunum í landinu sem sjá nú fram á lækkandi vöruverð og aukinn kaupmátt samhliða aukinni samkeppni? Fram hefur komið að álagning verslana og/eða vöruverð er hærra hér á landi en almennt gerist í nágrannalöndum okkar og hefur Samkeppniseftirlitið bent á þá staðreynd. Fákeppni og samþjöppun hafa hamlað heilbrigðri samkeppni og eru neytendur berskjaldaðir gagnvart stærð ráðandi aðila. Þá er samkeppnismenningin enn að slíta barnsskónum og hugarfar þeirra sem stýra vöruverði snýst öðru fremur um skammtímasjónarmið. Vöruverð hefur t.d. ekki lækkað í takt við styrkingu krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og er það miður. Enda kom það á daginn að eftir að alþjóðleg samkeppni var orðin staðreynd, tók verslunin skyndilega við sér og fór í róttækar hagræðingaraðgerðir til að mjaka vöruverðinu eilítið niður á við. Hingað til hafa neytendur haft takmarkað val, á mörgum sviðum, um gæði og úrval. Virk samkeppni skiptir því öllu og er gríðarlega mikilvæg fyrir heimilin í landinu, efnahagslegan vöxt hagkerfisins og ekki síst fyrir verslunina sjálfa. Neytendur hafa val um vöru og verð og eru því virkir þátttakendur í samkeppnisumhverfinu. Aðhald frá þeim er mikilvægasta vopnið í baráttunni við að bæta samkeppnismenninguna svo vöruverð verði sambærilegt og í nágrannalöndum okkar.Tækifærið rann þeim úr greipum Verslunin fékk tækifæri til að lækka verð án þess að það kæmi niður á álagningunni hjá þeim sem eiga í hlut. Í tíð síðustu ríkisstjórnar voru skattar lækkaðir, vörugjöld afnumin, tollar felldir niður og tollar lækkaðir af landbúnaðarvörum til að örva samkeppni. Aðgerðirnar sem verslunin kallaði sjálf eftir skiluðu sér ekki að fullu til heimilanna en þess í stað virðist sem þær hafi fyrst og fremst skilað sér í hærri álagningu heildsala og verslunar. Þá kemur of mikil samþjöppun niður á greininni sjálfri. Framleiðni minnkar, óhagræði eykst, vöruverð hækkar og hvatar til nýsköpunar minnka. Smærri smásalar eiga erfiðara um vik að hasla sér völl á markaðnum því þeir þurfa að borga mun hærra verð en stærri verslanakeðjur og er skýringin ekki alltaf rakin til magninnkaupa. Það var á sínum tíma óskiljanlegt að Samkeppniseftirlitið heimilaði að til væri einn risi á smásölu- og heildsölumarkaði sem nú heitir Hagar. Launakjör stjórnenda og hagnaður risans síðustu ár benda til fákeppni og að neytendur hafi greitt óhóflega hátt verð. Það er vonandi að leikreglurnar séu að breytast. Sú staðreynd liggur fyrir að fleiri heimili í landinu eru nú að upplifa lægra vöruverð. Komið hefur í ljós að hægt er að bjóða upp á sambærilegt verð hér á landi og í nágrannalöndum okkar, sé viljinn fyrir hendi. Hver vill ekki sanngjarna skiptingu á milli neytenda og seljanda sem styður við skilvirkni á markaðnum og betri lífskjör til lengri tíma? Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það var fagnaðarefni þegar samkeppnisumhverfið í smásölu tók stórt stökk fram á við til hins betra með tilkomu Costco, enda láta viðbrögðin ekki á sér standa. Neytendur bera saman verð og gæði á síðum samfélagsmiðlanna og verðvitund þeirra eykst í kjölfarið. Því setur það óneitanlega að manni ugg að sjá ummæli forstjóra N1 sem hefur ekki miklar áhyggjur af innkomu Costco á eldsneytismarkaðinn. Þar á bæ spá menn því að jafnvægi verði aftur komið á markaðinn áður en langt um líður, þegar nýjabrumið verður runnið af neytendum og allt verður fallið í sama farið aftur, eins og ekkert hafi í skorist. Er lækkandi vöruverð tímabundinn sumarsmellur sem rennur sitt skeið á enda? Má skilja þessi ummæli sem svo að smásalinn ætli að bregðast neytendum og heimilunum í landinu sem sjá nú fram á lækkandi vöruverð og aukinn kaupmátt samhliða aukinni samkeppni? Fram hefur komið að álagning verslana og/eða vöruverð er hærra hér á landi en almennt gerist í nágrannalöndum okkar og hefur Samkeppniseftirlitið bent á þá staðreynd. Fákeppni og samþjöppun hafa hamlað heilbrigðri samkeppni og eru neytendur berskjaldaðir gagnvart stærð ráðandi aðila. Þá er samkeppnismenningin enn að slíta barnsskónum og hugarfar þeirra sem stýra vöruverði snýst öðru fremur um skammtímasjónarmið. Vöruverð hefur t.d. ekki lækkað í takt við styrkingu krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og er það miður. Enda kom það á daginn að eftir að alþjóðleg samkeppni var orðin staðreynd, tók verslunin skyndilega við sér og fór í róttækar hagræðingaraðgerðir til að mjaka vöruverðinu eilítið niður á við. Hingað til hafa neytendur haft takmarkað val, á mörgum sviðum, um gæði og úrval. Virk samkeppni skiptir því öllu og er gríðarlega mikilvæg fyrir heimilin í landinu, efnahagslegan vöxt hagkerfisins og ekki síst fyrir verslunina sjálfa. Neytendur hafa val um vöru og verð og eru því virkir þátttakendur í samkeppnisumhverfinu. Aðhald frá þeim er mikilvægasta vopnið í baráttunni við að bæta samkeppnismenninguna svo vöruverð verði sambærilegt og í nágrannalöndum okkar.Tækifærið rann þeim úr greipum Verslunin fékk tækifæri til að lækka verð án þess að það kæmi niður á álagningunni hjá þeim sem eiga í hlut. Í tíð síðustu ríkisstjórnar voru skattar lækkaðir, vörugjöld afnumin, tollar felldir niður og tollar lækkaðir af landbúnaðarvörum til að örva samkeppni. Aðgerðirnar sem verslunin kallaði sjálf eftir skiluðu sér ekki að fullu til heimilanna en þess í stað virðist sem þær hafi fyrst og fremst skilað sér í hærri álagningu heildsala og verslunar. Þá kemur of mikil samþjöppun niður á greininni sjálfri. Framleiðni minnkar, óhagræði eykst, vöruverð hækkar og hvatar til nýsköpunar minnka. Smærri smásalar eiga erfiðara um vik að hasla sér völl á markaðnum því þeir þurfa að borga mun hærra verð en stærri verslanakeðjur og er skýringin ekki alltaf rakin til magninnkaupa. Það var á sínum tíma óskiljanlegt að Samkeppniseftirlitið heimilaði að til væri einn risi á smásölu- og heildsölumarkaði sem nú heitir Hagar. Launakjör stjórnenda og hagnaður risans síðustu ár benda til fákeppni og að neytendur hafi greitt óhóflega hátt verð. Það er vonandi að leikreglurnar séu að breytast. Sú staðreynd liggur fyrir að fleiri heimili í landinu eru nú að upplifa lægra vöruverð. Komið hefur í ljós að hægt er að bjóða upp á sambærilegt verð hér á landi og í nágrannalöndum okkar, sé viljinn fyrir hendi. Hver vill ekki sanngjarna skiptingu á milli neytenda og seljanda sem styður við skilvirkni á markaðnum og betri lífskjör til lengri tíma? Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun