FIFA ánægðir með vel heppnaða álfukeppni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. júlí 2017 15:15 Ríkjandi heimsmeistarar Þjóðverja unnu álfukeppnina og verða að teljast líklegir til árangurs næsta sumar Getty Images Álfukeppnin í fótbolta er svokölluð generalprufa fyrir heimsmeistarakeppnina og eru stjórnarmenn alþjóðaknattspyrnusambandsins ánægðir með það sem Rússar buðu uppá síðustu vikur. Keppninni lauk í gær þegar ríkjandi heimsmeistarar sigruðu Síle 2-0 í úrslitaleiknum. „Við höfðum heyrt af óeirðum fyrir keppnina, fótboltabullum, kynþáttaníði og öðru. Það kom ekkert upp hjá okkur, allt gekk eins og í sögu,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, eftir keppnina.Formaður skipulagsnefndar heimsmeistarakeppninnar, Alexey Sorokin, tekur í sama streng. Hann segir álfukeppnina hafa breytt viðhorfi almennings gagnvart Rússum, en það hefur verið mikil gagnrýni á að halda skuli heimsmeistarakeppnina í Rússlandi frá því valið var kunngjört 2010. „Skipulagið á keppninni var á það háu plani að við eyddum öllum áhyggjum og staðalímyndum sem fólk hafði um skipulag stórra viðburða í Rússlandi, og hvernig komið er fram við erlenda áhorfendur. Stuðningsmenn gátu ferðast um án kostnaðar með 217 fríum lestum og boðið var upp á frítt internet inná leikvöngunum. Okkur líður vel með okkar skipulag, nú þarf fólk bara að koma og njóta Rússlands,“ sagði Sorokin.Sorokin telur að ímyndin um rússnesku fótboltabulluna sem hreytir niðrandi kynþáttaníði í andstæðinginn sé eitthvað sem alþjóðapressan hafi búið til og segist fullviss um að það verði ekkert slíkt upp á teningunum í Rússlandi að ári. Það kom ekki upp eitt einasta atvik um kynþáttaníð í álfukeppninni, og þeim fer sífækkandi í Rússlandi, svo Sorokin er viss um að heimsmeistarakeppnin verði alveg laus við það. Rússneska knattspyrnusambandið gaf út svokölluð stuðningsmannaskilríki fyrir álfukeppnina, og munu gera slíkt hið sama fyrir heimsmeistarakeppnina næsta sumar. Þessum skilríkjum þarf að framvísa ásamt aðgöngumiða þegar komið er á vellina og er ætlað til að auka öryggi á leikjum mótsins. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Portúgalar tóku bronsið Portúgal bar sigurorð af Mexíkó, 2-1, í leiknum um bronsið í Álfukeppninni í fótbolta í dag. 2. júlí 2017 14:38 Þjóðverjar flugu inn í úrslitaleikinn Það verða Þýskaland og Síle sem mætast í úrslitaleik Álfukeppninnar. Þýskaland lagði Mexíkó, 3-0, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 29. júní 2017 19:55 Forseti FIFA: Myndbandsdómarar eru framtíð fótboltans Gianni Infantino, forseti FIFA, er ánægður með hvernig tilraunin með myndbandsdómara í Álfukeppninni í Rússlandi hefur tekist. 2. júlí 2017 09:00 Þjóðverjar unnu Álfukeppnina Þjóðverjar halda áfram að safna titlum í sumar en A-landslið þeirra vann Álfukeppnina í kvöld með 1-0 sigri á Síle í úrslitaleik. 2. júlí 2017 19:53 Bravo hélt hreinu í vítaspyrnukeppninni Claudio Bravo varði Síle inn í úrslitaleik Álfukeppninnar í kvöld er hann lokaði markinu í vítaspyrnukeppni gegn Portúgal í undanúrslitaleik. 28. júní 2017 20:41 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Álfukeppnin í fótbolta er svokölluð generalprufa fyrir heimsmeistarakeppnina og eru stjórnarmenn alþjóðaknattspyrnusambandsins ánægðir með það sem Rússar buðu uppá síðustu vikur. Keppninni lauk í gær þegar ríkjandi heimsmeistarar sigruðu Síle 2-0 í úrslitaleiknum. „Við höfðum heyrt af óeirðum fyrir keppnina, fótboltabullum, kynþáttaníði og öðru. Það kom ekkert upp hjá okkur, allt gekk eins og í sögu,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, eftir keppnina.Formaður skipulagsnefndar heimsmeistarakeppninnar, Alexey Sorokin, tekur í sama streng. Hann segir álfukeppnina hafa breytt viðhorfi almennings gagnvart Rússum, en það hefur verið mikil gagnrýni á að halda skuli heimsmeistarakeppnina í Rússlandi frá því valið var kunngjört 2010. „Skipulagið á keppninni var á það háu plani að við eyddum öllum áhyggjum og staðalímyndum sem fólk hafði um skipulag stórra viðburða í Rússlandi, og hvernig komið er fram við erlenda áhorfendur. Stuðningsmenn gátu ferðast um án kostnaðar með 217 fríum lestum og boðið var upp á frítt internet inná leikvöngunum. Okkur líður vel með okkar skipulag, nú þarf fólk bara að koma og njóta Rússlands,“ sagði Sorokin.Sorokin telur að ímyndin um rússnesku fótboltabulluna sem hreytir niðrandi kynþáttaníði í andstæðinginn sé eitthvað sem alþjóðapressan hafi búið til og segist fullviss um að það verði ekkert slíkt upp á teningunum í Rússlandi að ári. Það kom ekki upp eitt einasta atvik um kynþáttaníð í álfukeppninni, og þeim fer sífækkandi í Rússlandi, svo Sorokin er viss um að heimsmeistarakeppnin verði alveg laus við það. Rússneska knattspyrnusambandið gaf út svokölluð stuðningsmannaskilríki fyrir álfukeppnina, og munu gera slíkt hið sama fyrir heimsmeistarakeppnina næsta sumar. Þessum skilríkjum þarf að framvísa ásamt aðgöngumiða þegar komið er á vellina og er ætlað til að auka öryggi á leikjum mótsins.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Portúgalar tóku bronsið Portúgal bar sigurorð af Mexíkó, 2-1, í leiknum um bronsið í Álfukeppninni í fótbolta í dag. 2. júlí 2017 14:38 Þjóðverjar flugu inn í úrslitaleikinn Það verða Þýskaland og Síle sem mætast í úrslitaleik Álfukeppninnar. Þýskaland lagði Mexíkó, 3-0, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 29. júní 2017 19:55 Forseti FIFA: Myndbandsdómarar eru framtíð fótboltans Gianni Infantino, forseti FIFA, er ánægður með hvernig tilraunin með myndbandsdómara í Álfukeppninni í Rússlandi hefur tekist. 2. júlí 2017 09:00 Þjóðverjar unnu Álfukeppnina Þjóðverjar halda áfram að safna titlum í sumar en A-landslið þeirra vann Álfukeppnina í kvöld með 1-0 sigri á Síle í úrslitaleik. 2. júlí 2017 19:53 Bravo hélt hreinu í vítaspyrnukeppninni Claudio Bravo varði Síle inn í úrslitaleik Álfukeppninnar í kvöld er hann lokaði markinu í vítaspyrnukeppni gegn Portúgal í undanúrslitaleik. 28. júní 2017 20:41 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Portúgalar tóku bronsið Portúgal bar sigurorð af Mexíkó, 2-1, í leiknum um bronsið í Álfukeppninni í fótbolta í dag. 2. júlí 2017 14:38
Þjóðverjar flugu inn í úrslitaleikinn Það verða Þýskaland og Síle sem mætast í úrslitaleik Álfukeppninnar. Þýskaland lagði Mexíkó, 3-0, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 29. júní 2017 19:55
Forseti FIFA: Myndbandsdómarar eru framtíð fótboltans Gianni Infantino, forseti FIFA, er ánægður með hvernig tilraunin með myndbandsdómara í Álfukeppninni í Rússlandi hefur tekist. 2. júlí 2017 09:00
Þjóðverjar unnu Álfukeppnina Þjóðverjar halda áfram að safna titlum í sumar en A-landslið þeirra vann Álfukeppnina í kvöld með 1-0 sigri á Síle í úrslitaleik. 2. júlí 2017 19:53
Bravo hélt hreinu í vítaspyrnukeppninni Claudio Bravo varði Síle inn í úrslitaleik Álfukeppninnar í kvöld er hann lokaði markinu í vítaspyrnukeppni gegn Portúgal í undanúrslitaleik. 28. júní 2017 20:41