Persaflóaríkin gefa Katar tveggja daga frest Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2017 07:38 Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim Al-Thani, utanríkisráðherra Katar, ávarpar ráðstefnugesti í Washington D.C. í lok síðasta mánaðar. Vísir/afp Sádi Arabía, auk þriggja annarra ríkja á Arabíuskaga, hefur framlengt frestinn sem yfirvöld Katar fengu til að samþykkja lista af kröfum ríkjanna. Fallist Katar ekki á kröfurnar verður ríkið beitt frekari refsiaðgerðum. Upphaflegur frestur til samþykktar kröfulistans rann út í gær en á honum er þess meðal annars krafist að starfsemi fréttastöðvarinnar Al Jazeera verði hætt. Í frétt BBC segir að Katar muni koma formlegu svari sínu til Kuwait í dag. Katar neitar enn fremur öllum ásökunum nágranna sinna þess efnis að ríkið fjármagni hryðjuverkahópa. Á laugardag sagði utanríkisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim Al-Thani, að Katar hefði hafnað kröfunum en væri tilbúið til frekari samningaviðræðna við réttar kringumstæður.Fengu 10 daga til að fallast á kröfurnar Sádi-Arabía, Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein hafa nú beitt Katar stjórnmála- og viðskiptahöftum síðan í byrjun síðasta mánaðar. Aðgerðirnar sögðu ríkin á grundvelli þess að yfirvöld í Katar styðji við „ýmis hryðjuverkasamtök og hópa sem vinni gegn hagsmunum Arabíuskagans,“ en þar er átt við hópa líkt og Bræðralag múslíma, Al-Kaída, Íslamska ríkið og hópa sem studdir eru af Írönum. Þann 23. júní síðastliðinn gáfu ríkin Katar 10 daga frest til að samþykkja kröfur þeirra. Á listanum, sem AP-fréttaveitan hefur undir höndum, er þess meðal annars krafist að tyrkneskri herstöð verði lokað og að Katar slíti stjórnmálasambandi sínu við Íran. Þá er þess einnig krafist að Katar slíti öllu sambandi við Bræðralag múslima, framselji alla einstaklinga sem eftirlýstir eru í ríkjunum vegna hryðjuverkatengdra brota og greiði ótilgreinda upphæð í skaðabætur. Listinn hefur þó ekki enn verið gefinn út opinberlega. Viðskiptahöftin hafa haft töluverð áhrif í Katar, sem reiðir sig að miklu leyti á innflutning matvæla frá ríkjunum sem beita það nú þvingunum. Ríkið hefur því í auknum mæli þurft að flytja inn mat og aðrar birgðir frá Íran og Tyrklandi. Þá hafa yfirvöld í Katar verið staðföst í afstöðu sinni gegn kröfum Persaflóaríkjanna. Katar Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Neikvæð efnahagsleg áhrif líklega þegar komin fram í Katar Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið. 8. júní 2017 07:00 Katar ætlar ekki að leggja árar í bát Utanríkisráðherra Katar segir þarlend stjórnvöld ekki ætla að lúffa fyrir nágrannaríkjum sínum þrátt fyrir viðskiptaþvinganir. Erindrekar sem reyna að miðla málum segja að markmiðið þessa stundina sé að koma í veg fyrir að samskipti arabaríkjanna versni ekki enn frekar. 8. júní 2017 19:58 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Íran sendir hundruð tonna af mat til Katar Írönsk yfirvöld hafa sent fjórar flugvélar af mat til Katar en yfirvöld þar í landi reyna nú að bæta í forðabúr sitt eftir að helstu birgðasalar þess slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við landið. 11. júní 2017 15:27 Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Sádi Arabía, auk þriggja annarra ríkja á Arabíuskaga, hefur framlengt frestinn sem yfirvöld Katar fengu til að samþykkja lista af kröfum ríkjanna. Fallist Katar ekki á kröfurnar verður ríkið beitt frekari refsiaðgerðum. Upphaflegur frestur til samþykktar kröfulistans rann út í gær en á honum er þess meðal annars krafist að starfsemi fréttastöðvarinnar Al Jazeera verði hætt. Í frétt BBC segir að Katar muni koma formlegu svari sínu til Kuwait í dag. Katar neitar enn fremur öllum ásökunum nágranna sinna þess efnis að ríkið fjármagni hryðjuverkahópa. Á laugardag sagði utanríkisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim Al-Thani, að Katar hefði hafnað kröfunum en væri tilbúið til frekari samningaviðræðna við réttar kringumstæður.Fengu 10 daga til að fallast á kröfurnar Sádi-Arabía, Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein hafa nú beitt Katar stjórnmála- og viðskiptahöftum síðan í byrjun síðasta mánaðar. Aðgerðirnar sögðu ríkin á grundvelli þess að yfirvöld í Katar styðji við „ýmis hryðjuverkasamtök og hópa sem vinni gegn hagsmunum Arabíuskagans,“ en þar er átt við hópa líkt og Bræðralag múslíma, Al-Kaída, Íslamska ríkið og hópa sem studdir eru af Írönum. Þann 23. júní síðastliðinn gáfu ríkin Katar 10 daga frest til að samþykkja kröfur þeirra. Á listanum, sem AP-fréttaveitan hefur undir höndum, er þess meðal annars krafist að tyrkneskri herstöð verði lokað og að Katar slíti stjórnmálasambandi sínu við Íran. Þá er þess einnig krafist að Katar slíti öllu sambandi við Bræðralag múslima, framselji alla einstaklinga sem eftirlýstir eru í ríkjunum vegna hryðjuverkatengdra brota og greiði ótilgreinda upphæð í skaðabætur. Listinn hefur þó ekki enn verið gefinn út opinberlega. Viðskiptahöftin hafa haft töluverð áhrif í Katar, sem reiðir sig að miklu leyti á innflutning matvæla frá ríkjunum sem beita það nú þvingunum. Ríkið hefur því í auknum mæli þurft að flytja inn mat og aðrar birgðir frá Íran og Tyrklandi. Þá hafa yfirvöld í Katar verið staðföst í afstöðu sinni gegn kröfum Persaflóaríkjanna.
Katar Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Neikvæð efnahagsleg áhrif líklega þegar komin fram í Katar Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið. 8. júní 2017 07:00 Katar ætlar ekki að leggja árar í bát Utanríkisráðherra Katar segir þarlend stjórnvöld ekki ætla að lúffa fyrir nágrannaríkjum sínum þrátt fyrir viðskiptaþvinganir. Erindrekar sem reyna að miðla málum segja að markmiðið þessa stundina sé að koma í veg fyrir að samskipti arabaríkjanna versni ekki enn frekar. 8. júní 2017 19:58 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Íran sendir hundruð tonna af mat til Katar Írönsk yfirvöld hafa sent fjórar flugvélar af mat til Katar en yfirvöld þar í landi reyna nú að bæta í forðabúr sitt eftir að helstu birgðasalar þess slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við landið. 11. júní 2017 15:27 Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28
Neikvæð efnahagsleg áhrif líklega þegar komin fram í Katar Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið. 8. júní 2017 07:00
Katar ætlar ekki að leggja árar í bát Utanríkisráðherra Katar segir þarlend stjórnvöld ekki ætla að lúffa fyrir nágrannaríkjum sínum þrátt fyrir viðskiptaþvinganir. Erindrekar sem reyna að miðla málum segja að markmiðið þessa stundina sé að koma í veg fyrir að samskipti arabaríkjanna versni ekki enn frekar. 8. júní 2017 19:58
Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00
Íran sendir hundruð tonna af mat til Katar Írönsk yfirvöld hafa sent fjórar flugvélar af mat til Katar en yfirvöld þar í landi reyna nú að bæta í forðabúr sitt eftir að helstu birgðasalar þess slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við landið. 11. júní 2017 15:27
Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27