Verð á matvælum lækkar milli mánaða Heimir Már Pétursson skrifar 2. júlí 2017 13:33 Verð á matvælum lækkaði um eitt prósent milli mái og júní samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir að rekja megi lækkun verðlags á matvælum og fleiri vörum á undanförnum vikum að hluta til þess að Costco hóf starfsemi. Verðhækkun á húsnæði heldur áfram að drífa áfram þá litlu verðbólgu sem mælist þessi misserin.Costco vöruhúsið hóf starfsemi sína í Garðabæ hinn 23. maí síðast liðinn og hefur því verið við lýði í um einn og hálfan mánuð. Án húsnæðis hefur verið verðhjöðnun á Íslandi síðast liðna tólf mánuði samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands og hefur verðlag án húsnæðis lækkað um 3,5 prósentustig á þessum tíma. Hagdeild Alþýðusambandsins Íslands fylgist náið með verðlagi helstu verslana á Íslandi. Henný Hinz deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir að greina megi titring í versluninni eftir að Costco tók til starfa og verð hafi lækkað. „Við sjáum kannski einhverja vísbendingu í nýjustu tölum Hagstofunnar um vísitölu neysluverðs sem komu í síðustu viku. Þar sér maður merki um að þetta er líklega að hafa áhrif víða og á ýmsum mörkuðum. Matvara t.d. lækkaði um ríflega eitt prósent sem er talsvert milli mánaða,“ segir Henný. Þá hafi til dæmis verð á lyfjum og raftækjum lækkað. Að einhverjum hluta megi rekja þessar verðlækkanir til tilkomu Costco og meiri samkeppni á markaði. „Við skulum vona það. Þetta er nýtt enn þá og maður þarf kannski að horfa á áhrifin af svona breytingu yfir svolítið lengri tíma. Við erum í okkar verðlagseftirliti núna að mæla og skoða og munum fylgjast vel með,“ segir Henný Mestu máli skipti að aukin samkeppni hafi varanleg áhrif. Myndin ætti að skýrast betur með haustinu.Það er í raun verðhjöðnun ef húsnæði er ekki talið með? „Já það er það og verðlag var óbreytt á milli mánaða núna. Húsnæði er og hefur verið að drífa þá verðbólgu sem er áfram. Það hefur ekki orðið nein breyting á því og þetta ýtir þá undir það,“ segir Henný Hinz. Neytendur Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Verð á matvælum lækkaði um eitt prósent milli mái og júní samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir að rekja megi lækkun verðlags á matvælum og fleiri vörum á undanförnum vikum að hluta til þess að Costco hóf starfsemi. Verðhækkun á húsnæði heldur áfram að drífa áfram þá litlu verðbólgu sem mælist þessi misserin.Costco vöruhúsið hóf starfsemi sína í Garðabæ hinn 23. maí síðast liðinn og hefur því verið við lýði í um einn og hálfan mánuð. Án húsnæðis hefur verið verðhjöðnun á Íslandi síðast liðna tólf mánuði samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands og hefur verðlag án húsnæðis lækkað um 3,5 prósentustig á þessum tíma. Hagdeild Alþýðusambandsins Íslands fylgist náið með verðlagi helstu verslana á Íslandi. Henný Hinz deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir að greina megi titring í versluninni eftir að Costco tók til starfa og verð hafi lækkað. „Við sjáum kannski einhverja vísbendingu í nýjustu tölum Hagstofunnar um vísitölu neysluverðs sem komu í síðustu viku. Þar sér maður merki um að þetta er líklega að hafa áhrif víða og á ýmsum mörkuðum. Matvara t.d. lækkaði um ríflega eitt prósent sem er talsvert milli mánaða,“ segir Henný. Þá hafi til dæmis verð á lyfjum og raftækjum lækkað. Að einhverjum hluta megi rekja þessar verðlækkanir til tilkomu Costco og meiri samkeppni á markaði. „Við skulum vona það. Þetta er nýtt enn þá og maður þarf kannski að horfa á áhrifin af svona breytingu yfir svolítið lengri tíma. Við erum í okkar verðlagseftirliti núna að mæla og skoða og munum fylgjast vel með,“ segir Henný Mestu máli skipti að aukin samkeppni hafi varanleg áhrif. Myndin ætti að skýrast betur með haustinu.Það er í raun verðhjöðnun ef húsnæði er ekki talið með? „Já það er það og verðlag var óbreytt á milli mánaða núna. Húsnæði er og hefur verið að drífa þá verðbólgu sem er áfram. Það hefur ekki orðið nein breyting á því og þetta ýtir þá undir það,“ segir Henný Hinz.
Neytendur Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira