Trump lætur skoða mögulegt kosningasvindl í forsetakosningunum í fyrra Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2017 19:30 Trump vonast til að önnur ríki Bandaríkjanna en hin fyrstu 30 leggi einnig fram upplýsingar um framkvæmd kosninga hjá sér. Hér sést Trump á fundi nefndarinnar í dag. Vísir/AFP Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað ráðgjafanefnd til að skoða mögulegt kosningasvindl og brotalamir í forsetakosningunum á síðasta ári. Þá hefur verið upplýst að Trump átti óformlegan tæplega klukkustundar fund með Putin Rússlandsforseta á leiðtogafundi helstu iðnríkja heims fyrr í mánuðinum. Donald Trump gaf ítrekað í skyn í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra að svindlað væri í kosningum í Bandaríkjunum. Í dag skipaði hann ráðgjafanefnd sem á að skoða hvort rangt hafi verið haft við í kosningunum í fyrra, en hann vann þær með fleiri kjörmönnum en Hillary Clinton þótt Clinton hafi fengið um 3,5 milljónum fleiri atkvæði en hann. Þegar forsetinn greindi frá skipan nefndarinnar í dag sagði hann rúmlega þrjátíu ríki Bandaríkjanna nú þegar hafa veitt upplýsingar um framkvæmd kosninganna. „Í hvert sinn sem svindlað er í kosningum ógildist annað atkvæði löghlýðins borgara og það grefur undan lýðræðinu. Það má ekki gerast. Stöðva þarf hvers kyns kosningasvindl, hvort sem það tengist erlendum borgurum eða jafnvel látnum einstaklingum, sem og hvers kyns þvinganir eða hótanir í garð kjósenda,“ sagði Trump. Hann vonaðist til að önnur ríki Bandaríkjanna leggðu einnig fram upplýsingar um framkvæmd kosninga hjá sér. „Ef eitthvert ríki vill ekki miðla þessum upplýsingum spyr maður sig hvert áhyggjuefnið sé? Ég spyr varaforsetann, ég spyr nefndina: Af hverju hafa menn áhyggjur? Eitthvað er það. Þannig er það alltaf,“ sagði TrumpÓformlegur fundur Trump og PutinRússlandsmálið heldur líka áfram að vinda upp á sig. Nú hefur verið upplýst að Trump átti aukafund með Putin Rússlandsforseta á G20 fundinum í Hamborg fyrr í mánuðinum. Trump stóð upp frá hátíðarkvöldverði og gekk þvert yfir salinn og settist hjá Putin þar sem þeir ræddust við samkvæmt heimildum í tæpa klukkustund. Það þykir gagnrýnivert að Trump hafði ekki eigin túlk meðferðis og studdist einungis við túlk Putins. Þá hefur ekkert verið gefið upp um hvað fór forsetanna á milli en bandaríska Alríkislögreglan FBI og rannsóknarnefndir beggja deilda Bandaríkjaþings rannsaka tengsl fjölskyldu Trump og framboðs hans við Rússa vegna mögulegra afskipta þeirra af kosningunum í samvinnu við fjölskylduna og framboðið. Þótt Hvíta húsið hafi staðfest óformlegan fund Trumps og Putins á G20 fundinum í gær tístir Trump í dag að „frásögn falsfjölmiðla um að fundurinn hafi átt sér stað sé sjúk“ og „óheiðarleiki þeirra fari vaxandi.“ Donald Trump Tengdar fréttir Trump og Pútín funduðu óformlega í kvöldverðarboði Seinni fundur forsetanna var haldinn í kvöldverðarboði fyrir þjóðhöfðingja, nokkrum klukkustundum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. 18. júlí 2017 23:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað ráðgjafanefnd til að skoða mögulegt kosningasvindl og brotalamir í forsetakosningunum á síðasta ári. Þá hefur verið upplýst að Trump átti óformlegan tæplega klukkustundar fund með Putin Rússlandsforseta á leiðtogafundi helstu iðnríkja heims fyrr í mánuðinum. Donald Trump gaf ítrekað í skyn í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra að svindlað væri í kosningum í Bandaríkjunum. Í dag skipaði hann ráðgjafanefnd sem á að skoða hvort rangt hafi verið haft við í kosningunum í fyrra, en hann vann þær með fleiri kjörmönnum en Hillary Clinton þótt Clinton hafi fengið um 3,5 milljónum fleiri atkvæði en hann. Þegar forsetinn greindi frá skipan nefndarinnar í dag sagði hann rúmlega þrjátíu ríki Bandaríkjanna nú þegar hafa veitt upplýsingar um framkvæmd kosninganna. „Í hvert sinn sem svindlað er í kosningum ógildist annað atkvæði löghlýðins borgara og það grefur undan lýðræðinu. Það má ekki gerast. Stöðva þarf hvers kyns kosningasvindl, hvort sem það tengist erlendum borgurum eða jafnvel látnum einstaklingum, sem og hvers kyns þvinganir eða hótanir í garð kjósenda,“ sagði Trump. Hann vonaðist til að önnur ríki Bandaríkjanna leggðu einnig fram upplýsingar um framkvæmd kosninga hjá sér. „Ef eitthvert ríki vill ekki miðla þessum upplýsingum spyr maður sig hvert áhyggjuefnið sé? Ég spyr varaforsetann, ég spyr nefndina: Af hverju hafa menn áhyggjur? Eitthvað er það. Þannig er það alltaf,“ sagði TrumpÓformlegur fundur Trump og PutinRússlandsmálið heldur líka áfram að vinda upp á sig. Nú hefur verið upplýst að Trump átti aukafund með Putin Rússlandsforseta á G20 fundinum í Hamborg fyrr í mánuðinum. Trump stóð upp frá hátíðarkvöldverði og gekk þvert yfir salinn og settist hjá Putin þar sem þeir ræddust við samkvæmt heimildum í tæpa klukkustund. Það þykir gagnrýnivert að Trump hafði ekki eigin túlk meðferðis og studdist einungis við túlk Putins. Þá hefur ekkert verið gefið upp um hvað fór forsetanna á milli en bandaríska Alríkislögreglan FBI og rannsóknarnefndir beggja deilda Bandaríkjaþings rannsaka tengsl fjölskyldu Trump og framboðs hans við Rússa vegna mögulegra afskipta þeirra af kosningunum í samvinnu við fjölskylduna og framboðið. Þótt Hvíta húsið hafi staðfest óformlegan fund Trumps og Putins á G20 fundinum í gær tístir Trump í dag að „frásögn falsfjölmiðla um að fundurinn hafi átt sér stað sé sjúk“ og „óheiðarleiki þeirra fari vaxandi.“
Donald Trump Tengdar fréttir Trump og Pútín funduðu óformlega í kvöldverðarboði Seinni fundur forsetanna var haldinn í kvöldverðarboði fyrir þjóðhöfðingja, nokkrum klukkustundum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. 18. júlí 2017 23:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Trump og Pútín funduðu óformlega í kvöldverðarboði Seinni fundur forsetanna var haldinn í kvöldverðarboði fyrir þjóðhöfðingja, nokkrum klukkustundum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. 18. júlí 2017 23:30