Trump gerir lokatilraun til að ganga frá Obamacare Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2017 10:53 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðið öldungadeildarþingmönnum Repúblikanaflokksins til hádegisverðar í dag þar sem ræða á mögulegar aðgerðir varðandi heilbrigðis- og sjúkratrygginakerfi Bandaríkjanna. Flokkurinn virðist hafa gefist upp á að reyna að koma heilbrigðisfrumvarpi þeirra Trump og Mitch McConnell, sem gengið hefur undir nafninu Trumpcare, í gegnum þingið. Einnig náðist ekki meirihluti á þinginu fyrir því að fella niður lögin eins og þau eru í dag. Trump lagði í gær til að það yrði gert svo hægt væri að byggja kerfið upp að nýju frá gruni. Repúblikanaflokkurinn hefur ætlað sér að fella niður Obamacare og koma upp nýju kerfi í sjö ár. Þann tíma hefur það verið eitt af helstu baráttumálum flokksins, sem ætti nú að vera í kjörstöðu til þess. Flokkurinn stjórnar báðum deildum þingsins og forsetaembættinu. Þrír öldungadeildarþingmenn flokksins hafa opinberað afstöðu sína og sagt að þeir muni ekki styðja frumvarpið. Repúblikanar á þinginu eru einungis 52 og var það því nóg. Þar að auki eru fleiri þingmenn sem eru sagðir vera á móti frumvarpinu, án þess að hafa gert það opinbert.Samkvæmt AP fréttaveitunni ætlaði McConnell að halda atkvæðagreiðslu um Trumpcare í dag, til þess að þvinga þingmenn flokksins til að opinbera afstöðu sína. Þingmenn flokkksins báðu hann þó um að bíða með slíkar aðgerðir, en frumvarpið er gífurlega óvinsælt á landsvísu og gæti það reynst þingmönnum dýrkeypt að greiða því atkvæði sitt. McConnell tilkynnti svo í gær að atkvæðagreiðslan færi fram í næstu viku og sagði að henni hefði verið frestað, meðal annars, að beiðni forsetans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir McCain telur heilbrigðisfrumvarp repúblikana líklegast dautt John McCain öldungadeildarþingmaður repúblikana hefur litla trú á nýju heilbrigðisfrumvarpi sem taka á við af Obamacare. 9. júlí 2017 18:20 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðið öldungadeildarþingmönnum Repúblikanaflokksins til hádegisverðar í dag þar sem ræða á mögulegar aðgerðir varðandi heilbrigðis- og sjúkratrygginakerfi Bandaríkjanna. Flokkurinn virðist hafa gefist upp á að reyna að koma heilbrigðisfrumvarpi þeirra Trump og Mitch McConnell, sem gengið hefur undir nafninu Trumpcare, í gegnum þingið. Einnig náðist ekki meirihluti á þinginu fyrir því að fella niður lögin eins og þau eru í dag. Trump lagði í gær til að það yrði gert svo hægt væri að byggja kerfið upp að nýju frá gruni. Repúblikanaflokkurinn hefur ætlað sér að fella niður Obamacare og koma upp nýju kerfi í sjö ár. Þann tíma hefur það verið eitt af helstu baráttumálum flokksins, sem ætti nú að vera í kjörstöðu til þess. Flokkurinn stjórnar báðum deildum þingsins og forsetaembættinu. Þrír öldungadeildarþingmenn flokksins hafa opinberað afstöðu sína og sagt að þeir muni ekki styðja frumvarpið. Repúblikanar á þinginu eru einungis 52 og var það því nóg. Þar að auki eru fleiri þingmenn sem eru sagðir vera á móti frumvarpinu, án þess að hafa gert það opinbert.Samkvæmt AP fréttaveitunni ætlaði McConnell að halda atkvæðagreiðslu um Trumpcare í dag, til þess að þvinga þingmenn flokksins til að opinbera afstöðu sína. Þingmenn flokkksins báðu hann þó um að bíða með slíkar aðgerðir, en frumvarpið er gífurlega óvinsælt á landsvísu og gæti það reynst þingmönnum dýrkeypt að greiða því atkvæði sitt. McConnell tilkynnti svo í gær að atkvæðagreiðslan færi fram í næstu viku og sagði að henni hefði verið frestað, meðal annars, að beiðni forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir McCain telur heilbrigðisfrumvarp repúblikana líklegast dautt John McCain öldungadeildarþingmaður repúblikana hefur litla trú á nýju heilbrigðisfrumvarpi sem taka á við af Obamacare. 9. júlí 2017 18:20 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Sjá meira
McCain telur heilbrigðisfrumvarp repúblikana líklegast dautt John McCain öldungadeildarþingmaður repúblikana hefur litla trú á nýju heilbrigðisfrumvarpi sem taka á við af Obamacare. 9. júlí 2017 18:20
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45
Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59
Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00