Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2017 20:48 Starfsmaður rússnesks fasteignafyrirtækis var viðstaddur fund Donalds Trump yngri og rússnesks lögfræðings í Trump-turni í júní á síðasta ári. Starfsmaðurinn, sem starfaði í Bandaríkjunum, er sá áttundi í röð fundargesta sem hafa verið nafngreindir. Starfsmaðurinn heitir Ike Kaveladze en Scott Balber staðfesti að Kaveladze hefði verið á fundinum samkvæmt frétt Washington Post. Barber er lögfræðingur feðganna Emin og Aras Agalarov, fyrrverandi viðskiptafélaga Bandaríkjaforseta. Balber sagði Kaveladze starfa hjá fyrirtæki Agalarov-feðganna og að hann hefði mætt á fundinn sem fulltrúi þeirra. Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. Mueller var skipaður í maí síðastliðnum til að rannsaka meint tengsl starfsmanna forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Beiðnin er fyrsta opinbera vísbendingin um að teymi Muellers hafi fundinn í Trump-turni til rannsóknar. Donald Trump yngri mætti til fundar við rússneskan lögfræðing í júní á síðasta ári gegn því að hann fengi þar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður síns. Hann birti sjálfur tölvupósta þess efnis á dögunum en sagði enn fremur ekkert marktækt hafa komið út úr fundinum. Enn hafa ekki allir sem voru viðstaddir fundinn verið nafngreindir en í för með Trump yngri var mágur hans og ráðgjafi Bandaríkjaforseta, Jared Kushner. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58 Seth Meyers kafaði í fund Trump yngri „Ekkert er of heimskulegt til að vera satt.“ 18. júlí 2017 10:05 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Starfsmaður rússnesks fasteignafyrirtækis var viðstaddur fund Donalds Trump yngri og rússnesks lögfræðings í Trump-turni í júní á síðasta ári. Starfsmaðurinn, sem starfaði í Bandaríkjunum, er sá áttundi í röð fundargesta sem hafa verið nafngreindir. Starfsmaðurinn heitir Ike Kaveladze en Scott Balber staðfesti að Kaveladze hefði verið á fundinum samkvæmt frétt Washington Post. Barber er lögfræðingur feðganna Emin og Aras Agalarov, fyrrverandi viðskiptafélaga Bandaríkjaforseta. Balber sagði Kaveladze starfa hjá fyrirtæki Agalarov-feðganna og að hann hefði mætt á fundinn sem fulltrúi þeirra. Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. Mueller var skipaður í maí síðastliðnum til að rannsaka meint tengsl starfsmanna forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Beiðnin er fyrsta opinbera vísbendingin um að teymi Muellers hafi fundinn í Trump-turni til rannsóknar. Donald Trump yngri mætti til fundar við rússneskan lögfræðing í júní á síðasta ári gegn því að hann fengi þar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður síns. Hann birti sjálfur tölvupósta þess efnis á dögunum en sagði enn fremur ekkert marktækt hafa komið út úr fundinum. Enn hafa ekki allir sem voru viðstaddir fundinn verið nafngreindir en í för með Trump yngri var mágur hans og ráðgjafi Bandaríkjaforseta, Jared Kushner.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58 Seth Meyers kafaði í fund Trump yngri „Ekkert er of heimskulegt til að vera satt.“ 18. júlí 2017 10:05 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58
Seth Meyers kafaði í fund Trump yngri „Ekkert er of heimskulegt til að vera satt.“ 18. júlí 2017 10:05
Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00