Lífverðir forsetans segja lögmann hans fara með rangt mál Samúel Karl Ólason skrifar 17. júlí 2017 06:42 Donald Trump yngri og systir hans Ivanka. Vísir/Getty Lífvarðarsveit forseta Bandaríkjanna [e. Secret service], segist ekki hafa gefið grænt ljós á fund Trump yngri, sem fundaði árið 2016 með rússneskum lögfræðingi og málafylgjumanni sem starfaði áður í leyniþjónustu Sovétríkjanna. Fyrir fundinn fékk Trump þau skilaboð að markmið hans væri að koma skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í hendur starfsmanna framboðs Trump eldri. Það væri liður í áætlun stjórnvalda í Rússlandi að styðja við bakið á Trump. Trump yngri birti tölvupósta í síðustu viku, sem staðfesta þetta. Bæði hann og lögfræðingurinn, Natalia Veselnitskaya, neita því að slíkar upplýsingar hafi verið ræddar á fundi þeirra.Uppljóstranir New York Times um fundinn voru tilefni þess að Trump birti póstana. Á dögunum áður hafði hann verið margsaga um fundinn sjálfan.Lögmaður Trump eldri sagði í gær að lífverðir forsetans hefðu leyft fundi Trump yngri að fara fram, en fundurinn var í Trump-turninum í New York. „Ég velti fyrir mér, ef þetta var svona skaðlegt, af hverju lífverðir forsetans hleyptu þessu fólki inn. Forsetinn var undir þeirra vernd á þessum tíma og þetta atriði kveikti spurningar hjá mér,“ sagði Jay Sekulow, einn af lögmönnum forsetans í gær.Lífverðirnir segja þetta þó ekki rétt. Trump yngri hafi ekki notið verndar þeirra í júní 2016, þegar fundurinn fór fram, og ekkert tilefni hafi verið til að taka fólk sem hann fundaði með til skoðunar. Forsetinn sjálfur naut verndar lífvarðanna en ekki starfsmenn framboðs hans.Sérstakur saksóknari og nokkrar þingnefndir rannsaka nú afskipti stjórnvalda í Rússlandi af forsetakosningum Bandaríkjanna í fyrra og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim. Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 „Lygi eftir lygi eftir lygi“ Fréttaþulur Fox News hélt reiðilestur um blekkingarleik Donalds Trump og félaga vegna frétta af tengslum við Rússa í útsendingu í gær. Stöðin hefur almennt verið forsetanum vilholl. 15. júlí 2017 10:50 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Lífvarðarsveit forseta Bandaríkjanna [e. Secret service], segist ekki hafa gefið grænt ljós á fund Trump yngri, sem fundaði árið 2016 með rússneskum lögfræðingi og málafylgjumanni sem starfaði áður í leyniþjónustu Sovétríkjanna. Fyrir fundinn fékk Trump þau skilaboð að markmið hans væri að koma skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í hendur starfsmanna framboðs Trump eldri. Það væri liður í áætlun stjórnvalda í Rússlandi að styðja við bakið á Trump. Trump yngri birti tölvupósta í síðustu viku, sem staðfesta þetta. Bæði hann og lögfræðingurinn, Natalia Veselnitskaya, neita því að slíkar upplýsingar hafi verið ræddar á fundi þeirra.Uppljóstranir New York Times um fundinn voru tilefni þess að Trump birti póstana. Á dögunum áður hafði hann verið margsaga um fundinn sjálfan.Lögmaður Trump eldri sagði í gær að lífverðir forsetans hefðu leyft fundi Trump yngri að fara fram, en fundurinn var í Trump-turninum í New York. „Ég velti fyrir mér, ef þetta var svona skaðlegt, af hverju lífverðir forsetans hleyptu þessu fólki inn. Forsetinn var undir þeirra vernd á þessum tíma og þetta atriði kveikti spurningar hjá mér,“ sagði Jay Sekulow, einn af lögmönnum forsetans í gær.Lífverðirnir segja þetta þó ekki rétt. Trump yngri hafi ekki notið verndar þeirra í júní 2016, þegar fundurinn fór fram, og ekkert tilefni hafi verið til að taka fólk sem hann fundaði með til skoðunar. Forsetinn sjálfur naut verndar lífvarðanna en ekki starfsmenn framboðs hans.Sérstakur saksóknari og nokkrar þingnefndir rannsaka nú afskipti stjórnvalda í Rússlandi af forsetakosningum Bandaríkjanna í fyrra og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 „Lygi eftir lygi eftir lygi“ Fréttaþulur Fox News hélt reiðilestur um blekkingarleik Donalds Trump og félaga vegna frétta af tengslum við Rússa í útsendingu í gær. Stöðin hefur almennt verið forsetanum vilholl. 15. júlí 2017 10:50 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
„Lygi eftir lygi eftir lygi“ Fréttaþulur Fox News hélt reiðilestur um blekkingarleik Donalds Trump og félaga vegna frétta af tengslum við Rússa í útsendingu í gær. Stöðin hefur almennt verið forsetanum vilholl. 15. júlí 2017 10:50
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58
Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00