Íslendingur yfirmaður leikmyndar í stórmyndinni Dunkirk Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2017 14:00 Eggert Ketilsson var yfirmaður leikmyndar kvikmyndarinnar Dunkirk. IMDB Eggert Ketilsson, leikmyndahönnuður og brellusérfræðingur, er yfirmaður leikmyndar í stórmyndinni Dunkirk sem frumsýnd verður hér á landi þann 19. júlí næstkomandi. Kvikmyndin Dunkirk, sú nýjasta úr smiðju leikstjórans Christopher Nolan, fjallar um „Operation Dynamo,“ brottflutning hermanna Bandamanna við Dunkirk í Frakklandi í seinni heimsstyrjöldinni. Hún var tekin upp í fyrrasumar, bæði við Dunkirk og í Los Angeles, en Eggert Ketilsson vann að leikmynd kvikmyndarinnar. Eggert hefur komið víða við í kvikmyndabransanum, bæði hér- og erlendis, ef eitthvað má marka IMDB-síðu hans. Hann hefur meðal annars unnið að brellugerð (e. special effects) við kvikmyndirnar Transformers: The Last Knight, Star Wars: The Force Awakens og Rouge One úr Stjörnustríðsseríunni, Thor: The Dark World og Journey to the Center of the Earth. Þá hafði hann yfirumsjón með leikmynd og öðrum sjón- og listrænum þáttum (e. art director) í kvikmyndinni Dunkirk og þáttaröðunum Sense8 og Halo: Nightfall. Dunkirk var heimsfrumsýnd í gær en með helstu hlutverk fara Fionn Whitehead, Tom Glynn-Carney, Harry Styles, Cillian Murphy og Tom Hardy. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Eggert Ketilsson, leikmyndahönnuður og brellusérfræðingur, er yfirmaður leikmyndar í stórmyndinni Dunkirk sem frumsýnd verður hér á landi þann 19. júlí næstkomandi. Kvikmyndin Dunkirk, sú nýjasta úr smiðju leikstjórans Christopher Nolan, fjallar um „Operation Dynamo,“ brottflutning hermanna Bandamanna við Dunkirk í Frakklandi í seinni heimsstyrjöldinni. Hún var tekin upp í fyrrasumar, bæði við Dunkirk og í Los Angeles, en Eggert Ketilsson vann að leikmynd kvikmyndarinnar. Eggert hefur komið víða við í kvikmyndabransanum, bæði hér- og erlendis, ef eitthvað má marka IMDB-síðu hans. Hann hefur meðal annars unnið að brellugerð (e. special effects) við kvikmyndirnar Transformers: The Last Knight, Star Wars: The Force Awakens og Rouge One úr Stjörnustríðsseríunni, Thor: The Dark World og Journey to the Center of the Earth. Þá hafði hann yfirumsjón með leikmynd og öðrum sjón- og listrænum þáttum (e. art director) í kvikmyndinni Dunkirk og þáttaröðunum Sense8 og Halo: Nightfall. Dunkirk var heimsfrumsýnd í gær en með helstu hlutverk fara Fionn Whitehead, Tom Glynn-Carney, Harry Styles, Cillian Murphy og Tom Hardy.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein