Kandídat Trump í stól forstjóra FBI telur ekki að Rússarannsóknin sé nornaveiðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2017 23:50 Christopher Wray kom fyrir öldungadeildarþingmenn Bandaríkjaþings í dag. vísir/getty Christopher Wray, sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt til að verða næsta forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, telur ekki að rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum sé nornaveiðar. Trump sjálfur hefur aftur á móti sagt að um nornaveiðar sé að ræða en grunur leikur á að Donald Trump yngri, sonur forsetans, hafi mögulega gerst sekur um glæpsamlegt athæfi og jafnvel landráð þegar hann fundaði með rússneska lögfræðingnum Nataliu Veselnitskaya í júní í fyrra. Trump yngri birti í gær tölvupóstsamskipti sín í tengslum við fundinn en með þeim gögnum staðfesti hann að hann vissi að í boði voru gögn frá rússneskum stjórnvöldum sem tekið var fram í töluskeyti að myndu gagnast föður hans í kosningabaráttunni og skaða Hillary Clinton forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins.Myndi hætta tafarlaust ef forsetinn bæði hann um að gera eitthvað ólöglegt Mitt í þessum stormi öllum er svo verið að skipa nýjan forstjóra FBI en hann var í yfirheyrslu hjá þingmönnum öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag vegna skipunarinnar. Eins og margir eflaust muna eftir rak Donald Trump James Comey úr embætti forstjóra FBI í maí síðastliðnum vegna rannsóknarinnar á meintum afskiptum Rússa af kosningunum. Í kjölfarið var skipaður sérstakur saksóknari, Robert Mueller, sem fer nú fyrir rannsókninni. „Ég tel ekki að Mueller sé á nornaveiðum,“ sagði Wray við öldungadeildarþingmennina í dag. Þá sagði hann jafnframt að hann myndi tafarlaust hætt ef forsetinn myndi biðja hann um að gera eitthað ólöglegt. „Hver sá sem heldur að ég verði í einhverjum slagsmálum sem forstjóri FBI þekkir mig ekki vel. Ég mun aldrei láta vinnuna innan FBI byggja á neinu öðru en staðreyndum, lögunum og hlutlausri leit að réttlæti. Punktur,“ sagði Wray jafnframt í dag. Hann var meðal annars spurður út í tölvupósta Trump yngri. Wray kvaðst ekki kannast við tölvupóstana en textinn úr þeim var þá lesinn upp fyrir hann. Var hann spurður að því hvort að sonur forsetans hefði átt að fara á umræddan fund. Svaraði Wray því til að viðkomandi hefði átt að ráðfæra sig við lögfróða menn áður. „Hvers kyns hótun eða tilraun til þess að hafa áhrif á kosningarnar okkar, hvort sem það er frá þjóðríki eða ekki, er eitthvað sem FBI myndi vilja vita um,“ sagði Wray. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Leitin að yfirmanni FBI: Ætlar að fylgja lögunum, ekki pólitík Christopher Wray, sem hefur verið tilnefndur af Donald Trump til að verða nýr yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, segir að pólitík muni ekki hafa áhrif á stofnunina undir sinni stjórn. 12. júlí 2017 15:11 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Christopher Wray, sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt til að verða næsta forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, telur ekki að rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum sé nornaveiðar. Trump sjálfur hefur aftur á móti sagt að um nornaveiðar sé að ræða en grunur leikur á að Donald Trump yngri, sonur forsetans, hafi mögulega gerst sekur um glæpsamlegt athæfi og jafnvel landráð þegar hann fundaði með rússneska lögfræðingnum Nataliu Veselnitskaya í júní í fyrra. Trump yngri birti í gær tölvupóstsamskipti sín í tengslum við fundinn en með þeim gögnum staðfesti hann að hann vissi að í boði voru gögn frá rússneskum stjórnvöldum sem tekið var fram í töluskeyti að myndu gagnast föður hans í kosningabaráttunni og skaða Hillary Clinton forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins.Myndi hætta tafarlaust ef forsetinn bæði hann um að gera eitthvað ólöglegt Mitt í þessum stormi öllum er svo verið að skipa nýjan forstjóra FBI en hann var í yfirheyrslu hjá þingmönnum öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag vegna skipunarinnar. Eins og margir eflaust muna eftir rak Donald Trump James Comey úr embætti forstjóra FBI í maí síðastliðnum vegna rannsóknarinnar á meintum afskiptum Rússa af kosningunum. Í kjölfarið var skipaður sérstakur saksóknari, Robert Mueller, sem fer nú fyrir rannsókninni. „Ég tel ekki að Mueller sé á nornaveiðum,“ sagði Wray við öldungadeildarþingmennina í dag. Þá sagði hann jafnframt að hann myndi tafarlaust hætt ef forsetinn myndi biðja hann um að gera eitthað ólöglegt. „Hver sá sem heldur að ég verði í einhverjum slagsmálum sem forstjóri FBI þekkir mig ekki vel. Ég mun aldrei láta vinnuna innan FBI byggja á neinu öðru en staðreyndum, lögunum og hlutlausri leit að réttlæti. Punktur,“ sagði Wray jafnframt í dag. Hann var meðal annars spurður út í tölvupósta Trump yngri. Wray kvaðst ekki kannast við tölvupóstana en textinn úr þeim var þá lesinn upp fyrir hann. Var hann spurður að því hvort að sonur forsetans hefði átt að fara á umræddan fund. Svaraði Wray því til að viðkomandi hefði átt að ráðfæra sig við lögfróða menn áður. „Hvers kyns hótun eða tilraun til þess að hafa áhrif á kosningarnar okkar, hvort sem það er frá þjóðríki eða ekki, er eitthvað sem FBI myndi vilja vita um,“ sagði Wray.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Leitin að yfirmanni FBI: Ætlar að fylgja lögunum, ekki pólitík Christopher Wray, sem hefur verið tilnefndur af Donald Trump til að verða nýr yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, segir að pólitík muni ekki hafa áhrif á stofnunina undir sinni stjórn. 12. júlí 2017 15:11 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Leitin að yfirmanni FBI: Ætlar að fylgja lögunum, ekki pólitík Christopher Wray, sem hefur verið tilnefndur af Donald Trump til að verða nýr yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, segir að pólitík muni ekki hafa áhrif á stofnunina undir sinni stjórn. 12. júlí 2017 15:11
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45