Um launastefnu ríkis og afturvirkt kjararáð Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 12. júlí 2017 07:00 Sautján aðildarfélög BHM undirbúa kjaraviðræður við ríkið en gerðardómur um kjör félagsmanna fellur úr gildi 31. ágúst nk. Varla þarf að rifja upp að sumarið 2015 stöðvaði Alþingi lögmætar verkfallsaðgerðir BHM með lagasetningu sem einnig fól sérstökum gerðardómi að ákvarða kaup og kjör félagsmanna aðildarfélaganna. Það reyndist ríkisvaldinu ekki heilladrjúg ráðstöfun því að í beinu framhaldi af úrskurði gerðardóms ákváðu aðrir aðilar á vinnumarkaði – ASÍ, BSRB og SA – að starta enn einu höfrungahlaupinu á grundvelli gerðardóms. BHM átti enga aðild að þeirri ákvörðun. Ríkisvaldið bætti svo um betur og gaf kjararáði lausan tauminn við ákvörðun launa æðstu embættismanna ríkisins. Þar hefur tilteknum stéttum og stjórnendum verið úthlutað miklum afturvirkum launahækkunum. Ástæða er til að rifja þessa atburðarás upp í aðdraganda kjarasamninga aðildarfélaga BHM við ríkið. Félagsmenn horfa að sjálfsögðu til ákvarðana kjararáðs við mótun kröfugerðar. Þá hefur Læknafélag Íslands nýlega gert kjarasamning við ríkið þar sem þó nokkrar launahækkanir eru faldar í breyttri launatöflu. Þetta eru gleðifréttir fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríkinu. BHM hefur ítrekað kallað eftir launastefnu ríkisins en aldrei fengið skýr svör frá samninganefnd ríkisins. En vísbendingarnar eru skýrar í ákvörðunum kjararáðs og í glænýjum samningi við lækna. Að lokum verður ekki hjá því komist að nefna menntunarákvæði gerðardóms en ein af meginkröfum aðildarfélaga BHM er að menntun sé metin til launa. Menntunarákvæðið átti að koma til framkvæmda 1. júní 2016. Rúmu ári síðar hefur þorri félagsmanna aðildarfélaga BHM ekki fengið greiðslur samkvæmt ákvæðinu. Þetta er nöturleg staðreynd ekki síst í ljósi þess að aðrir aðilar á vinnumarkaði hafa hækkað laun um sömu prósentu án tillits til menntunar. En, eins og áður segir, úrskurðir kjararáðs og nýr kjarasamningur Læknafélagsins gefa góðar vonir um málefnalegar launahækkanir til handa háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum í næstu samningalotu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sautján aðildarfélög BHM undirbúa kjaraviðræður við ríkið en gerðardómur um kjör félagsmanna fellur úr gildi 31. ágúst nk. Varla þarf að rifja upp að sumarið 2015 stöðvaði Alþingi lögmætar verkfallsaðgerðir BHM með lagasetningu sem einnig fól sérstökum gerðardómi að ákvarða kaup og kjör félagsmanna aðildarfélaganna. Það reyndist ríkisvaldinu ekki heilladrjúg ráðstöfun því að í beinu framhaldi af úrskurði gerðardóms ákváðu aðrir aðilar á vinnumarkaði – ASÍ, BSRB og SA – að starta enn einu höfrungahlaupinu á grundvelli gerðardóms. BHM átti enga aðild að þeirri ákvörðun. Ríkisvaldið bætti svo um betur og gaf kjararáði lausan tauminn við ákvörðun launa æðstu embættismanna ríkisins. Þar hefur tilteknum stéttum og stjórnendum verið úthlutað miklum afturvirkum launahækkunum. Ástæða er til að rifja þessa atburðarás upp í aðdraganda kjarasamninga aðildarfélaga BHM við ríkið. Félagsmenn horfa að sjálfsögðu til ákvarðana kjararáðs við mótun kröfugerðar. Þá hefur Læknafélag Íslands nýlega gert kjarasamning við ríkið þar sem þó nokkrar launahækkanir eru faldar í breyttri launatöflu. Þetta eru gleðifréttir fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríkinu. BHM hefur ítrekað kallað eftir launastefnu ríkisins en aldrei fengið skýr svör frá samninganefnd ríkisins. En vísbendingarnar eru skýrar í ákvörðunum kjararáðs og í glænýjum samningi við lækna. Að lokum verður ekki hjá því komist að nefna menntunarákvæði gerðardóms en ein af meginkröfum aðildarfélaga BHM er að menntun sé metin til launa. Menntunarákvæðið átti að koma til framkvæmda 1. júní 2016. Rúmu ári síðar hefur þorri félagsmanna aðildarfélaga BHM ekki fengið greiðslur samkvæmt ákvæðinu. Þetta er nöturleg staðreynd ekki síst í ljósi þess að aðrir aðilar á vinnumarkaði hafa hækkað laun um sömu prósentu án tillits til menntunar. En, eins og áður segir, úrskurðir kjararáðs og nýr kjarasamningur Læknafélagsins gefa góðar vonir um málefnalegar launahækkanir til handa háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum í næstu samningalotu.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun