Axlar- og rifbeinsbrotnaði í Vesturbæjarlaug Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2017 10:50 Friðbjörg segir ekki boðlegt að bjóða uppá stórhættulegar sleipar tröppur í sundlaug og tefla þannig heilsu og lífi fólki í tvísýnu. Friðbjörg Ingimarsdóttir menningarfræðingur datt illa fyrir tæpri viku, eða 5. þessa mánaðar, í Vesturbæjarlauginni í bröttum og hálum tröppum sem liggja úr búningsklefa kvenna og út í laugina. Afleiðingar fallsins voru þær að hún axlar- og rifbeinsbrotnaði. „Ég þakka fyrir að mjaðmagrindin brotnaði ekki líka,“ segir Friðbjörg í samtali við Vísi.Stórhættulegar aðstæður Friðbjörg var á leið í göngu um Hellismannaleið að Fjallabaki með bakpoka og var sundlaugarferðin liður í undirbúningi fyrir þá ferð. Sem aldrei verður farin. Friðbjörg, sem tekur það fram að henni þyki afar vænt um sundlaugarnar og starfsfólkið þar sem er miður sín vegna atviksins, segir að í hinum bröttu tröppum hafi verið búið að fjarlæga allar hálkuvarnir. Og þannig hafi þetta verið í um mánuð.Hinar háskalegu tröppur í Vesturbæjarlauginni.Friðbjörg er sem von er afar ósátt við þetta. „Það er ekki boðlegt að bjóða uppá stórhættulegar sleipar tröppur í sundlaug og tefla þannig heilsu og lífi fólki í tvísýnu.“Engar hálkuvarnir Friðbjörg segir að það hefði átt að loka þessari leið þar til búið væri að koma þessu í viðunandi horf. Tröppurnar, sem eru flísalagðar, eru gamlar og slitnar. Þarna er mikill umgangur og þær því ávallt blautar og flughálar. Ekki sé hægt að koma því við að skafa. Til er efni sem bera má á flísar til að gera þær stamar en ekki hafi verið gripið til þess. Ekkert viðnám er fyrir blauta fætur og þannig hefur þetta verið í um mánuð. Reyndar sé, eftir slysið, búið að setja upp eitthvað til bráðabirgða. Friðbjörg hefur skrifað heilbrigðiseftirlitinu sem og byggingarfulltrúa og bent á að þetta sé ekki viðunandi.Ætlar að kæra Þá hefur hún haft samband við lögreglu og pantað tíma því hún hyggst kæra þetta. „Því mér finnst þetta vítavert. Hvaða ábyrgð ber forstöðumaðurinn? Ég hef heyrt að talsvert fleiri hafi dottið þarna þó kannski hafi enginn lent eins illa í því og ég,“ segir Friðbjörg. Hún er reyndar ekki bjartsýn á að það komi neitt út úr kærunni. Hún veit til svipaðs atviks og kæru í kjölfarið sem var í Garðabæ, en það kom ekkert út úr því; engar skaðabætur - hvorki eitt né neitt. En, Friðbjörg vill láta á þetta reyna og spyr hver sé réttur borgaranna þegar svona kemur upp á. „Hvernig samfélag er þetta? Þarf maður að lenda á örorku? Ég er hér heima í fatla út júlí og ágúst.“ Hafliði Halldórsson er forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Blaðamaður Vísis reyndi að ná tali af honum en hann er í sumarfríi um þessar mundir. Samkvæmt upplýsingum í afgreiðslu er enginn sem er í forsvari fyrir laugina meðan Hafliði er frá. Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Friðbjörg Ingimarsdóttir menningarfræðingur datt illa fyrir tæpri viku, eða 5. þessa mánaðar, í Vesturbæjarlauginni í bröttum og hálum tröppum sem liggja úr búningsklefa kvenna og út í laugina. Afleiðingar fallsins voru þær að hún axlar- og rifbeinsbrotnaði. „Ég þakka fyrir að mjaðmagrindin brotnaði ekki líka,“ segir Friðbjörg í samtali við Vísi.Stórhættulegar aðstæður Friðbjörg var á leið í göngu um Hellismannaleið að Fjallabaki með bakpoka og var sundlaugarferðin liður í undirbúningi fyrir þá ferð. Sem aldrei verður farin. Friðbjörg, sem tekur það fram að henni þyki afar vænt um sundlaugarnar og starfsfólkið þar sem er miður sín vegna atviksins, segir að í hinum bröttu tröppum hafi verið búið að fjarlæga allar hálkuvarnir. Og þannig hafi þetta verið í um mánuð.Hinar háskalegu tröppur í Vesturbæjarlauginni.Friðbjörg er sem von er afar ósátt við þetta. „Það er ekki boðlegt að bjóða uppá stórhættulegar sleipar tröppur í sundlaug og tefla þannig heilsu og lífi fólki í tvísýnu.“Engar hálkuvarnir Friðbjörg segir að það hefði átt að loka þessari leið þar til búið væri að koma þessu í viðunandi horf. Tröppurnar, sem eru flísalagðar, eru gamlar og slitnar. Þarna er mikill umgangur og þær því ávallt blautar og flughálar. Ekki sé hægt að koma því við að skafa. Til er efni sem bera má á flísar til að gera þær stamar en ekki hafi verið gripið til þess. Ekkert viðnám er fyrir blauta fætur og þannig hefur þetta verið í um mánuð. Reyndar sé, eftir slysið, búið að setja upp eitthvað til bráðabirgða. Friðbjörg hefur skrifað heilbrigðiseftirlitinu sem og byggingarfulltrúa og bent á að þetta sé ekki viðunandi.Ætlar að kæra Þá hefur hún haft samband við lögreglu og pantað tíma því hún hyggst kæra þetta. „Því mér finnst þetta vítavert. Hvaða ábyrgð ber forstöðumaðurinn? Ég hef heyrt að talsvert fleiri hafi dottið þarna þó kannski hafi enginn lent eins illa í því og ég,“ segir Friðbjörg. Hún er reyndar ekki bjartsýn á að það komi neitt út úr kærunni. Hún veit til svipaðs atviks og kæru í kjölfarið sem var í Garðabæ, en það kom ekkert út úr því; engar skaðabætur - hvorki eitt né neitt. En, Friðbjörg vill láta á þetta reyna og spyr hver sé réttur borgaranna þegar svona kemur upp á. „Hvernig samfélag er þetta? Þarf maður að lenda á örorku? Ég er hér heima í fatla út júlí og ágúst.“ Hafliði Halldórsson er forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Blaðamaður Vísis reyndi að ná tali af honum en hann er í sumarfríi um þessar mundir. Samkvæmt upplýsingum í afgreiðslu er enginn sem er í forsvari fyrir laugina meðan Hafliði er frá.
Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent