Vince Carter spilar sitt tuttugasta tímabil í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2017 15:30 Tveir reynsluboltar. Vince Carter með Gregg Popovic, þjálfara San Antonio Spurs. Vísir/Getty Vince Carter er ekkert á því að leggja körfuboltaskóna sína á hilluna og hefur nú fundið sér nýtt félag fyrir komandi tímabil. Carter sem varð fertugur í lok janúar síðastliðinn, skrifaði í gær undir eins árs samning við Sacramento Kings. Vince Carter hefur spilað með Memphis Grizzlies undanfarin þrjú tímabil en hann var með 8 stig og 1,8 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili. Carter þarf ekki að kvarta mikið yfir laununum sínum á tímabilinu í vetur því hann fær átta milljónir dollara fyrir þessa einu leiktíð eða um 845 milljónir íslenskra króna.Kings Sign @mrvincecarter15 » https://t.co/FVMomZFDUapic.twitter.com/ZuUD2EkvlA — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017 Launin hans á komandi tímabili eru nánast jafnmikið og hann fékk samanlagt fyrir síðustu tvö tímabil hjá Memphis Grizzlies. Carter hefur nú fengið rúmlega 180 milljónir dollara útborgaðar á ferlinum eða meira en 19 milljarða íslenskra króna. Carter er kominn upp í 27. sæti yfir flest stig skoruð í sögu NBA (24.555) en hann er síðan í fimmta sæti yfir flestar þriggja stiga körfur (2049) og í þrettánda sæti yfir flesta leiki spilaða (1347) Vince Carter sló met Michael Jordan í vetur þegar hann varð elsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora 20 stig af bekknum. Hann bætti sitt nýja met líka sex dögum síðar. Vince Carter var rosalegur háloftafugl þegar hann kom inn í NBA-deildina en hann byrjaði hjá Toronto Raptors árið 1998. Sacramento Kings verður hans sjöunda félag í deildinni. @mrvincecarter15 pic.twitter.com/5qt5tRyYyH — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017 Sacramento Kings bætti líka við sig tveimur öðrum reynsluboltum eða þeim George Hill og Zach Randolph.Kings Sign George Hill » https://t.co/LBMkMRqBR3pic.twitter.com/GeEazc2uNa — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017Kings Sign @MacBo50 » https://t.co/99mo5mCDnjpic.twitter.com/qgczNzndWv — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017 NBA Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
Vince Carter er ekkert á því að leggja körfuboltaskóna sína á hilluna og hefur nú fundið sér nýtt félag fyrir komandi tímabil. Carter sem varð fertugur í lok janúar síðastliðinn, skrifaði í gær undir eins árs samning við Sacramento Kings. Vince Carter hefur spilað með Memphis Grizzlies undanfarin þrjú tímabil en hann var með 8 stig og 1,8 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili. Carter þarf ekki að kvarta mikið yfir laununum sínum á tímabilinu í vetur því hann fær átta milljónir dollara fyrir þessa einu leiktíð eða um 845 milljónir íslenskra króna.Kings Sign @mrvincecarter15 » https://t.co/FVMomZFDUapic.twitter.com/ZuUD2EkvlA — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017 Launin hans á komandi tímabili eru nánast jafnmikið og hann fékk samanlagt fyrir síðustu tvö tímabil hjá Memphis Grizzlies. Carter hefur nú fengið rúmlega 180 milljónir dollara útborgaðar á ferlinum eða meira en 19 milljarða íslenskra króna. Carter er kominn upp í 27. sæti yfir flest stig skoruð í sögu NBA (24.555) en hann er síðan í fimmta sæti yfir flestar þriggja stiga körfur (2049) og í þrettánda sæti yfir flesta leiki spilaða (1347) Vince Carter sló met Michael Jordan í vetur þegar hann varð elsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora 20 stig af bekknum. Hann bætti sitt nýja met líka sex dögum síðar. Vince Carter var rosalegur háloftafugl þegar hann kom inn í NBA-deildina en hann byrjaði hjá Toronto Raptors árið 1998. Sacramento Kings verður hans sjöunda félag í deildinni. @mrvincecarter15 pic.twitter.com/5qt5tRyYyH — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017 Sacramento Kings bætti líka við sig tveimur öðrum reynsluboltum eða þeim George Hill og Zach Randolph.Kings Sign George Hill » https://t.co/LBMkMRqBR3pic.twitter.com/GeEazc2uNa — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017Kings Sign @MacBo50 » https://t.co/99mo5mCDnjpic.twitter.com/qgczNzndWv — Sacramento Kings (@SacramentoKings) July 10, 2017
NBA Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira